Handbolti

Einar Rafn bæði marka­hæstur og stoð­sendinga­hæstur í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Rafn Eiðsson í leik með KA-liðinu á móti Val.
Einar Rafn Eiðsson í leik með KA-liðinu á móti Val. Vísir/Diego

KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson hefur farið mikinn það sem af er Olís deild karla í handbolta því hann er bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í deildinni eftir fimm umferðir þegar er litið er á meðaltal í leik.

Einar Rafn hefur skorað 8,0 mörk að meðaltali í leik og að auki gefið 5,4 stoðsendingar að meðaltali. Hann er því að koma með beinum hætti að 13,4 mörkum KA-liðsins í hverjum leik.

Forskot Einars er þó ekki mikið því hann hefur skoraði einu marki meira en Eyjamaðurinn Rúnar Kárason sem er með 7,8 mörk að meðaltali.

Einar Rafn hefur gefið einni stoðsendingu minna í heildina en Valsmaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson er sá hefur spilað sex leiki þar sem einn leikur Valsmanna var færður fram vegna Evrópukeppninnar.

Næstur á eftir Einari í stoðsendingum hvað varðar meðaltali er Eyjamaðurinn Elmar Erlingsson sem er með 5,2 stoðsendingar í leik. Benedikt er fjórði með 4,7 stoðsendingar í leik en á undan honum er Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson með 4,8 í leik.

Vísir/Diego

Flest mörk að meðaltali í Olís deild karla:

Einar Rafn Eiðsson, KA 8,0

Rúnar Kárason, ÍBV 7,8

Einar Sverrisson, Selfossi 7,5

Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum 7,0

Viktor Sigurðsson, ÍR 6,8

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Fram 6,5

Blær Hinriksson, Aftureldingu 6,4

Dagur Gautason, KA 6,0

Elmar Erlingsson, ÍBV 5,8

Ásbjörn Friðriksson, FH 5,4

Theis Koch Sondergard, Gróttu 5,4

Flestar stoðsendingar að meðaltali í Olís deild karla:

Einar Rafn Eiðsson, KA 5,4

Elmar Erlingsson, ÍBV 5,2

Dagur Arnarsson, ÍBV 4,8

Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 4,7

Blær Hinriksson, Aftureldingu 4,4

Rúnar Kárason, ÍBV 3,6

Ásbjörn Friðriksson, FH 3,6

Dagur Sverrir Kristjánsson, ÍR 3,2

Pétur Árni Hauksson, Stjörnunni 3,2

Hergeir Grímsson, Stjörnunni 3,2

Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni 3,0

Einar Örn Sindrason, FH 3,0

Flest mörk+stoðsendingar að meðaltali í Olís deild karla:

Einar Rafn Eiðsson, KA 13,4

Rúnar Kárason, ÍBV 11,4

Elmar Erlingsson, ÍBV 11,0

Blær Hinriksson, Aftureldingu 10,8

Viktor Sigurðsson, ÍR 9,4

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, Fram 9,3

Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum 9,2

Einar Sverrisson, Selfossi 9,0

Ásbjörn Friðriksson, FH 9,0

Benedikt Gunnar Óskarsson, Val 9,0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×