Innlent

Veiran náði Birni Inga á endanum

Árni Sæberg skrifar
„Björn Ingi heiti ég, frá Viljanum,“ sagði Björn Ingi frá Viljanum iðullega þegar hann tók til máls á upplýsingafundum um faraldur kórónuveirunnar.
„Björn Ingi heiti ég, frá Viljanum,“ sagði Björn Ingi frá Viljanum iðullega þegar hann tók til máls á upplýsingafundum um faraldur kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Björn Ingi Hrafnsson hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn.

„Haldiði ekki bara að ég hafi nælt mér í covid. Hélt að þessi veira myndi alveg sleppa mér,“ sagði Björn Ingi á Facebook fyrr í kvöld. 

Hann vakti mikla athygli þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst og var ávallt mættur á upplýsingafundi um faraldurinn til þess að spyrja þríeykið svokallaða spjörunum úr. Það gerði hann fyrir Viljann, sem hann ritstýrir.

Þá skrifaði Björn Ingi bókina Vörn gegn veiru um faraldurinn.

Nú hefur veiran náð í skottið á Birni Inga og mun hann skríða undir sæng og ferðast innanhúss næstu daga, líkt og hann kemst sjálfur að orði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×