Skildi ríginn þegar Hörður liðsstjóri mætti með kaffið Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 13:32 Það verða átök í kvöld þegar Hafnarfjarðarliðin mætast í Kaplakrika. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þó að „hatur“ sé sennilega fullsterkt orð þá er grunnt á því góða á milli FH og Hauka sem í kvöld berjast um montréttinn í Olís-deild karla í handbolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Tveir menn sem þekkja vel til rígsins á milli Hafnarfjarðarliðanna ræddu um slaginn í Handkastinu í dag, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ég fattaði hvað þetta skiptir miklu máli þegar Hörður [Davíð Harðarson] liðsstjóri mætti alltaf með kaffi. Haukakaffi í klefann, til að við drykkjum ekki kaffi hjá FH,“ sagði Björgvin Páll sem í dag er markvörður Vals en varði mark Hauka í þrjú tímabil. „Ákveðin typpakeppni“ „Það er skemmtilegur rígur. Hann má alveg vera meiri, það má halda honum meira á lofti og hafa aðeins meiri læti, og vonandi byrjar það upp á nýtt í kvöld. Alvöru læti frá fyrstu mínútu. Það hefur ekki alltaf verið þannig en það var þannig þegar ég var þarna. Þetta er partur af samfélaginu, ákveðin typpakeppni, rautt eða hvítt. Menn þurfa að sýna það innan vallar að þeir séu að berjast fyrir félagið sitt. Félagið FH er í almennri krísu en er að rísa í fótboltanum og ég held að það muni rísa líka í handboltanum á næstu misserum, en það er Haukanna að stoppa það,“ sagði Björgvin. Hægt er að hlusta á Handkastið hér að neðan en umræða um leiki 6. umferðar Olís-deildarinnar hefst eftir 32 mínútur og 40 sekúndur. Ásgeir tók undir það að leikir Hafnarfjarðarliðanna væru ekki eins og aðrir leikir. „Hatur er of sterkt orð en það fer djúpt í taugarnar á Haukamönnum ef að það er tapað, og talað um að Haukar séu verri en FH. Það fer alveg í mínar fínustu. En ég á fullt af frábærum vinum í FH og ætla ekki að hætta að taka í höndina á þeim. En það er eitthvað extra þarna,“ sagði Ásgeir. 6. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld:FH - Haukar kl. 19:30, Kaplakriki.Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.Miðasala í Stubbur App.#handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/QSa4CNPnzd— HSÍ (@HSI_Iceland) October 20, 2022 Segja má að bæði Hafnarfjarðarliðin hafi valdið vissum vonbrigðum það sem af er leiktíð en Haukar eru með 5 stig eftir 5 leiki og FH stigi minna, eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. „Þetta er ákveðinn tímapunktur fyrir bæði lið. Þau eru á stað sem þau vilja ekki vera á í deildinni. Þau vilja vera í toppbaráttunni og þessi leikur sker svolítið úr um það hvort liðanna tekur það skref. Þetta verður þungt tap fyrir liðið sem tapar, og það bætir enn í þetta hatur hvað það er mikið undir,“ sagði Björgvin. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.15. Olís-deild karla FH Haukar Handbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Tveir menn sem þekkja vel til rígsins á milli Hafnarfjarðarliðanna ræddu um slaginn í Handkastinu í dag, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ég fattaði hvað þetta skiptir miklu máli þegar Hörður [Davíð Harðarson] liðsstjóri mætti alltaf með kaffi. Haukakaffi í klefann, til að við drykkjum ekki kaffi hjá FH,“ sagði Björgvin Páll sem í dag er markvörður Vals en varði mark Hauka í þrjú tímabil. „Ákveðin typpakeppni“ „Það er skemmtilegur rígur. Hann má alveg vera meiri, það má halda honum meira á lofti og hafa aðeins meiri læti, og vonandi byrjar það upp á nýtt í kvöld. Alvöru læti frá fyrstu mínútu. Það hefur ekki alltaf verið þannig en það var þannig þegar ég var þarna. Þetta er partur af samfélaginu, ákveðin typpakeppni, rautt eða hvítt. Menn þurfa að sýna það innan vallar að þeir séu að berjast fyrir félagið sitt. Félagið FH er í almennri krísu en er að rísa í fótboltanum og ég held að það muni rísa líka í handboltanum á næstu misserum, en það er Haukanna að stoppa það,“ sagði Björgvin. Hægt er að hlusta á Handkastið hér að neðan en umræða um leiki 6. umferðar Olís-deildarinnar hefst eftir 32 mínútur og 40 sekúndur. Ásgeir tók undir það að leikir Hafnarfjarðarliðanna væru ekki eins og aðrir leikir. „Hatur er of sterkt orð en það fer djúpt í taugarnar á Haukamönnum ef að það er tapað, og talað um að Haukar séu verri en FH. Það fer alveg í mínar fínustu. En ég á fullt af frábærum vinum í FH og ætla ekki að hætta að taka í höndina á þeim. En það er eitthvað extra þarna,“ sagði Ásgeir. 6. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld:FH - Haukar kl. 19:30, Kaplakriki.Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.Miðasala í Stubbur App.#handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/QSa4CNPnzd— HSÍ (@HSI_Iceland) October 20, 2022 Segja má að bæði Hafnarfjarðarliðin hafi valdið vissum vonbrigðum það sem af er leiktíð en Haukar eru með 5 stig eftir 5 leiki og FH stigi minna, eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. „Þetta er ákveðinn tímapunktur fyrir bæði lið. Þau eru á stað sem þau vilja ekki vera á í deildinni. Þau vilja vera í toppbaráttunni og þessi leikur sker svolítið úr um það hvort liðanna tekur það skref. Þetta verður þungt tap fyrir liðið sem tapar, og það bætir enn í þetta hatur hvað það er mikið undir,“ sagði Björgvin. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.15.
Olís-deild karla FH Haukar Handbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira