Um fjölmiðla og einkamál Soffía Þorsteinsdóttir skrifar 16. október 2022 18:01 Fyrir viku (9. október) sendi ég, ásamt föður mínum og eiginkonu hans, yfirlýsingu á fjölmiðla í kjölfar þess að systir mín hafði afhent þeim dagbók látinnar móður minnar sem hún hafði skrifað fyrir 52 árum. Þetta gerði systir okkar án samráðs við okkur og í mikilli óþökk. Þegar ég vann á dagblaði á Englandi fyrirmargt löngu síðan, fór allt í uppnám í fréttaherberginu þegar “copy/paste” virkaði ekki einn daginn og engar fréttir hægt sð setja í blaðið! Þetta þótti mjög fyndið og eftir það var fréttaherbergið kallað “copy/paste”. Eitthvað virðist hafa klikkað hjá copy/paste miðlunum á Íslandi í flestum ef ekki öllum fréttum sem byggðar voru á dagbók móður minnar. Fyrst er þó að nefna að Stundin ákvað að birta hálfrar aldar einkadagbækur móður minnar án þess að biðja um viðeigandi leyfi eða álit annara aðstandenda. Einkadagbækur eiga ekki erindi til neins nema þess sem þær skrifar. Ég velti því fyrir hvað Persónuvernd segi við þessu? Og ekki gátu þessar miðlar náð niður á blað einföldustu staðreyndum: Í einni greininni er ég gift stjúpu minni, þar næst heiti ég Sólveig, svo er mamma komin með nýtt eftirnafn. Ein greinin fer svo rangt með yfirlýsingu okkar pabba og gengur svo langt að saka okkur um lygi í yfirlýsingunni, sem er auðvitað ekki, heldur eru þeir að setja útá þeirra eigin rangmæli. Einnig var skrifað einhverstaðar að yfirlýsing okkar pabba hafi verið skrifuð í kaffihittingi með Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem er ekki rétt, því augljóslega var ég ekki viðstödd þann hitting, þar sem ég var ekki stödd á landinu. Engin rannsókn hefur verið lögð í málið, fyrir utan það að Stundin gróf upp einhvern mætingalista frá Hagaskóla sem sannar ekkert annað en að mamma hafi jú gengið í Hagaskóla og mætt í þær kennslustundir sem hún skráði í dagbækur sínar. Var einhver efi á því? Hvar er nú rannsóknarblaðamennskan? Enginn þessara fjölmiðla hefur haft samband við mig um þetta eða leitast eftir álitum, skoðunum né leyfum frá neinum nema systur minni sem afhenti miðlunum dagbókina án nokkurs samráðs við okkur hin. Heimildir eru einungis hafðar frá einni manneskju. Hefur einhver haft fyrir því að rannsaka hennar bakgrunn? Hún lætur í ljós í þeim viðtölum sem henni hafa boðist að hún hafi verið mikil mömmustelpa, hetjan sem talar máli látinnar móður sinnar og birtir eldgamlar myndir af sér og mömmu sinni. Mætti kannski rifja upp minningargreinina sem hún skrifaði ástúðlega um mömmu sína sem hún elskaði svo heitt? Æji úps! Það er engin minningargrein… Ég velti því fyrir mér hvernig er komið fyrir fjölmiðlum á Íslandi. Hvernig á almenningur að treysta því sem þeir birta í sínum blöðum (um hvaðeina) þegar það er ljóst bara í þessu einstaka máli að þeir geta ekki einu sinni náð nöfnum rétt, hvað þá virt þá gullnu blaðamannareglu að það eru tvær hliðar á öllum málum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir viku (9. október) sendi ég, ásamt föður mínum og eiginkonu hans, yfirlýsingu á fjölmiðla í kjölfar þess að systir mín hafði afhent þeim dagbók látinnar móður minnar sem hún hafði skrifað fyrir 52 árum. Þetta gerði systir okkar án samráðs við okkur og í mikilli óþökk. Þegar ég vann á dagblaði á Englandi fyrirmargt löngu síðan, fór allt í uppnám í fréttaherberginu þegar “copy/paste” virkaði ekki einn daginn og engar fréttir hægt sð setja í blaðið! Þetta þótti mjög fyndið og eftir það var fréttaherbergið kallað “copy/paste”. Eitthvað virðist hafa klikkað hjá copy/paste miðlunum á Íslandi í flestum ef ekki öllum fréttum sem byggðar voru á dagbók móður minnar. Fyrst er þó að nefna að Stundin ákvað að birta hálfrar aldar einkadagbækur móður minnar án þess að biðja um viðeigandi leyfi eða álit annara aðstandenda. Einkadagbækur eiga ekki erindi til neins nema þess sem þær skrifar. Ég velti því fyrir hvað Persónuvernd segi við þessu? Og ekki gátu þessar miðlar náð niður á blað einföldustu staðreyndum: Í einni greininni er ég gift stjúpu minni, þar næst heiti ég Sólveig, svo er mamma komin með nýtt eftirnafn. Ein greinin fer svo rangt með yfirlýsingu okkar pabba og gengur svo langt að saka okkur um lygi í yfirlýsingunni, sem er auðvitað ekki, heldur eru þeir að setja útá þeirra eigin rangmæli. Einnig var skrifað einhverstaðar að yfirlýsing okkar pabba hafi verið skrifuð í kaffihittingi með Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem er ekki rétt, því augljóslega var ég ekki viðstödd þann hitting, þar sem ég var ekki stödd á landinu. Engin rannsókn hefur verið lögð í málið, fyrir utan það að Stundin gróf upp einhvern mætingalista frá Hagaskóla sem sannar ekkert annað en að mamma hafi jú gengið í Hagaskóla og mætt í þær kennslustundir sem hún skráði í dagbækur sínar. Var einhver efi á því? Hvar er nú rannsóknarblaðamennskan? Enginn þessara fjölmiðla hefur haft samband við mig um þetta eða leitast eftir álitum, skoðunum né leyfum frá neinum nema systur minni sem afhenti miðlunum dagbókina án nokkurs samráðs við okkur hin. Heimildir eru einungis hafðar frá einni manneskju. Hefur einhver haft fyrir því að rannsaka hennar bakgrunn? Hún lætur í ljós í þeim viðtölum sem henni hafa boðist að hún hafi verið mikil mömmustelpa, hetjan sem talar máli látinnar móður sinnar og birtir eldgamlar myndir af sér og mömmu sinni. Mætti kannski rifja upp minningargreinina sem hún skrifaði ástúðlega um mömmu sína sem hún elskaði svo heitt? Æji úps! Það er engin minningargrein… Ég velti því fyrir mér hvernig er komið fyrir fjölmiðlum á Íslandi. Hvernig á almenningur að treysta því sem þeir birta í sínum blöðum (um hvaðeina) þegar það er ljóst bara í þessu einstaka máli að þeir geta ekki einu sinni náð nöfnum rétt, hvað þá virt þá gullnu blaðamannareglu að það eru tvær hliðar á öllum málum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun