Borgir vatns- og rafmagnslausar eftir árásir Rússa Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. október 2022 10:34 Nokkrir hafa látist í árásum Rússa á síðustu dögum en fjórir létust til að mynda í árás í Kænugarði í gær. AP/Yevhenii Zavhorodnii Íbúar úkraínsku borgarinnar Zhytomyr voru án rafmagns og vatns í morgun eftir flugskeytaárásir Rússa á orkuinnviði en við borgina eru herstöðvar í um 140 kílómetra fjarlægð frá Kænugarði, sem einnig var skotið á. Fleiri borgir í Úkraínu urðu sömuleiðis fyrir árásum í morgunsárið. Aukinn þungi virðist vera að færast í árásir Rússa en þeir beita nú einnig svokölluðum sjálfsmorðsdrónum, sem lenda á skotmörkum og springa, en Úkraínumenn segja Rússa fá þá frá Íran. Síðastliðna viku hafi ríflega hundruð drónar lent á ýmsum skotmörkum í Úkraínu, þar á meðal íbúðahús. Einn slíkur var notaður í árás á innviðasvæði í Saporítsja, sem Rússar innlimuðu í síðasta mánuði. Slíkir drónar voru sömuleiðis notaðir í Kænugarði á mánudag og létust til að mynda fjórir þegar dróni lenti á fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Þá voru S-300 flugskeyti notuð í suðurhluta landsins í Míkólaív en einn lést og fannst lík hans í rústum tveggja hæða byggingar í borginni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að Rússar væru að nota sjálfsmorðsdróna þar sem þeir væru að tapa stríðinu. Vond staða fyrir veturinn Að því er kemur fram í frétt AP virðast árásirnar vera hluti af tilraun Rússa til að reka Úkraínumenn út í kuldann fyrir veturinn en í austurhluta landsins, þar sem árásir hafa verið linnulausar síðustu mánuði, hefur hitinn farið undir frostmark. Í Kharkív hafa íbúar verið án gas, vatns og rafmagns í um þrjár vikur eftir árásir Rússa og er staðan þannig víðar. Yfirvöld á svæðum þar sem Úkraína er enn með stjórn á Donetsk svæðinu hafa hvatt íbúa til að yfirgefa svæðið þar sem gas og vatn verður líklegast ekki komið aftur á fyrir veturinn. Þrettán látnir eftir brotlendingu rússneskrar þotu Minnst þrettán létust, þar á meðal þrjú börn, þegar rússnesk orrustuþota lenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í gær. Þrír létust þegar þeir hoppuðu fram af níu hæða húsinu eftir að miklir eldar kviknuðu. Ríflega fimm hundruð íbúar voru fluttir frá borginni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur verið látinn vita af málinu að sögn rússneskra yfirvalda og sent ráðherra ásamt ríkisstjórum að staðnum. Þetta er tíunda skráða tilfellið þar sem rússnesk orrustuþota brotlendir utan átaka frá því að stríðið hófst fyrir tæplega átta mánuðum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Aukinn þungi virðist vera að færast í árásir Rússa en þeir beita nú einnig svokölluðum sjálfsmorðsdrónum, sem lenda á skotmörkum og springa, en Úkraínumenn segja Rússa fá þá frá Íran. Síðastliðna viku hafi ríflega hundruð drónar lent á ýmsum skotmörkum í Úkraínu, þar á meðal íbúðahús. Einn slíkur var notaður í árás á innviðasvæði í Saporítsja, sem Rússar innlimuðu í síðasta mánuði. Slíkir drónar voru sömuleiðis notaðir í Kænugarði á mánudag og létust til að mynda fjórir þegar dróni lenti á fjögurra hæða fjölbýlishúsi. Þá voru S-300 flugskeyti notuð í suðurhluta landsins í Míkólaív en einn lést og fannst lík hans í rústum tveggja hæða byggingar í borginni. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að Rússar væru að nota sjálfsmorðsdróna þar sem þeir væru að tapa stríðinu. Vond staða fyrir veturinn Að því er kemur fram í frétt AP virðast árásirnar vera hluti af tilraun Rússa til að reka Úkraínumenn út í kuldann fyrir veturinn en í austurhluta landsins, þar sem árásir hafa verið linnulausar síðustu mánuði, hefur hitinn farið undir frostmark. Í Kharkív hafa íbúar verið án gas, vatns og rafmagns í um þrjár vikur eftir árásir Rússa og er staðan þannig víðar. Yfirvöld á svæðum þar sem Úkraína er enn með stjórn á Donetsk svæðinu hafa hvatt íbúa til að yfirgefa svæðið þar sem gas og vatn verður líklegast ekki komið aftur á fyrir veturinn. Þrettán látnir eftir brotlendingu rússneskrar þotu Minnst þrettán létust, þar á meðal þrjú börn, þegar rússnesk orrustuþota lenti á fjölbýlishúsi í borginni Yeysk í suðurhluta Rússlands í gær. Þrír létust þegar þeir hoppuðu fram af níu hæða húsinu eftir að miklir eldar kviknuðu. Ríflega fimm hundruð íbúar voru fluttir frá borginni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur verið látinn vita af málinu að sögn rússneskra yfirvalda og sent ráðherra ásamt ríkisstjórum að staðnum. Þetta er tíunda skráða tilfellið þar sem rússnesk orrustuþota brotlendir utan átaka frá því að stríðið hófst fyrir tæplega átta mánuðum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08 Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56 Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30 Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. 18. október 2022 08:08
Ungt par meðal látnu í Kænugarði Að minnsta kosti þrír létu lífið og þrír særðust í drónaárásum Rússa á Kænugarð í morgun. Nítján var bjargað úr rústum íbúðabyggingar en björgunaraðgerðir standa yfir. Fleiri árásir áttu sér stað í Úkraínu í morgun en heildarfjöldi látinna liggur ekki fyrir. 17. október 2022 11:56
Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. 17. október 2022 06:30
Skotárás innan rússneskra herbúða sögð hafa hafist vegna deilna um trú Ellefu eru sagðir látnir á þjálfunarsvæði rússneska hersins í borginni Belgorod við úkraínsk landamæri eftir að tveir hermenn í þjálfun hafi skotið aðra á svæðinu. Mennirnir sem hófu árásina hafi verið skotnir á vettvangi. 16. október 2022 16:24
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20