Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Árni Sæberg skrifar 17. október 2022 23:49 James Corden fær aldrei að borða á Balthazar aftur. Dave J Hogan/Getty Images Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. „James Corden er gríðarlega hæfileikaríkur grínisti, en pínulítið gerpi,“ segir Keith McNally, goðsögn í veitingabransa New York og eigandi Balthazar, í langri færslu á Instagram. Hann segir Corden vera þann viðskiptavin sem komið hefur verst fram við starfsfólk veitingahússins. View this post on Instagram A post shared by Keith McNally (@keithmcnallynyc) Hann segist ekki oft hafa meinað fólki að koma aftur á veitingastaði sína en það hafi hann gert í dag, sér til lítillar ánægju. Hann deilir tveimur sögum af hegðun Cordens og segir hann hafa hegðað sér með sambærilegum hætti oftar. „Færðu okkur annan umgang samstundis“ Í fyrsta lagi deilir hann sögu af því þegar Corden sagðist hafa fundið hár í matnum sínum, eftir að hafa borðað allan aðalréttinn. Slíka hegðun segir McNally djöfullega en allt of algenga. „Færðu okkur annan umgang á stundinni. Og ég ætla ekki að greiða fyrir neina drykki sem við höfum drukkið nú þegar. Annars skrifa ég andstyggilega umfjöllun um staðinn á netinu,“ hefur McNally eftir Corden. Þá segir hann framkomu grínistans gagnvart yfirmanni á Balthazar hafa verið einstaklega illkvitna. „Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ Þá segir McNally að Corden hafi komið á Balthazar nýverið ásamt eiginkonu sinni. Eiginkona hans hafi pantað eggjaböku án eggjahvítu ásamt salati. Þegar hann hafi fundið örðu af eggjahvítu í bökunni hafi hann heimtað að fá nýja. Starfsfólk Balthazar varð við beiðninni en gerði þau hræðilegu mistök að framreiða bökuna með frönskum í stað salats. „Þið eruð vanhæf í starfi. Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ á Corden þá að hafa öskrað á starfsfólkið. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
„James Corden er gríðarlega hæfileikaríkur grínisti, en pínulítið gerpi,“ segir Keith McNally, goðsögn í veitingabransa New York og eigandi Balthazar, í langri færslu á Instagram. Hann segir Corden vera þann viðskiptavin sem komið hefur verst fram við starfsfólk veitingahússins. View this post on Instagram A post shared by Keith McNally (@keithmcnallynyc) Hann segist ekki oft hafa meinað fólki að koma aftur á veitingastaði sína en það hafi hann gert í dag, sér til lítillar ánægju. Hann deilir tveimur sögum af hegðun Cordens og segir hann hafa hegðað sér með sambærilegum hætti oftar. „Færðu okkur annan umgang samstundis“ Í fyrsta lagi deilir hann sögu af því þegar Corden sagðist hafa fundið hár í matnum sínum, eftir að hafa borðað allan aðalréttinn. Slíka hegðun segir McNally djöfullega en allt of algenga. „Færðu okkur annan umgang á stundinni. Og ég ætla ekki að greiða fyrir neina drykki sem við höfum drukkið nú þegar. Annars skrifa ég andstyggilega umfjöllun um staðinn á netinu,“ hefur McNally eftir Corden. Þá segir hann framkomu grínistans gagnvart yfirmanni á Balthazar hafa verið einstaklega illkvitna. „Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ Þá segir McNally að Corden hafi komið á Balthazar nýverið ásamt eiginkonu sinni. Eiginkona hans hafi pantað eggjaböku án eggjahvítu ásamt salati. Þegar hann hafi fundið örðu af eggjahvítu í bökunni hafi hann heimtað að fá nýja. Starfsfólk Balthazar varð við beiðninni en gerði þau hræðilegu mistök að framreiða bökuna með frönskum í stað salats. „Þið eruð vanhæf í starfi. Á ég ekki bara að koma inn í eldhús og elda eggjabökuna sjálfur?“ á Corden þá að hafa öskrað á starfsfólkið.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira