Fagnar því að Katrín og Jasmín vilji hærri laun: „Þetta er nýr veruleiki“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2022 15:46 Katrín Ásbjörnsdóttir fagnar einu af níu mörkum sínum í sumar, gegn Val á Hlíðarenda. Hún fékk samningi sínum við Stjörnuna rift og gæti verið á förum frá félaginu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, segir að félagið muni bregðast við því ef markahrókarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir kveðji félagið í vetur. Jasmín og Katrín skoruðu samtals 20 mörk í Bestu deildinni í sumar og urðu í 1. og 3. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Þær áttu stóran þátt í því að Stjarnan næði 2. sæti og kæmist í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Báðar hafa þær nú nýtt riftunarákvæði í samningi við Stjörnuna en útiloka ekki að semja á ný við félagið. Jasmín sagði þó við Vísi í gær að hún vonaðist til að komast að í atvinnumennsku erlendis. Kristján vonast þó til að halda báðum leikmönnum. „Mér finnst þetta bara frábært hjá þeim. Þetta sýnir hversu miklir karakterar og sterkir persónuleikar þær eru, að þær fari fram á að breyta launaliðnum eins og op var fyrir í þeirra samningi akkúrat núna. Þær fóru í það að reyna að laga aðeins launaliðinn og Stjarnan er heldur betur til í að semja við þær um það,“ sagði Kristján í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Það eru viðræður í gangi akkúrat núna og þær eru að einhverju leyti langt komnar. Það verður tilkynnt í dag um samning við einn af lykilmönnum Stjörnunnar,“ sagði Kristján og vísaði þar til samnings við miðvörðinn sterka Önnu Maríu Baldursdóttur. Segir félögin þurfa að aðlagast breyttum aðstæðum Tekjumöguleikar vegna þátttöku í Meistaradeild kvenna eru nú orðnir umtalsvert meiri en áður. Kristján segir að nýr veruleiki blasi við stjórnum knattspyrnudeilda um allt land þar sem að knattspyrnukonur fari fram á betri kjör en áður. „Þetta sýnir hvað félögin öll, sem eru með sterkt kvennalið, eru komin í vandræði með það að stelpur eru farnar að fá greitt fyrir að spila fótbolta á sama tíma og félögin eru ekkert að breyta sínu uppleggi í því hvernig fjármagn kemur inn í félagið og hvernig það fer út. Það er kannski orðin næsta spurning fyrir knattspyrnusamfélagið; hvernig á að gera þetta öðruvísi en að segja bara meistaraflokksráðinu að hlaupa hraðar?“ segir Kristján. Jasmín Erla Ingadóttir varð markadrottning Bestu deildarinnar með ellefu mörk. Hún stefnir nú á atvinnumennsku.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hann segir það fagnaðarefni að leikmenn séu farnir að fara fram á hærri laun. „Þetta er nýr veruleiki fyrir stjórnir knattspyrnudeilda um allt land. Þetta er fólk sem kemur kannski upphaflega inn á þeim forsendum að fylgjast með karlaliðinu, en nú hafa orðið svo ofboðslega örar breytingar í kvennaboltanum að peningarnir eru farnir að koma inn þar. Þá þarf að bregðast við. Félögin þurfa að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.“ „Bregðumst vel við“ ef Katrín og Jasmín fara Stjarnan kom mörgum á óvart í sumar með árangri sínum en Kristján segir að markið verði ekki sett neitt lægra fyrir næstu leiktíð. „Auðvitað viljum við halda stemningunni í Stjörnunni áfram og þær [Jasmín og Katrín] eru stór hluti af þessari frábæru stemningu sem hefur myndast í leikmannahópnum. Aftur á móti er það eðli fótboltans og leikmannahópa þar að það fara leikmenn og koma á hverju ári. Félög verða alltaf að vera opin fyrir því að hleypa leikmönnum í burtu. Það er eðlilegur hlutur,“ segir Kristján. Ljóst sé að Stjarnan muni finna leikmenn til að fylla í skarðið fyrir markahrókana tvo, þurfi þess: „Við bregðumst vel við. Við skuldum þeim leikmönnum sem eru ekki á þeim buxum að skoða aðra möguleika, að vera með gott lið. Allur leikmannahópurinn stóð sig gríðarlega vel í sumar. Það voru leikmenn, á bakvið þessa leikmenn sem skoruðu flest mörkin, sem spiluðu mjög vel. Það er alltaf liðsheildin sem nær fram stjörnuleikmönnum í hverju liði. Stjörnuleikmennirnir gera þetta ekki sjálfir,“ segir Kristján. Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Jasmín og Katrín skoruðu samtals 20 mörk í Bestu deildinni í sumar og urðu í 1. og 3. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Þær áttu stóran þátt í því að Stjarnan næði 2. sæti og kæmist í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Báðar hafa þær nú nýtt riftunarákvæði í samningi við Stjörnuna en útiloka ekki að semja á ný við félagið. Jasmín sagði þó við Vísi í gær að hún vonaðist til að komast að í atvinnumennsku erlendis. Kristján vonast þó til að halda báðum leikmönnum. „Mér finnst þetta bara frábært hjá þeim. Þetta sýnir hversu miklir karakterar og sterkir persónuleikar þær eru, að þær fari fram á að breyta launaliðnum eins og op var fyrir í þeirra samningi akkúrat núna. Þær fóru í það að reyna að laga aðeins launaliðinn og Stjarnan er heldur betur til í að semja við þær um það,“ sagði Kristján í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Það eru viðræður í gangi akkúrat núna og þær eru að einhverju leyti langt komnar. Það verður tilkynnt í dag um samning við einn af lykilmönnum Stjörnunnar,“ sagði Kristján og vísaði þar til samnings við miðvörðinn sterka Önnu Maríu Baldursdóttur. Segir félögin þurfa að aðlagast breyttum aðstæðum Tekjumöguleikar vegna þátttöku í Meistaradeild kvenna eru nú orðnir umtalsvert meiri en áður. Kristján segir að nýr veruleiki blasi við stjórnum knattspyrnudeilda um allt land þar sem að knattspyrnukonur fari fram á betri kjör en áður. „Þetta sýnir hvað félögin öll, sem eru með sterkt kvennalið, eru komin í vandræði með það að stelpur eru farnar að fá greitt fyrir að spila fótbolta á sama tíma og félögin eru ekkert að breyta sínu uppleggi í því hvernig fjármagn kemur inn í félagið og hvernig það fer út. Það er kannski orðin næsta spurning fyrir knattspyrnusamfélagið; hvernig á að gera þetta öðruvísi en að segja bara meistaraflokksráðinu að hlaupa hraðar?“ segir Kristján. Jasmín Erla Ingadóttir varð markadrottning Bestu deildarinnar með ellefu mörk. Hún stefnir nú á atvinnumennsku.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hann segir það fagnaðarefni að leikmenn séu farnir að fara fram á hærri laun. „Þetta er nýr veruleiki fyrir stjórnir knattspyrnudeilda um allt land. Þetta er fólk sem kemur kannski upphaflega inn á þeim forsendum að fylgjast með karlaliðinu, en nú hafa orðið svo ofboðslega örar breytingar í kvennaboltanum að peningarnir eru farnir að koma inn þar. Þá þarf að bregðast við. Félögin þurfa að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.“ „Bregðumst vel við“ ef Katrín og Jasmín fara Stjarnan kom mörgum á óvart í sumar með árangri sínum en Kristján segir að markið verði ekki sett neitt lægra fyrir næstu leiktíð. „Auðvitað viljum við halda stemningunni í Stjörnunni áfram og þær [Jasmín og Katrín] eru stór hluti af þessari frábæru stemningu sem hefur myndast í leikmannahópnum. Aftur á móti er það eðli fótboltans og leikmannahópa þar að það fara leikmenn og koma á hverju ári. Félög verða alltaf að vera opin fyrir því að hleypa leikmönnum í burtu. Það er eðlilegur hlutur,“ segir Kristján. Ljóst sé að Stjarnan muni finna leikmenn til að fylla í skarðið fyrir markahrókana tvo, þurfi þess: „Við bregðumst vel við. Við skuldum þeim leikmönnum sem eru ekki á þeim buxum að skoða aðra möguleika, að vera með gott lið. Allur leikmannahópurinn stóð sig gríðarlega vel í sumar. Það voru leikmenn, á bakvið þessa leikmenn sem skoruðu flest mörkin, sem spiluðu mjög vel. Það er alltaf liðsheildin sem nær fram stjörnuleikmönnum í hverju liði. Stjörnuleikmennirnir gera þetta ekki sjálfir,“ segir Kristján.
Besta deild kvenna Stjarnan Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira