Körfubolti

Stór­sigur Stjörnunnar á Akur­eyri | KR lagði KR b

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson spilaði með KR b gegn KR í kvöld.
Brynjar Þór Björnsson spilaði með KR b gegn KR í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Þrír leikir fóru fram í VÍS bikar karla í körfubolta í dag. Stjarnan vann 29 stiga sigur á Þór Akureyri, í Vesturbænum mættust KR og KR b þar sem KR hafði betur. Þá vann

Stjarnan var í heimsókn á Akureyri og var leikurinn í raun aldrei spennandi, lokatölur 74-115 og Garðbæingar því komnir áfram í næstu umferð. Friðrik Anton Jónsson var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 22 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Í liði Þórs var Tarojae Ali-Paishe Brake stigahæstur með 28 stig.

KR b mætti með nokkuð sterkt lið til leiks gegn KR en í liðinu mátti til að mynda finna Brynjar Þór Björnsson, Matthías Orra Sigurðsson, Finn Atla Magnússon, Sigurð Orra Kristjánsson, gamla brýnið Pálma Frey Sigurgeirsson og Ellert Arnarsson en sá er formaður körfuknattleiksdeildar félagsins.

Þrátt fyrir ógnarsterkan leikmannahóp þá hafði vann lið KR nokkuð sannfærandi sigur, lokatölur 95-67 aðalliði félagsins í vil. Roberts Freimanis var stigahæstur í liði KR með 23 stig en hann tók einnig 10 fráköst. Þar á eftir kom Hallgrímur Árni Þrastarson með 16 stig.

Finnur Atli var atkvæðamestur hjá KR b með 15 stig. Þar á eftir kom Brynjar Þór með 10 stig á meðan Pálmi Freyr skoraði níu stig og tók átta fráköst. Matthías Orri skoraði svo fjögur stig og gaf fimm stoðsendingar.

Á Egilstöðum vann Höttur góðan þriggja stiga sigur á Þór Þorlákshöfn, lokatölur 78-75 í æsispennandi leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokin. Matej Karlovic og Timothy Guers voru stigahæstir í liði Hattar með 16 stig hvor.

Styrmir Snær Þrastarson skoraði 23 stig í liði Þórs en það dugði ekki að þessu sinni og Höttur farið áfram í næstu umferð bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×