Carragher: Liverpool þarf að stöðva De Bruyne frekar en Haaland Atli Arason skrifar 16. október 2022 12:01 Jamie Carragher, sparkspekingur hjá Sky Sports. Getty Images Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool, telur að sínir fyrrum liðsfélagar þurfa að leggja meiri áherslu á að stöðva Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, frekar en samherja De Bruyne og markahæsta leikmann úrvalsdeildarinnar, Erling Haaland. „Það eru þessir tveir leikmenn, Haaland og De Bruyne, sem eru saman eins og einn leikmaður í pakkadíll. Ef þú stöðvar De Bruyne þá dregurðu úr u.þ.b. 50 prósent af því sem Haaland gerir. Tengingin sem þessir tveir leikmann hafa er ótrúleg. Fyrir mér er Kevin De Bruyne besti miðjumaður í heimi. Ég myndi frekar leggja áherslu á að stöðva De Bruyne en Haaland í þessum leik,“ svaraði Carragher í hlaðvarpi Sky Sports, aðspurður hvernig Liverpool ætti að stöðva Manchester City. „Liverpool ætti ekki að leggjast niður, það er ekki þeirra stíll. Liverpool er á heimavelli og ætti að nota stuðningin úr stúkunni sér í hag, vera árásargjarnir og reyna að gera þetta eins erfitt fyrir Manchester City og hægt er. Ég hef fulla trú á því að Liverpool geti unnið þennan leik,“ bætti Carragher við. De Bruyne er nú þegar kominn með níu stoðsendingar í deildinni til þessa, meira en helmingi meira en næstu menn, Bukayo Saka og Bernardo Silva sem hafa lagt upp fjögur mörk hingað til. „Það hjálpar Haaland vissulega mikið að skora mörk þegar hann er mögulega með besta sendingarmann sem enska deildin hefur nokkurn tímann séð í sínu liði. Ef Haaland væri að spila fyrir Liverpool núna þá væri enginn möguleiki að hann væri búinn að skora jafn mörg mörk þar sem Liverpool er ekki með sömu gæði á miðjunni,“ sagði Carragher áður en hann bætti við. „Haaland hefur verið óstöðvandi í úrvalsdeildinni en hann þarf aðstoð og augljóslega er enginn betri í því en Kevin De Bruyne.“ Stórleikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 15.30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
„Það eru þessir tveir leikmenn, Haaland og De Bruyne, sem eru saman eins og einn leikmaður í pakkadíll. Ef þú stöðvar De Bruyne þá dregurðu úr u.þ.b. 50 prósent af því sem Haaland gerir. Tengingin sem þessir tveir leikmann hafa er ótrúleg. Fyrir mér er Kevin De Bruyne besti miðjumaður í heimi. Ég myndi frekar leggja áherslu á að stöðva De Bruyne en Haaland í þessum leik,“ svaraði Carragher í hlaðvarpi Sky Sports, aðspurður hvernig Liverpool ætti að stöðva Manchester City. „Liverpool ætti ekki að leggjast niður, það er ekki þeirra stíll. Liverpool er á heimavelli og ætti að nota stuðningin úr stúkunni sér í hag, vera árásargjarnir og reyna að gera þetta eins erfitt fyrir Manchester City og hægt er. Ég hef fulla trú á því að Liverpool geti unnið þennan leik,“ bætti Carragher við. De Bruyne er nú þegar kominn með níu stoðsendingar í deildinni til þessa, meira en helmingi meira en næstu menn, Bukayo Saka og Bernardo Silva sem hafa lagt upp fjögur mörk hingað til. „Það hjálpar Haaland vissulega mikið að skora mörk þegar hann er mögulega með besta sendingarmann sem enska deildin hefur nokkurn tímann séð í sínu liði. Ef Haaland væri að spila fyrir Liverpool núna þá væri enginn möguleiki að hann væri búinn að skora jafn mörg mörk þar sem Liverpool er ekki með sömu gæði á miðjunni,“ sagði Carragher áður en hann bætti við. „Haaland hefur verið óstöðvandi í úrvalsdeildinni en hann þarf aðstoð og augljóslega er enginn betri í því en Kevin De Bruyne.“ Stórleikur Liverpool og Manchester City hefst klukkan 15.30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira