Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2022 23:01 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. „Já já, það er mitt mat að hingað séu að koma í sjálfu sér of margir, vegna þess að það bara sést á tölunum. Við erum með hlutfallslega langfjölmennasta hópinn ef við miðum við íbúafjölda. Þegar kemur að ákveðnum hópum frá ákveðnum löndum erum við jafnvel að skora miklu hærra í hausafjölda heldur en til dæmis nágrannaþjóðir,“ sagði Jón Gunarsson á Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þegar hann var inntur eftir svörum um hvort það væri hans mat að landamæri Íslands væru of opin og hingað kæmi of mikið af flóttafólki. Á föstudag sagðist Jón telja nauðsynlegt að koma á fót einhverskonar búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna hér á landi, áður en þeim yrði vísað úr landi. Sagðist hann telja að yfirvöld hefðu misst stjórn á stöðunni og að þau réðu ekki við þann fjölda fólks sem hingað kemur. Í samtali við RÚV á föstudag sagðist Jón þó ekki kannast við hugmyndir um að komið yrði upp flóttamannabúðum hér á landi. Heldur væri um að ræða móttökubúðir fyrir flóttafólk. Sagði hann það skyldu stjórnvalda að vera með lokað búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem synjað er um hæli hér á landi, þar sem ferðafrelsi þess væri takmarkað. Sagður beita hræðsluáróðri Hugmyndir Jóns hafa mætt nokkurri gagnrýni, en meðal þeirra sem telja ekki endilega þörf á slíku úrræði er Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur, sérfræðingur í málefnum flóttafólks og starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Grundvallarhugmyndafræði sem býr þarna að baki snýr að því að við erum þá farin að frelsissvipta fólk sem er hvorki grunað um afbrot, né hefur framið afbrot, og það er auðvitað umræða sem þarf að taka áður en farið er út í þetta,“ sagði Guðríður í samtali við Vísi fyrr í dag. Þar að auki sagðist hún telja að ráðherra væri með orðræðu sinni að ýta markvisst undir ótta við útlendinga og flóttamenn. Íslendingar hafi hingað til verið afar jákvæðir gagnvart fólki á flótta og Ísland heilt yfir staðið sig vel í móttöku þess. „En ég hef bara töluverðar áhyggjur af því að það breytist mjög hratt núna þegar að ráðamenn tala svona, og þá er líka bara erfitt að snúa þeirri þróun til baka,“ sagði Guðríður. Vill stíga fast til jarðar Jón segir það hins vegar af og frá að um hræðsluáróður af hans hálfu sé að ræða. „Ég geri mikinn greinarmun á því sem í daglegu tali er kallað skipulögð glæpastarfsemi og innflytjendamálum, eða flótamannamálum.“ Þrátt fyrir það segir hann lögregluyfirvöld hafa áhyggjur af því að skipulögð glæpasamtök nýti sér „ástandið í flóttamannavandanum.“ „Það eru fjölmörg dæmi um það. Við sjáum til að mynda fréttir af því núna hvernig sótt er að úkraínskum konum sem eru á flótta,“ segir Jón. Tengsl séu á milli málaflokkanna, þar sem glæpamenn reyni að nýta sér veika stöðu fólks á flótta. Ábendingar hafi borist frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað til lands liggi straumur fólks sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þarna þurfum við að stíga fast til jarðar, við þurfum að taka þetta alvarlega, og þegar talað er um að þetta sé allt saman einhver hræðsluáróður og það sé verið að nýta sér stöðuna. Ég segi bara að við verðum að segja fólkinu í landinu sannleikann í þessum málum. Það er ekkert annað sem ég er að gera. Ég er bara að draga hér upp staðreyndir sem liggja hér fyrir,“ sagði Jón. Viðtalið við Jón á Sprengisandi í heild sinni má finna hér að neðan. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
„Já já, það er mitt mat að hingað séu að koma í sjálfu sér of margir, vegna þess að það bara sést á tölunum. Við erum með hlutfallslega langfjölmennasta hópinn ef við miðum við íbúafjölda. Þegar kemur að ákveðnum hópum frá ákveðnum löndum erum við jafnvel að skora miklu hærra í hausafjölda heldur en til dæmis nágrannaþjóðir,“ sagði Jón Gunarsson á Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þegar hann var inntur eftir svörum um hvort það væri hans mat að landamæri Íslands væru of opin og hingað kæmi of mikið af flóttafólki. Á föstudag sagðist Jón telja nauðsynlegt að koma á fót einhverskonar búsetuúrræði svo takmarka megi för flóttamanna hér á landi, áður en þeim yrði vísað úr landi. Sagðist hann telja að yfirvöld hefðu misst stjórn á stöðunni og að þau réðu ekki við þann fjölda fólks sem hingað kemur. Í samtali við RÚV á föstudag sagðist Jón þó ekki kannast við hugmyndir um að komið yrði upp flóttamannabúðum hér á landi. Heldur væri um að ræða móttökubúðir fyrir flóttafólk. Sagði hann það skyldu stjórnvalda að vera með lokað búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem synjað er um hæli hér á landi, þar sem ferðafrelsi þess væri takmarkað. Sagður beita hræðsluáróðri Hugmyndir Jóns hafa mætt nokkurri gagnrýni, en meðal þeirra sem telja ekki endilega þörf á slíku úrræði er Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur, sérfræðingur í málefnum flóttafólks og starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Grundvallarhugmyndafræði sem býr þarna að baki snýr að því að við erum þá farin að frelsissvipta fólk sem er hvorki grunað um afbrot, né hefur framið afbrot, og það er auðvitað umræða sem þarf að taka áður en farið er út í þetta,“ sagði Guðríður í samtali við Vísi fyrr í dag. Þar að auki sagðist hún telja að ráðherra væri með orðræðu sinni að ýta markvisst undir ótta við útlendinga og flóttamenn. Íslendingar hafi hingað til verið afar jákvæðir gagnvart fólki á flótta og Ísland heilt yfir staðið sig vel í móttöku þess. „En ég hef bara töluverðar áhyggjur af því að það breytist mjög hratt núna þegar að ráðamenn tala svona, og þá er líka bara erfitt að snúa þeirri þróun til baka,“ sagði Guðríður. Vill stíga fast til jarðar Jón segir það hins vegar af og frá að um hræðsluáróður af hans hálfu sé að ræða. „Ég geri mikinn greinarmun á því sem í daglegu tali er kallað skipulögð glæpastarfsemi og innflytjendamálum, eða flótamannamálum.“ Þrátt fyrir það segir hann lögregluyfirvöld hafa áhyggjur af því að skipulögð glæpasamtök nýti sér „ástandið í flóttamannavandanum.“ „Það eru fjölmörg dæmi um það. Við sjáum til að mynda fréttir af því núna hvernig sótt er að úkraínskum konum sem eru á flótta,“ segir Jón. Tengsl séu á milli málaflokkanna, þar sem glæpamenn reyni að nýta sér veika stöðu fólks á flótta. Ábendingar hafi borist frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað til lands liggi straumur fólks sem tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þarna þurfum við að stíga fast til jarðar, við þurfum að taka þetta alvarlega, og þegar talað er um að þetta sé allt saman einhver hræðsluáróður og það sé verið að nýta sér stöðuna. Ég segi bara að við verðum að segja fólkinu í landinu sannleikann í þessum málum. Það er ekkert annað sem ég er að gera. Ég er bara að draga hér upp staðreyndir sem liggja hér fyrir,“ sagði Jón. Viðtalið við Jón á Sprengisandi í heild sinni má finna hér að neðan.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira