Skildi ríginn þegar Hörður liðsstjóri mætti með kaffið Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 13:32 Það verða átök í kvöld þegar Hafnarfjarðarliðin mætast í Kaplakrika. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þó að „hatur“ sé sennilega fullsterkt orð þá er grunnt á því góða á milli FH og Hauka sem í kvöld berjast um montréttinn í Olís-deild karla í handbolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Tveir menn sem þekkja vel til rígsins á milli Hafnarfjarðarliðanna ræddu um slaginn í Handkastinu í dag, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ég fattaði hvað þetta skiptir miklu máli þegar Hörður [Davíð Harðarson] liðsstjóri mætti alltaf með kaffi. Haukakaffi í klefann, til að við drykkjum ekki kaffi hjá FH,“ sagði Björgvin Páll sem í dag er markvörður Vals en varði mark Hauka í þrjú tímabil. „Ákveðin typpakeppni“ „Það er skemmtilegur rígur. Hann má alveg vera meiri, það má halda honum meira á lofti og hafa aðeins meiri læti, og vonandi byrjar það upp á nýtt í kvöld. Alvöru læti frá fyrstu mínútu. Það hefur ekki alltaf verið þannig en það var þannig þegar ég var þarna. Þetta er partur af samfélaginu, ákveðin typpakeppni, rautt eða hvítt. Menn þurfa að sýna það innan vallar að þeir séu að berjast fyrir félagið sitt. Félagið FH er í almennri krísu en er að rísa í fótboltanum og ég held að það muni rísa líka í handboltanum á næstu misserum, en það er Haukanna að stoppa það,“ sagði Björgvin. Hægt er að hlusta á Handkastið hér að neðan en umræða um leiki 6. umferðar Olís-deildarinnar hefst eftir 32 mínútur og 40 sekúndur. Ásgeir tók undir það að leikir Hafnarfjarðarliðanna væru ekki eins og aðrir leikir. „Hatur er of sterkt orð en það fer djúpt í taugarnar á Haukamönnum ef að það er tapað, og talað um að Haukar séu verri en FH. Það fer alveg í mínar fínustu. En ég á fullt af frábærum vinum í FH og ætla ekki að hætta að taka í höndina á þeim. En það er eitthvað extra þarna,“ sagði Ásgeir. 6. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld:FH - Haukar kl. 19:30, Kaplakriki.Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.Miðasala í Stubbur App.#handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/QSa4CNPnzd— HSÍ (@HSI_Iceland) October 20, 2022 Segja má að bæði Hafnarfjarðarliðin hafi valdið vissum vonbrigðum það sem af er leiktíð en Haukar eru með 5 stig eftir 5 leiki og FH stigi minna, eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. „Þetta er ákveðinn tímapunktur fyrir bæði lið. Þau eru á stað sem þau vilja ekki vera á í deildinni. Þau vilja vera í toppbaráttunni og þessi leikur sker svolítið úr um það hvort liðanna tekur það skref. Þetta verður þungt tap fyrir liðið sem tapar, og það bætir enn í þetta hatur hvað það er mikið undir,“ sagði Björgvin. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.15. Olís-deild karla FH Haukar Handbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Tveir menn sem þekkja vel til rígsins á milli Hafnarfjarðarliðanna ræddu um slaginn í Handkastinu í dag, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ég fattaði hvað þetta skiptir miklu máli þegar Hörður [Davíð Harðarson] liðsstjóri mætti alltaf með kaffi. Haukakaffi í klefann, til að við drykkjum ekki kaffi hjá FH,“ sagði Björgvin Páll sem í dag er markvörður Vals en varði mark Hauka í þrjú tímabil. „Ákveðin typpakeppni“ „Það er skemmtilegur rígur. Hann má alveg vera meiri, það má halda honum meira á lofti og hafa aðeins meiri læti, og vonandi byrjar það upp á nýtt í kvöld. Alvöru læti frá fyrstu mínútu. Það hefur ekki alltaf verið þannig en það var þannig þegar ég var þarna. Þetta er partur af samfélaginu, ákveðin typpakeppni, rautt eða hvítt. Menn þurfa að sýna það innan vallar að þeir séu að berjast fyrir félagið sitt. Félagið FH er í almennri krísu en er að rísa í fótboltanum og ég held að það muni rísa líka í handboltanum á næstu misserum, en það er Haukanna að stoppa það,“ sagði Björgvin. Hægt er að hlusta á Handkastið hér að neðan en umræða um leiki 6. umferðar Olís-deildarinnar hefst eftir 32 mínútur og 40 sekúndur. Ásgeir tók undir það að leikir Hafnarfjarðarliðanna væru ekki eins og aðrir leikir. „Hatur er of sterkt orð en það fer djúpt í taugarnar á Haukamönnum ef að það er tapað, og talað um að Haukar séu verri en FH. Það fer alveg í mínar fínustu. En ég á fullt af frábærum vinum í FH og ætla ekki að hætta að taka í höndina á þeim. En það er eitthvað extra þarna,“ sagði Ásgeir. 6. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld:FH - Haukar kl. 19:30, Kaplakriki.Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.Miðasala í Stubbur App.#handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/QSa4CNPnzd— HSÍ (@HSI_Iceland) October 20, 2022 Segja má að bæði Hafnarfjarðarliðin hafi valdið vissum vonbrigðum það sem af er leiktíð en Haukar eru með 5 stig eftir 5 leiki og FH stigi minna, eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. „Þetta er ákveðinn tímapunktur fyrir bæði lið. Þau eru á stað sem þau vilja ekki vera á í deildinni. Þau vilja vera í toppbaráttunni og þessi leikur sker svolítið úr um það hvort liðanna tekur það skref. Þetta verður þungt tap fyrir liðið sem tapar, og það bætir enn í þetta hatur hvað það er mikið undir,“ sagði Björgvin. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.15.
Olís-deild karla FH Haukar Handbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira