Viðskipti innlent

Bandaríkjamenn eignast móðurfélag Livio á Íslandi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Snorri Einarsson er yfirlæknir og einn eigenda Livio á Íslandi.
Snorri Einarsson er yfirlæknir og einn eigenda Livio á Íslandi. Vísir/Sigurjón

Bandaríska fjárfestingafélagið Kohlberg Kravis Roberts hefur keypt sænska fyrirtækið Livio AB, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgunum og öðrum úrræðum við ófrjósemi. Livio AB á 64 prósenta hlut í íslenska dótturfélaginu Livio, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á glasafrjóvganir.

Það er Stundin sem greinir frá.

Kaupin áttu sér stað í gegnum fyrirtæki í eigu Kohlberg Kravis Roberts, sem ber nafnið GeneralLife, en það er nú eitt stærsta fyrirtæki Evrópu á sviðið glasafrjóvgana og rekur, samkvæmt Stundinni, 37 stöðvar þar sem boðið er upp á úrræði við ófrjósemi.

Livio er sem áður segir eina fyrirtækið á Íslandi sem aðstoðar einstaklinga sem glíma við ófrjósemi við að eignast börn. 

Fyrirtækið var áður rekið undir nafninu Art Medica, en það var stofnað árið 2004 af Guðmundi Arasyni og Þórði Óskarssyni, sem höfðu áður sinnt glasafrjóvgunum á Landspítalanum. Við stofnun Art Medica færðist þjónustan alfarið frá spítalanum til fyrirtækisins.

Snorri Einarsson, læknir og framkvæmdastjóri Livio á Íslandi, á 28 prósent í fyrirtækinu. Hann segir engar áherslubreytingar munu verða á rekstrinum í kjölfar viðskiptanna.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Stundinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×