Skildi ríginn þegar Hörður liðsstjóri mætti með kaffið Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 13:32 Það verða átök í kvöld þegar Hafnarfjarðarliðin mætast í Kaplakrika. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þó að „hatur“ sé sennilega fullsterkt orð þá er grunnt á því góða á milli FH og Hauka sem í kvöld berjast um montréttinn í Olís-deild karla í handbolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Tveir menn sem þekkja vel til rígsins á milli Hafnarfjarðarliðanna ræddu um slaginn í Handkastinu í dag, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ég fattaði hvað þetta skiptir miklu máli þegar Hörður [Davíð Harðarson] liðsstjóri mætti alltaf með kaffi. Haukakaffi í klefann, til að við drykkjum ekki kaffi hjá FH,“ sagði Björgvin Páll sem í dag er markvörður Vals en varði mark Hauka í þrjú tímabil. „Ákveðin typpakeppni“ „Það er skemmtilegur rígur. Hann má alveg vera meiri, það má halda honum meira á lofti og hafa aðeins meiri læti, og vonandi byrjar það upp á nýtt í kvöld. Alvöru læti frá fyrstu mínútu. Það hefur ekki alltaf verið þannig en það var þannig þegar ég var þarna. Þetta er partur af samfélaginu, ákveðin typpakeppni, rautt eða hvítt. Menn þurfa að sýna það innan vallar að þeir séu að berjast fyrir félagið sitt. Félagið FH er í almennri krísu en er að rísa í fótboltanum og ég held að það muni rísa líka í handboltanum á næstu misserum, en það er Haukanna að stoppa það,“ sagði Björgvin. Hægt er að hlusta á Handkastið hér að neðan en umræða um leiki 6. umferðar Olís-deildarinnar hefst eftir 32 mínútur og 40 sekúndur. Ásgeir tók undir það að leikir Hafnarfjarðarliðanna væru ekki eins og aðrir leikir. „Hatur er of sterkt orð en það fer djúpt í taugarnar á Haukamönnum ef að það er tapað, og talað um að Haukar séu verri en FH. Það fer alveg í mínar fínustu. En ég á fullt af frábærum vinum í FH og ætla ekki að hætta að taka í höndina á þeim. En það er eitthvað extra þarna,“ sagði Ásgeir. 6. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld:FH - Haukar kl. 19:30, Kaplakriki.Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.Miðasala í Stubbur App.#handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/QSa4CNPnzd— HSÍ (@HSI_Iceland) October 20, 2022 Segja má að bæði Hafnarfjarðarliðin hafi valdið vissum vonbrigðum það sem af er leiktíð en Haukar eru með 5 stig eftir 5 leiki og FH stigi minna, eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. „Þetta er ákveðinn tímapunktur fyrir bæði lið. Þau eru á stað sem þau vilja ekki vera á í deildinni. Þau vilja vera í toppbaráttunni og þessi leikur sker svolítið úr um það hvort liðanna tekur það skref. Þetta verður þungt tap fyrir liðið sem tapar, og það bætir enn í þetta hatur hvað það er mikið undir,“ sagði Björgvin. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.15. Olís-deild karla FH Haukar Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Tveir menn sem þekkja vel til rígsins á milli Hafnarfjarðarliðanna ræddu um slaginn í Handkastinu í dag, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ég fattaði hvað þetta skiptir miklu máli þegar Hörður [Davíð Harðarson] liðsstjóri mætti alltaf með kaffi. Haukakaffi í klefann, til að við drykkjum ekki kaffi hjá FH,“ sagði Björgvin Páll sem í dag er markvörður Vals en varði mark Hauka í þrjú tímabil. „Ákveðin typpakeppni“ „Það er skemmtilegur rígur. Hann má alveg vera meiri, það má halda honum meira á lofti og hafa aðeins meiri læti, og vonandi byrjar það upp á nýtt í kvöld. Alvöru læti frá fyrstu mínútu. Það hefur ekki alltaf verið þannig en það var þannig þegar ég var þarna. Þetta er partur af samfélaginu, ákveðin typpakeppni, rautt eða hvítt. Menn þurfa að sýna það innan vallar að þeir séu að berjast fyrir félagið sitt. Félagið FH er í almennri krísu en er að rísa í fótboltanum og ég held að það muni rísa líka í handboltanum á næstu misserum, en það er Haukanna að stoppa það,“ sagði Björgvin. Hægt er að hlusta á Handkastið hér að neðan en umræða um leiki 6. umferðar Olís-deildarinnar hefst eftir 32 mínútur og 40 sekúndur. Ásgeir tók undir það að leikir Hafnarfjarðarliðanna væru ekki eins og aðrir leikir. „Hatur er of sterkt orð en það fer djúpt í taugarnar á Haukamönnum ef að það er tapað, og talað um að Haukar séu verri en FH. Það fer alveg í mínar fínustu. En ég á fullt af frábærum vinum í FH og ætla ekki að hætta að taka í höndina á þeim. En það er eitthvað extra þarna,“ sagði Ásgeir. 6. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld:FH - Haukar kl. 19:30, Kaplakriki.Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.Miðasala í Stubbur App.#handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/QSa4CNPnzd— HSÍ (@HSI_Iceland) October 20, 2022 Segja má að bæði Hafnarfjarðarliðin hafi valdið vissum vonbrigðum það sem af er leiktíð en Haukar eru með 5 stig eftir 5 leiki og FH stigi minna, eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. „Þetta er ákveðinn tímapunktur fyrir bæði lið. Þau eru á stað sem þau vilja ekki vera á í deildinni. Þau vilja vera í toppbaráttunni og þessi leikur sker svolítið úr um það hvort liðanna tekur það skref. Þetta verður þungt tap fyrir liðið sem tapar, og það bætir enn í þetta hatur hvað það er mikið undir,“ sagði Björgvin. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.15.
Olís-deild karla FH Haukar Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti