Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“
![Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir að gangi þær forsendur eftir sem Bjarni Benediktsson hefur kynnt varðandi slit á gamla Íbúðalánasjóðnum þá muni „ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum breytast í tap fyrir lífeyrissjóði.“](https://www.visir.is/i/30143C642712F58F96809D618A26C3EEFC64A964328B5E3F0497374B078ACAF2_713x0.jpg)
Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/F851D97F1DEF7A3DF21D32FD38CCA8188A5A65F9696FBC889D56FE14D930A589_308x200.jpg)
Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði
Til að reka ÍL-sjóð, sem áður hét Íbúðalánasjóður, út líftíma þyrfti ríkissjóður að leggja honum til 450 milljarða króna eftir tólf ár. Aftur á móti ef honum yrði slitið nú og eignir seldar til að greiða skuldir væri staðan neikvæð um 47 milljarða króna. Þetta er niðurstaða skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.