Finnlandsforseti segir innrás Rússa vandamálið en ekki aðild Finnlands að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2022 19:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fræðir Sauli Niinistö forseta Finnlands um Bessastaði og nágrenni. Vísir/Vilhelm Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Það geri innrás þeirra í Úkraínu hins vegar. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag. Sauli Niinistö forseti Finnlands og eiginkona hans Jenni Haukio komu til Bessastaða í morgun þar sem íslensku forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku á móti þeim á hlaðinu ásamt krökkum úr Álftanessskóla. Lúðrasveit verkalýðsins lék þjóðsöngva landanna. Forsetar Íslands og Finnlands heilsa upp á unga nemendur í Álftanesskóla sem fögnuðu forsetunum með þjóðfánum ríkjana við Bessastaði í dag.Vísir/Vilhelm Áður en forsetarnir gengu inn í Bessastaðastofu til skrafs og ráðagerða heilsuðu þeir upp á forseta Alþingis, ráðherra í ríkisstjórn Íslands og starfsfólk forsetaskrifstofunnar. Guðni sagði heimsóknina styrkja samband þjóðanna sem alla tíð hefði verið gott og undirstrika náin vinskap Norðurlandaþjóðanna. Íslendingar styddu heilshugar aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu á þeim krefjandi tímum sem nú ríktu og væru framundan. Forsetarnir Guðni Th. Jóhannesson og Sauli Niinistö með eiginkonum sínum Jenni Haukio og Elizu Reid við upphaf ríkisheimsóknar finnsku forsetahjónanna til Íslands í morgun.Vísir/Vilhelm „Eftir því sem við sýnum hvert öðru meiri samstöðu og stuðning þeim mun betur getum við stutt aðra, eins og Úkraínumenn," sagði Guðni á stuttum fundi forsetanna með fréttamönnum í dag. Finnar hafa í áratugi leikið mikla jafnvægislist í samskiptum sínum fyrst við Sovétríkin og síðar Rússland. Niinistö segir aðildarumsókn og seinna aðild Finna að NATO ekki skapa hindranir í samskiptum við Rússa. „Það gerir hegðun Rússa í Úkraínu. Að þeir réðust á og reyndu að leggja undir sig fullvalda ríki sem er vandamálið, ekki aðild Finnlands að NATO," sagði Niinistö. Sauli Niinistö forseti Finnlands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræddu stuttlega við finnska og íslenska fréttamenn að loknum fundi sínum. Þeir ætla upp á Langjökul á morgun til að skoða áhrif loftslagsbreytinganna á jökla.Vísir/Vilhelm Að loknum fundi forsetanna á Bessastöðum hélt Finnlandsforseti og fylgdarlið hans á Alþingi og átti fund með Birgi Ármannssyni forseta þingsins. Eftir það tók finnski forseti göngutúr frá Alþingishúsinu meðfram Tjörninni að Ráðherrabústaðnum. Þar bauð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetanum og fylgdarliði hans ásamt íslensku forsetahjónunum í hádegisverð. Aðildarumsók Finna og Svía að NOTO hefur örugglega verið þar til umræðu. Guðni kynnti Niinestö fyrir forseta Alþingis, ráðherrum og starfsfólki forsetaembættisins fyrir utan Bessastaði í morgun.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir unnið að því innan NATO að Ungverjar og Tyrkir samþykki eins og allar hinar aðildarþjóðirnar umsókn Finna og Svía að bandalaginu. „Það samtal er í gangi. Ísland ákvað auðvitað að fara strax í þetta verkefni. Það gerðum við einmitt vegna okkar nánu tengsla við Svíþjóð og Finnland og vegna þess að þetta er þessi lýðræðislega ákvörðun sem þessi ríki taka," sagði Katrín Jakobsdóttir. Finnland Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. 19. október 2022 09:10 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32 Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. 5. júlí 2022 11:09 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Sauli Niinistö forseti Finnlands og eiginkona hans Jenni Haukio komu til Bessastaða í morgun þar sem íslensku forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku á móti þeim á hlaðinu ásamt krökkum úr Álftanessskóla. Lúðrasveit verkalýðsins lék þjóðsöngva landanna. Forsetar Íslands og Finnlands heilsa upp á unga nemendur í Álftanesskóla sem fögnuðu forsetunum með þjóðfánum ríkjana við Bessastaði í dag.Vísir/Vilhelm Áður en forsetarnir gengu inn í Bessastaðastofu til skrafs og ráðagerða heilsuðu þeir upp á forseta Alþingis, ráðherra í ríkisstjórn Íslands og starfsfólk forsetaskrifstofunnar. Guðni sagði heimsóknina styrkja samband þjóðanna sem alla tíð hefði verið gott og undirstrika náin vinskap Norðurlandaþjóðanna. Íslendingar styddu heilshugar aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu á þeim krefjandi tímum sem nú ríktu og væru framundan. Forsetarnir Guðni Th. Jóhannesson og Sauli Niinistö með eiginkonum sínum Jenni Haukio og Elizu Reid við upphaf ríkisheimsóknar finnsku forsetahjónanna til Íslands í morgun.Vísir/Vilhelm „Eftir því sem við sýnum hvert öðru meiri samstöðu og stuðning þeim mun betur getum við stutt aðra, eins og Úkraínumenn," sagði Guðni á stuttum fundi forsetanna með fréttamönnum í dag. Finnar hafa í áratugi leikið mikla jafnvægislist í samskiptum sínum fyrst við Sovétríkin og síðar Rússland. Niinistö segir aðildarumsókn og seinna aðild Finna að NATO ekki skapa hindranir í samskiptum við Rússa. „Það gerir hegðun Rússa í Úkraínu. Að þeir réðust á og reyndu að leggja undir sig fullvalda ríki sem er vandamálið, ekki aðild Finnlands að NATO," sagði Niinistö. Sauli Niinistö forseti Finnlands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræddu stuttlega við finnska og íslenska fréttamenn að loknum fundi sínum. Þeir ætla upp á Langjökul á morgun til að skoða áhrif loftslagsbreytinganna á jökla.Vísir/Vilhelm Að loknum fundi forsetanna á Bessastöðum hélt Finnlandsforseti og fylgdarlið hans á Alþingi og átti fund með Birgi Ármannssyni forseta þingsins. Eftir það tók finnski forseti göngutúr frá Alþingishúsinu meðfram Tjörninni að Ráðherrabústaðnum. Þar bauð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetanum og fylgdarliði hans ásamt íslensku forsetahjónunum í hádegisverð. Aðildarumsók Finna og Svía að NOTO hefur örugglega verið þar til umræðu. Guðni kynnti Niinestö fyrir forseta Alþingis, ráðherrum og starfsfólki forsetaembættisins fyrir utan Bessastaði í morgun.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir unnið að því innan NATO að Ungverjar og Tyrkir samþykki eins og allar hinar aðildarþjóðirnar umsókn Finna og Svía að bandalaginu. „Það samtal er í gangi. Ísland ákvað auðvitað að fara strax í þetta verkefni. Það gerðum við einmitt vegna okkar nánu tengsla við Svíþjóð og Finnland og vegna þess að þetta er þessi lýðræðislega ákvörðun sem þessi ríki taka," sagði Katrín Jakobsdóttir.
Finnland Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. 19. október 2022 09:10 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32 Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. 5. júlí 2022 11:09 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. 19. október 2022 09:10
Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32
Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. 5. júlí 2022 11:09
Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19