Furðufluga vekur athygli í Kringlunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2022 15:26 Flugan er fjögurra metra löng. Alda Ægisdóttir Risastór furðufluga hefur vakið athygli gesta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar í dag. Um er að ræða fjögurra metra listaverk eftir myndlistarnema í Listaháskólanum. „Ég er í áfanga í skólanum sem gengur út á að búa til verk og setja upp í almenningrými. Flestir gera verk sem eru sýnd úti, en mig langaði til þess að gera einhvað sem væri inni og þá datt mér í hug að hafa samband við Kringluna. Það kom mér á óvart hvað þau voru opin fyrir þessu, en ég var ekki með neitt bilaðslega háar vonir fyrir að fá að gera þetta,“ segir Alda Ægisdóttir í samtali við Vísi. Listakonan upprennandi er fædd árið 1999 og er myndlistarnemi á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Fjögurra metra flugan mun hanga uppi næstu daga. „Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir alla jafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda. Hún vonar að flugan gleðji gesti verslunarmiðstöðvarinnar um helgina. Myndlistarneminn Alda Ægisdóttir. „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum. Ég fæ mjög mikinn innblástur úr náttúrunni. Ég skoða oft munstur í blómum og laufblöðum þegar ég er að labba. Síðan finnst mér teiknimyndir líka mjög góður efniviður.“ Starfsfólk Kringlunnar aðstoðaði við uppsetningu verksins. „Starfsmennirnir í Kringlunni voru alveg æðislegir og hjálpuðu mér að setja verkið upp. Það var svaka ævintýri að setja þetta upp, við setum verkið upp á lyftu/lyftara sem fór örugglega 6 metra upp í loftið og festum síðan fluguna við víra sem þeir höfðu tengt við loftið. Ég var og er en í mjög miklu spennufalli. Það var alveg mögnuð tilfinning að sjá verkið í Kringlunni.“ Flugan er fjögurra metra löng.Alda Ægisdóttir Alda er spennt að sýna fleiri verk á áberandi stöðum í framtíðinni. „Ég er ekki með neitt planað. Mér finnst svo skemmtilegt þegar myndlist er lifandi partur af umhverfinu. Ég fékk nýlega hugmynd að gera verk sem væri í almenningsgarði, til dæmis Hljómskólagarðinum eða Grasagarðinum. Þá myndi ég vilja búa til einhverskonar plöntuskúlptúra. Næsta verk sem mig langar að búa til er stop-motion videóverk, en ég bjó til svoleiðis verk í fyrra. Það er hægt að sjá meira eftir mig á vefsíðunni minni www.aldaaegisdottir.com.“ Listakonan er einnig með sýningu í Grófinni sem lýkur um helgina. „Ég er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra sömu veröld, en þeirri sýningu lýkur núna á sunnudaginn 23. október. 66°Norður er einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi í búðargluggunum sínum á Hafnartorginu, en verslunin keypti þessa skúlptúra af mér fyrr í haust.“ Myndlist Kringlan Reykjavík Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
„Ég er í áfanga í skólanum sem gengur út á að búa til verk og setja upp í almenningrými. Flestir gera verk sem eru sýnd úti, en mig langaði til þess að gera einhvað sem væri inni og þá datt mér í hug að hafa samband við Kringluna. Það kom mér á óvart hvað þau voru opin fyrir þessu, en ég var ekki með neitt bilaðslega háar vonir fyrir að fá að gera þetta,“ segir Alda Ægisdóttir í samtali við Vísi. Listakonan upprennandi er fædd árið 1999 og er myndlistarnemi á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Fjögurra metra flugan mun hanga uppi næstu daga. „Mér finnst þetta verk sérstaklega spennandi af því að ég vil gjarnan að listin mín sé aðgengileg fyrir almenning. Það er svo afmarkaður hópur sem mætir alla jafna á listasýningar, og fólkið sem ég vil ná til eru ekki endilega þeir sem hafa stúderað myndlist. Til dæmis hafa börn verið mjög hrifin af verkum mínum,“ segir Alda. Hún vonar að flugan gleðji gesti verslunarmiðstöðvarinnar um helgina. Myndlistarneminn Alda Ægisdóttir. „Á tímum eins og í dag þar sem margt slæmt er að gerast í heiminum, finnst mér listin gegna mikilvægu hlutverki við að skína ljósi á fallegu og glaðlegu hliðar lífsins. Flugan mín í Kringlunni tilheyrir heimi sem ég hef verið að þróa með innblæstri frá náttúrunni, teiknimyndum og öðrum myndlistarmönnum. Ég fæ mjög mikinn innblástur úr náttúrunni. Ég skoða oft munstur í blómum og laufblöðum þegar ég er að labba. Síðan finnst mér teiknimyndir líka mjög góður efniviður.“ Starfsfólk Kringlunnar aðstoðaði við uppsetningu verksins. „Starfsmennirnir í Kringlunni voru alveg æðislegir og hjálpuðu mér að setja verkið upp. Það var svaka ævintýri að setja þetta upp, við setum verkið upp á lyftu/lyftara sem fór örugglega 6 metra upp í loftið og festum síðan fluguna við víra sem þeir höfðu tengt við loftið. Ég var og er en í mjög miklu spennufalli. Það var alveg mögnuð tilfinning að sjá verkið í Kringlunni.“ Flugan er fjögurra metra löng.Alda Ægisdóttir Alda er spennt að sýna fleiri verk á áberandi stöðum í framtíðinni. „Ég er ekki með neitt planað. Mér finnst svo skemmtilegt þegar myndlist er lifandi partur af umhverfinu. Ég fékk nýlega hugmynd að gera verk sem væri í almenningsgarði, til dæmis Hljómskólagarðinum eða Grasagarðinum. Þá myndi ég vilja búa til einhverskonar plöntuskúlptúra. Næsta verk sem mig langar að búa til er stop-motion videóverk, en ég bjó til svoleiðis verk í fyrra. Það er hægt að sjá meira eftir mig á vefsíðunni minni www.aldaaegisdottir.com.“ Listakonan er einnig með sýningu í Grófinni sem lýkur um helgina. „Ég er með sýningu sem heitir Útópía á Borgarbókasafninu Grófinni með verkum sem tilheyra sömu veröld, en þeirri sýningu lýkur núna á sunnudaginn 23. október. 66°Norður er einnig með nokkra skúlptúra úr þessum heimi í búðargluggunum sínum á Hafnartorginu, en verslunin keypti þessa skúlptúra af mér fyrr í haust.“
Myndlist Kringlan Reykjavík Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira