Lífið

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frances og Guy sjá fyrir sér að setjas hér að í náinni framtíð. 
Frances og Guy sjá fyrir sér að setjas hér að í náinni framtíð. 

Haldið var áfram að fjalla um byggingu á heljarinnar sumarhúsi í Gulla byggi á Stöð 2 í gærkvöldi. Erlend hjón festu kaup á lítilli jörð á Snæfellsnesi á sínum tíma.

Upphaflega stóð til að byggja lítið krúttlegt sumarhús en fljótlega fór þetta verkefni að vinda upp á sig og það ekkert smá.

Reisa átti húsið rétt fyrir utan Stykkishólm og er útsýnið á svæðinu lygilegt og yfir Breiðafjörðinn. Húsið er 270 fermetrar að stærð og byggt á steyptum súlum og klætt að utan með timbri og áli.

Húsið er nokkuð flókið í framkvæmd eins og farið er yfir í þættinum en umfjöllun um húsið hefur verið í tveimur hlutum. Húsið er á steyptum súlum og því í smá hæð, til að útsýnið verði enn betra.

Verkefnið er ekki yfirstaðið og þegar þættinum lauk í gærkvöldi var þónokkur vinna eftir. En það má með sanni segja að um sé að ræða eitt allra glæsilegasta sumarhús landsins eins og sjá má hér að neðan.

Hjónin Frances McLeod og Guy McLeod eru eigendur hússins og vildu þau finna stað hér á landi sem væru um það bil tveimur klukkustundum frá Reykjavík og á afskekktum stað. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins þar sem áhorfendur fengu að kynnast þeim hjónum en nokkuð ljóst er að kostnaður við verkið hleypur á nokkrum hundruð milljónum króna.

Klippa: Eitt glæsilegasta sumarhús landsins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.