Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2022 13:05 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem spurði “Af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli” ? Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn. Fjörugur umræður sköpuðust í pallborði á Degi landbúnaðarins, sem haldin var á föstudaginn þar sem nokkrir spekingar sátu fyrir svörum og vörpuðu boltanum til hvors annars í umræðum um stöðu íslensks landbúnaðar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtanna var til dæmis spurður hvaða hindranirnar væru fyrir íslenska landbúnaðinn til þess að hann geti hlaupið hraðar og ná markmiðum sínum? Gunnar sagði að skipulagslög landsins væru orðin mjög íþyngjandi og sagði svo: “Ég held að það sé 600 metra radíus lands, sem þarf að vera til þess að reisa kjúklingabú eða svínabú. Nú erum menn að berjast hér upp á Kjalarnesi að halda áfram starfsemi en nú eru bara allir uppfullir af því að það má alls ekki vera skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Ég segi bara, sveitarsamfélag eins og Ísland, af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli? Í alvöru, ég held að við séum búin að týna okkur í einhverju gullhúðuðu regluverki dauðans, sem engin getur uppfyllt því miður,” sagði Gunnar. Þeir sem tóku þátt í pallborðinu á Degi íslensks landbúnaðarMagnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra var einn af þeim, sem sat í pallborðinu. Hann var duglegur að hrósa íslenskum bændum. “Mér finnst allt vera að vinna með íslenskum landbúnaði en mér finnst við ekki vera að nýta tækifærin. Við búum svo vel Íslendingar að við vitum hvaðan maturinn kemur. Við getum farið út í búð og séð það, erum við að gera eitthvað með þetta?,” spurði Guðlaugur Þór og hélt áfram. “Hver fékk þá hugmynd að það ætti að keppa í verðum á milli kjúklinga og sauðfés, þ.e. lambakjöt. Hver fékk þá hugmynd?.” Að lokum sagði Guðlaugur Þór þetta við bændur á Degi landbúnaðarins: “Mín skilaboð eru bara einföld og ég hef bara mikla ástríðu fyrir því. Gleymið því ekki að þið eruð rosalega góð, þið getið borið höfuðið rosalega hátt og við erum mjög stolt af ykkur og við getum verið það Íslendingar.” Guðlaugur Þór flutti ávarp á Degi landbúnaðarins og var duglegur að hrósa íslenskum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landbúnaður Golf Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Fjörugur umræður sköpuðust í pallborði á Degi landbúnaðarins, sem haldin var á föstudaginn þar sem nokkrir spekingar sátu fyrir svörum og vörpuðu boltanum til hvors annars í umræðum um stöðu íslensks landbúnaðar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtanna var til dæmis spurður hvaða hindranirnar væru fyrir íslenska landbúnaðinn til þess að hann geti hlaupið hraðar og ná markmiðum sínum? Gunnar sagði að skipulagslög landsins væru orðin mjög íþyngjandi og sagði svo: “Ég held að það sé 600 metra radíus lands, sem þarf að vera til þess að reisa kjúklingabú eða svínabú. Nú erum menn að berjast hér upp á Kjalarnesi að halda áfram starfsemi en nú eru bara allir uppfullir af því að það má alls ekki vera skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Ég segi bara, sveitarsamfélag eins og Ísland, af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli? Í alvöru, ég held að við séum búin að týna okkur í einhverju gullhúðuðu regluverki dauðans, sem engin getur uppfyllt því miður,” sagði Gunnar. Þeir sem tóku þátt í pallborðinu á Degi íslensks landbúnaðarMagnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra var einn af þeim, sem sat í pallborðinu. Hann var duglegur að hrósa íslenskum bændum. “Mér finnst allt vera að vinna með íslenskum landbúnaði en mér finnst við ekki vera að nýta tækifærin. Við búum svo vel Íslendingar að við vitum hvaðan maturinn kemur. Við getum farið út í búð og séð það, erum við að gera eitthvað með þetta?,” spurði Guðlaugur Þór og hélt áfram. “Hver fékk þá hugmynd að það ætti að keppa í verðum á milli kjúklinga og sauðfés, þ.e. lambakjöt. Hver fékk þá hugmynd?.” Að lokum sagði Guðlaugur Þór þetta við bændur á Degi landbúnaðarins: “Mín skilaboð eru bara einföld og ég hef bara mikla ástríðu fyrir því. Gleymið því ekki að þið eruð rosalega góð, þið getið borið höfuðið rosalega hátt og við erum mjög stolt af ykkur og við getum verið það Íslendingar.” Guðlaugur Þór flutti ávarp á Degi landbúnaðarins og var duglegur að hrósa íslenskum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landbúnaður Golf Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira