Klopp: Besta liðið í heimi fékk besta framherjann á markaðinum Atli Arason skrifar 16. október 2022 08:00 Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að ekkert félag geti ekki keppst við Manchester City og tvö önnur lið þegar það kemur að því að styrkja leikmannahóp sinn. „Þið spyrjið spurninga sem þið vitið nú þegar svarið við. Við [Liverpool] getum ekki hegðað okkur eins og þeir [Manchester City]. Það er bara ekki hægt, alls ekki hægt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í aðdraganda stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City. „Það getur enginn keppt við City. Besta lið í heimi bætti við sig besta framherja á markaðinum, sama hvað það kostaði,“ sagði Klopp en Erling Haaland gekk til liðs við Manchester City í sumar. Félagaskipti Haaland kosta City alls 85,5 milljónir punda þegar gjöld til umboðsmanna og annar kostnaður við félagaskiptin eru tekinn inn í reikninginn. Er það svipuð upphæð og Liverpool borgaði í sumar fyrir Darwin Nunez sem kom til félagsins frá Benfica á 85 milljónir punda. Tekið skal þó fram að launagreiðslur leikmannanna eru ekki með í þessum útreikningi í boði Sky Sports. „Það eru þrjú lið í þessum leik sem geta gert það sem þau vilja fjárhagslega. Það er fullkomlega löglegt en þau geta samt gert allt sem þau vilja,“ bætti Klopp við. Þar á hann sennilega við Manchester City, Paris Saint-Germain og Newcastle, sem eru öll í eigu auðmanna frá mið-austurlöndum. „Ég heyrði talað um Newcastle um daginn, að enginn takmörk væru á því hversu langt félagið gæti náð. Það er alveg hárrétt og ég óska þeim til hamingju með það. Það eru hins vegar önnur félög sem hafa takmörk,“ sagði Klopp. „Þessi lið geta bætt við leikmönnum eins og þeim sýnist. Við þurfum svo að keppast við þau og það er alls ekkert vandamál fyrir mig persónulega. Það er opnað á þessa umræðu ítrekað og leitast eftir viðbrögðum mínum við þessu þegar allir vita svörin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við blaðamenn bresku pressunnar. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Þið spyrjið spurninga sem þið vitið nú þegar svarið við. Við [Liverpool] getum ekki hegðað okkur eins og þeir [Manchester City]. Það er bara ekki hægt, alls ekki hægt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í aðdraganda stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni þegar Liverpool tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City. „Það getur enginn keppt við City. Besta lið í heimi bætti við sig besta framherja á markaðinum, sama hvað það kostaði,“ sagði Klopp en Erling Haaland gekk til liðs við Manchester City í sumar. Félagaskipti Haaland kosta City alls 85,5 milljónir punda þegar gjöld til umboðsmanna og annar kostnaður við félagaskiptin eru tekinn inn í reikninginn. Er það svipuð upphæð og Liverpool borgaði í sumar fyrir Darwin Nunez sem kom til félagsins frá Benfica á 85 milljónir punda. Tekið skal þó fram að launagreiðslur leikmannanna eru ekki með í þessum útreikningi í boði Sky Sports. „Það eru þrjú lið í þessum leik sem geta gert það sem þau vilja fjárhagslega. Það er fullkomlega löglegt en þau geta samt gert allt sem þau vilja,“ bætti Klopp við. Þar á hann sennilega við Manchester City, Paris Saint-Germain og Newcastle, sem eru öll í eigu auðmanna frá mið-austurlöndum. „Ég heyrði talað um Newcastle um daginn, að enginn takmörk væru á því hversu langt félagið gæti náð. Það er alveg hárrétt og ég óska þeim til hamingju með það. Það eru hins vegar önnur félög sem hafa takmörk,“ sagði Klopp. „Þessi lið geta bætt við leikmönnum eins og þeim sýnist. Við þurfum svo að keppast við þau og það er alls ekkert vandamál fyrir mig persónulega. Það er opnað á þessa umræðu ítrekað og leitast eftir viðbrögðum mínum við þessu þegar allir vita svörin,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við blaðamenn bresku pressunnar.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira