Föst í jeppling í á þriðja sólarhring á jeppaslóða á Vestfjörðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 09:56 Mynd frá verkefni Dagrenningar í september síðastliðnum. Dagrenning Tveir Íslendingar um þrítugt voru kaldir og nokkuð skelkaðir þegar björgunarsveitarfólk frá Dagrenningu á Hólmavík keyrði fram á jeppling þeirra á jeppaslóða á Kollafjarðarheiði. Þeirra hafði verið saknað í á þriðja sólarhring. Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað. Ekki hafði heyrst frá því síðan síðdegis á föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lá fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Kollafjarðarheiði er vegur F66, jeppaslóði sem er aðeins fær á sumrin.Vísir/Hjalti Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Björgunarsveitir sendar á sumarslóða Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Það var svo rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi sem björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík tilkynnti að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Skynsamlegt að halda kyrru fyrir „Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Úlfar Örn Hjartarson, varaformaður Dagrenningar, segir jepplingur fólksins hafi verið fastur á heiðinni. Tveir Íslendingar í kringum þrítugt hafi verið um borð. Ástand þeirra hafi verið tiltölulega gott að öðru leyti en því að fólkið hafi verið nokkuð skelkað og kalt. Kollafjarðarheiði liggur frá Kollafirði í Barðastrandarsýslu yfir á Ísafjörð í Djúpinu, vegur F66. Um er að ræða jeppaslóða sem aðeins er fær á sumrin. Úlfar Örn segir alltaf mjög góða tilfinningu þegar verkefni á borð við þetta endi vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að fimm hefðu verið í bílnum. Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit. Strandabyggð Björgunarsveitir Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað. Ekki hafði heyrst frá því síðan síðdegis á föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lá fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Kollafjarðarheiði er vegur F66, jeppaslóði sem er aðeins fær á sumrin.Vísir/Hjalti Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Björgunarsveitir sendar á sumarslóða Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Það var svo rétt fyrir klukkan 21 í gærkvöldi sem björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík tilkynnti að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Skynsamlegt að halda kyrru fyrir „Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni,“ segir í tilkynningu lögreglu. Úlfar Örn Hjartarson, varaformaður Dagrenningar, segir jepplingur fólksins hafi verið fastur á heiðinni. Tveir Íslendingar í kringum þrítugt hafi verið um borð. Ástand þeirra hafi verið tiltölulega gott að öðru leyti en því að fólkið hafi verið nokkuð skelkað og kalt. Kollafjarðarheiði liggur frá Kollafirði í Barðastrandarsýslu yfir á Ísafjörð í Djúpinu, vegur F66. Um er að ræða jeppaslóða sem aðeins er fær á sumrin. Úlfar Örn segir alltaf mjög góða tilfinningu þegar verkefni á borð við þetta endi vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að fimm hefðu verið í bílnum. Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit.
Tilkynning lögreglu Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær, sunnudag tilkynning um að fólk á leið frá Reykjavík til norðanverðra Vestfjarða hefði ekki skilað sér á áfangastað og ekki hefði heyrst frá því síðan síðdegis sl. föstudag. Var það þá á leið vestur en ekki lág fyrir hvar fólkið var þá statt á leiðinni. Þar sem svo langur tími var liðinn frá því síðast heyrðist af fólkinu og ekkert til þess spurst síðan, var hafist handa við að nálgast upplýsingar um það svæði sem líklegast mátti telja fólkið á þegar það var síðast í símasambandi. Í framhaldi af því var áhersla lögð á að leita fólksins í nágrenni þjóðvegarins á svæðinu frá Bjarkalundi að Flókalundi, en einnig á Dynjandisheiði, sem og Þorskafjarðaheiði og Kollafjarðarheiði. Björgunarsveitir frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri og Hólmavík voru kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA. Lögreglumenn frá Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði tóku einnig þátt í leitinni. Rétt fyrir kl. 21. í gærkvöldi tilkynnti björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík að hún hefði fundið fólkið í bifreið sinni á Kollafjarðarheiði, heilt á húfi. Fólkinu var komið niður af heiðinni og til læknisskoðunar á Hólmavík. Mjög slæmt veður var á vettvangi um helgina og ekkert farsímasamband. Miðað við aðstæður gerði fólkið það eina rétta í stöðunni, að fara ekki úr bifreiðinni. Það má sterklega telja það meginástæðu þess að málið fór eins vel og raun bara vitni. Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka björgunarsveitum á svæðinu og Landhelgisgæslunni fyrir þeirra mikilvægu verk í þessari leit.
Strandabyggð Björgunarsveitir Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira