Íslenska þjóðin getur ekki átt fiskveiðiheimildir að mati Viðskiptaráðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 11:04 Loðnuveiðar. Vísir/Sigurjón Viðskiptaráð Íslands telur að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umsögn ráðsins við þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, um að ráðherra verði falið að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kjarninn greindi frá efni umsagnarinnar í gær. Í þingsályktunartillögu Hönnu Katrína er lagt til að lagt verði fram frumvarp sem feli í sér afnám á varanlegum rétti til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar. Lagt er til að það verði gert með fyrningu heildaraflahlutdeildar, jafnt í öllum tegundum, um fimm prósent á ári og sölu sömu hlutdeildar á opnum uppboðsmarkaði. Við sölu verði gerðir nýtingarsamningar við handhafa aflaheimilda sem kveði á um nýtingarrétt til tuttugu ára. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartillögu.Vísir/Vilhelm Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að ein rök með áðurnefndum breytingum sé að með þeim verði lagalegri óvissu um kvótakerfið eytt. Óvissan felst í því að með kvótakerfinu telji ýmsir fræðimenn að veiðiheimildir sem því fylgja njóti eignaréttarverndar stjórnarskrár. Á sama tíma kveði hins vegar lög um stjórn fiskveiða á um að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarétt. Óheppilegt ósamræmi Í umsögn Viðskiptaráðs, þar sem lagst er gegn þingsályktunartillögunni, er tekið undir að óheppilegt sé að ósamræmis gæti á milli almennra laga og stjórnarskrár. Þó telur ráðið að umrædd óvissa sem getið er í greinargerðinni sé ofmetin. Flest rök hnígi til þess að aflaheimildir teljist til eignaréttinda. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands er skrifaður fyrir umsögninni.Vísir/Vilhelm Kemur fram í umsögninni að umrætt ákvæði um þjóðareign á umræddum nytjastofnun sé fyrst og fremst ætlað að tryggja fullveldisrétt íslenska ríkisins til að ákveða með lögum nýtingu á auðlindum í efnahagslögsögunni. Ákvæðið myndi ekki eiginlegan eignarétt þjóðarinnar „Í íslenskum rétti er enda ekki gert ráð fyrir því að þjóðin sem slík geti átt eignir. Yfirlýsing í lögum um þjóðareign hefur þannig ekki beina þýðingu í eignarréttarlegu tilliti. Aftur á móti getur ríkið eða stofnanir þess notið eignarréttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess,“ segir í umsögninni. Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umsögn ráðsins við þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, um að ráðherra verði falið að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kjarninn greindi frá efni umsagnarinnar í gær. Í þingsályktunartillögu Hönnu Katrína er lagt til að lagt verði fram frumvarp sem feli í sér afnám á varanlegum rétti til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar. Lagt er til að það verði gert með fyrningu heildaraflahlutdeildar, jafnt í öllum tegundum, um fimm prósent á ári og sölu sömu hlutdeildar á opnum uppboðsmarkaði. Við sölu verði gerðir nýtingarsamningar við handhafa aflaheimilda sem kveði á um nýtingarrétt til tuttugu ára. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartillögu.Vísir/Vilhelm Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að ein rök með áðurnefndum breytingum sé að með þeim verði lagalegri óvissu um kvótakerfið eytt. Óvissan felst í því að með kvótakerfinu telji ýmsir fræðimenn að veiðiheimildir sem því fylgja njóti eignaréttarverndar stjórnarskrár. Á sama tíma kveði hins vegar lög um stjórn fiskveiða á um að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarétt. Óheppilegt ósamræmi Í umsögn Viðskiptaráðs, þar sem lagst er gegn þingsályktunartillögunni, er tekið undir að óheppilegt sé að ósamræmis gæti á milli almennra laga og stjórnarskrár. Þó telur ráðið að umrædd óvissa sem getið er í greinargerðinni sé ofmetin. Flest rök hnígi til þess að aflaheimildir teljist til eignaréttinda. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands er skrifaður fyrir umsögninni.Vísir/Vilhelm Kemur fram í umsögninni að umrætt ákvæði um þjóðareign á umræddum nytjastofnun sé fyrst og fremst ætlað að tryggja fullveldisrétt íslenska ríkisins til að ákveða með lögum nýtingu á auðlindum í efnahagslögsögunni. Ákvæðið myndi ekki eiginlegan eignarétt þjóðarinnar „Í íslenskum rétti er enda ekki gert ráð fyrir því að þjóðin sem slík geti átt eignir. Yfirlýsing í lögum um þjóðareign hefur þannig ekki beina þýðingu í eignarréttarlegu tilliti. Aftur á móti getur ríkið eða stofnanir þess notið eignarréttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess,“ segir í umsögninni.
Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira