Breytt stundatafla að hafa jákvæð áhrif Snorri Másson skrifar 22. október 2022 12:10 Tilraunaverkefnið Kveikjum neistann hófst í Vestmannaeyjum síðasta haust. Grunnskóli Vestmannaeyja Námsárangur barna í fyrsta bekk í Vestmannaeyjum er betri eftir að verkefninu Kveikjum neistann var hleypt af stokkunum fyrir ári síðan, að sögn skólastjóra í Eyjum. Kennsluaðferðum var breytt með margvíslegum hætti. Niðurstöður verkefnisins voru kynntar á fundi í morgun. Haustið 2021 hófst tilraunaverkefnið Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Í meginatriðum fólst það í því að börn í fyrsta bekk fengu öðruvísi stundartöflu en áður. Dagurinn hófst yfirleitt á íþróttum eða hreyfingu. Dagskráin þar á eftir, í stað þess að vera skipt til dæmis niður í íslensku, stærðfræði og listgreinar, var skipt upp í ástríðutíma og þjálfunartíma. Það eru opnari tímar þar sem nemendur fá að ráða meira sjálfir hvað þeir gera. Ástríðutímarnir eru frjálsir listgreina- og sköpunartímar, þar sem nemendur vinna með sitt áhugasvið og þar er leitast við að finna hvað það er sem nemendurnir hafa ástríðu fyrir - sem sagt kveikja neistann eins og þar segir. Þjálfunartímarnir svokölluðu eru tímar sem áður hefðu getað heitið stærðfræði eða íslenska. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri í Eyjum, segir að þjálfunartímarnir séu lykilbreyting. Þar er nemendunum skipt í hópa og þá fara þeir á sínum hraða. „Og fá þar námsefni við hæfi. Þannig að þar fá akkúrat þeir sem þurfa meiri hjálp meiri hjálp, en þeir sem eru á góðri leið og standa sig vel, þeir fá tækifæri til að halda áfram,“ segir Anna Rós í samtali við fréttastofu. Þar að auki einkenndist lestrarkennsla barnanna af aukinni þolinmæði en árangrinum var fylgt þeim mun nánar eftir. „Með þessum leiðum þá voru nemendur orðnir öruggari og þeir höfðu bara meira sjálfstraust í því sem þeir voru að gera,“ segir Anna Rós. Skólastjórinn segir að lærdómurinn af fyrsta árinu sé að slaka eilítið á í kennslunni, að fara rólegar yfir, þannig að kennarar geti verið vissir um að nemendur séu búnir að tileinka sér það sem er verið að kenna. „Kennararnir líka bara lögðu stafina hægar inn en hefur verið gert áður og það er að skila þeim árangri að þau eru bara einhvern veginn að ná þessu betur. Þessi fyrsti árangur, allavega. Við erum bara búin með eitt ár og þetta er tíu ára þróunarverkefni,“ segir Anna Rós. Hermundur Sigmundsson sálfræðingur er á meðal hvatamanna að verkefninu og nemendahópurinn sem var fyrstur til að taka þátt í verkefninu verður rannsakaður vísindalega út skólagönguna. Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Haustið 2021 hófst tilraunaverkefnið Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Í meginatriðum fólst það í því að börn í fyrsta bekk fengu öðruvísi stundartöflu en áður. Dagurinn hófst yfirleitt á íþróttum eða hreyfingu. Dagskráin þar á eftir, í stað þess að vera skipt til dæmis niður í íslensku, stærðfræði og listgreinar, var skipt upp í ástríðutíma og þjálfunartíma. Það eru opnari tímar þar sem nemendur fá að ráða meira sjálfir hvað þeir gera. Ástríðutímarnir eru frjálsir listgreina- og sköpunartímar, þar sem nemendur vinna með sitt áhugasvið og þar er leitast við að finna hvað það er sem nemendurnir hafa ástríðu fyrir - sem sagt kveikja neistann eins og þar segir. Þjálfunartímarnir svokölluðu eru tímar sem áður hefðu getað heitið stærðfræði eða íslenska. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri í Eyjum, segir að þjálfunartímarnir séu lykilbreyting. Þar er nemendunum skipt í hópa og þá fara þeir á sínum hraða. „Og fá þar námsefni við hæfi. Þannig að þar fá akkúrat þeir sem þurfa meiri hjálp meiri hjálp, en þeir sem eru á góðri leið og standa sig vel, þeir fá tækifæri til að halda áfram,“ segir Anna Rós í samtali við fréttastofu. Þar að auki einkenndist lestrarkennsla barnanna af aukinni þolinmæði en árangrinum var fylgt þeim mun nánar eftir. „Með þessum leiðum þá voru nemendur orðnir öruggari og þeir höfðu bara meira sjálfstraust í því sem þeir voru að gera,“ segir Anna Rós. Skólastjórinn segir að lærdómurinn af fyrsta árinu sé að slaka eilítið á í kennslunni, að fara rólegar yfir, þannig að kennarar geti verið vissir um að nemendur séu búnir að tileinka sér það sem er verið að kenna. „Kennararnir líka bara lögðu stafina hægar inn en hefur verið gert áður og það er að skila þeim árangri að þau eru bara einhvern veginn að ná þessu betur. Þessi fyrsti árangur, allavega. Við erum bara búin með eitt ár og þetta er tíu ára þróunarverkefni,“ segir Anna Rós. Hermundur Sigmundsson sálfræðingur er á meðal hvatamanna að verkefninu og nemendahópurinn sem var fyrstur til að taka þátt í verkefninu verður rannsakaður vísindalega út skólagönguna.
Vestmannaeyjar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira