Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 20. október 2022 12:08 Liz Truss hefur ekki átt sjö dagana sæla sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Forsætisráðherratíð hennar virðist heldur ekki ætla að endast mikið lengur en það. AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. Truss ávarpaði fréttamenn eftir fund með áhrifafólki í Íhaldsflokknum fyrir hádegið og greindi frá því að hún hefði tilkynnti Karli þriðja konungi um afsögn sína. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafði kallað eftir afsögn hennar. Hún verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Í örstuttri yfirlýsingu sagði Truss að nýju leiðtogakjöri yrði lokið á næstu vikunni til þess að ríkisstjórnin gæti klárað fjármálaáætlun og tryggt stöðugleika. Hún verði áfram forsætisráðherra á meðan flokkurinn velur eftirmann hennar. Horfa má á stutta yfirlýsingu Truss hér að neðan. Fylgst er með helstu vendingum í Vaktinni neðst í frétitnni. "I cannot deliver the mandate on which I was elected by the Conservative Party"UK Prime Minister Liz Truss resignshttps://t.co/O5kO1WJ4tY pic.twitter.com/Gq6FtOGNIP— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 20, 2022 Lýsti hún því að stjórn hennar hafi sétt sér markmið um lága skatta og hagvöxt til þess að nýta frelsi sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði veitt. Henni væri nú ljóst að hún gæti ekki uppfyllt það umboð sem hún hafi fengið í leiðtogakjöri flokksins í sumar. Truss fundaði nú fyrir hádegið með Graham Brady, formanni svonefndrar 1922 nefndar Íhaldsflokksins. Í nefndinni eiga sæti almennir þingmenn Íhaldsflokksins. Horfa má á beina útsendingu Sky News hér að neðan. Auk Truss og Brady sátu þau Jake Berry, formaður Íhaldsflokksins, og Theres Coffey, varaforsætisráðherra, fundinn samkvæmt breskum fjölmiðlum. Heimildarmaður BBC hélt því fram að það hafi verið Truss sem boðaði til fundarins til þess að taka púlsinn á stemmingunni í flokknum. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins er ekki hægt að greiða atkvæði um vantraust á leiðtoga fyrsta árið sem hann situr í embættinu en hægt er að breyta þeim reglum. Innan við tveggja mánaða löng forsætisráðherratíð Truss hefur verið stormasöm. Stjórn hennar var gerð afturreka með fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir stórfelldum skattalækkunum sem endaði með því að Truss lét fjármálaráðherrann var taka poka sinn. Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér eftir að hún varð uppvís að því að senda tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Í gær logaði svo allt stafnanna á milli innan þingflokksins þegar taki átti frumvarp um bergbrot til umræðu en atkvæðagreiðsla um það virðist hafa þróast út að verða að einhvers konar traustsyfirlýsingu á Truss. Leiðtogar þingflokksins hótuðu að segja af sér og frásagnir voru um að þingmenn hafi lent saman.
Truss ávarpaði fréttamenn eftir fund með áhrifafólki í Íhaldsflokknum fyrir hádegið og greindi frá því að hún hefði tilkynnti Karli þriðja konungi um afsögn sína. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafði kallað eftir afsögn hennar. Hún verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Í örstuttri yfirlýsingu sagði Truss að nýju leiðtogakjöri yrði lokið á næstu vikunni til þess að ríkisstjórnin gæti klárað fjármálaáætlun og tryggt stöðugleika. Hún verði áfram forsætisráðherra á meðan flokkurinn velur eftirmann hennar. Horfa má á stutta yfirlýsingu Truss hér að neðan. Fylgst er með helstu vendingum í Vaktinni neðst í frétitnni. "I cannot deliver the mandate on which I was elected by the Conservative Party"UK Prime Minister Liz Truss resignshttps://t.co/O5kO1WJ4tY pic.twitter.com/Gq6FtOGNIP— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 20, 2022 Lýsti hún því að stjórn hennar hafi sétt sér markmið um lága skatta og hagvöxt til þess að nýta frelsi sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði veitt. Henni væri nú ljóst að hún gæti ekki uppfyllt það umboð sem hún hafi fengið í leiðtogakjöri flokksins í sumar. Truss fundaði nú fyrir hádegið með Graham Brady, formanni svonefndrar 1922 nefndar Íhaldsflokksins. Í nefndinni eiga sæti almennir þingmenn Íhaldsflokksins. Horfa má á beina útsendingu Sky News hér að neðan. Auk Truss og Brady sátu þau Jake Berry, formaður Íhaldsflokksins, og Theres Coffey, varaforsætisráðherra, fundinn samkvæmt breskum fjölmiðlum. Heimildarmaður BBC hélt því fram að það hafi verið Truss sem boðaði til fundarins til þess að taka púlsinn á stemmingunni í flokknum. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins er ekki hægt að greiða atkvæði um vantraust á leiðtoga fyrsta árið sem hann situr í embættinu en hægt er að breyta þeim reglum. Innan við tveggja mánaða löng forsætisráðherratíð Truss hefur verið stormasöm. Stjórn hennar var gerð afturreka með fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir stórfelldum skattalækkunum sem endaði með því að Truss lét fjármálaráðherrann var taka poka sinn. Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér eftir að hún varð uppvís að því að senda tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Í gær logaði svo allt stafnanna á milli innan þingflokksins þegar taki átti frumvarp um bergbrot til umræðu en atkvæðagreiðsla um það virðist hafa þróast út að verða að einhvers konar traustsyfirlýsingu á Truss. Leiðtogar þingflokksins hótuðu að segja af sér og frásagnir voru um að þingmenn hafi lent saman.
Bretland Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira