Stjörnukokkurinn Heston Blumenthal fékk sína verstu máltíð á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2022 23:30 Heston Blumenthal er einn þekktasti kokkur Breta. Getty/Stuart C. Wilson Breski sjónvarpskokkurinn Heston Blumenthal átti eina verstu matarupplifun sína á Íslandi þegar hann lagði sér kæsta skötu til munns. Er þetta eina skiptið sem líkami hans hafnaði máltíð með svo afgerandi hætti að hún staldraði stutt við. Þetta kemur fram í viðtali við stjörnukokkinn í breska miðlinum The Guardian í dag. Blumenthal hefur komið að gerð fjölda matreiðsluþátta í Bretlandi og hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar eldunaraðferðir, bragðsamsetningar og svokallaða fjölskynjunarmatargerð. Í viðtalinu er kokkurinn meðal annars spurður að því hvort það sé einhver matur sem hann þoli ekki. Þar stendur ekki á svörum. „Eini maturinn sem ég man eftir að hafi gert það að verkum að hálsinn sagði restinni af líkama mínum að fara til fjandans fékk ég á fiskveiðibát á Íslandi. Þar fékk ég kæsta skötu sem er gerjuð skata. Ég held að þau hafi áður migið á hana en grafi hana núna til að ná fram ammoníakinu.“ Hrifnari af íslenska þorskinum Kokkurinn tekur fram að skatan hafi litið út fyrir að vera fullkomlega elduð og að eldri kynslóðin á Íslandi telji kæsta skötu vera hið mesta lostæti. „En ég reyndi að kyngja henni og hálsinn á mér slöngvaði fisknum beinustu leið út úr munninum á mér. Líkami minn eða maginn tilkynnti: „Nei, þú færð ekki að koma hér inn fyrir.““ Blumenthal mærði íslenskan þorsk í auglýsingu fyrir bresku verslunarkeðjuna Waitrose árið 2011. Þar er hvergi minnst á skötuna góðu sem hefur ekki komist á lista yfir helstu útflutningsvörur Íslands. Matur Bretland Íslandsvinir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við stjörnukokkinn í breska miðlinum The Guardian í dag. Blumenthal hefur komið að gerð fjölda matreiðsluþátta í Bretlandi og hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar eldunaraðferðir, bragðsamsetningar og svokallaða fjölskynjunarmatargerð. Í viðtalinu er kokkurinn meðal annars spurður að því hvort það sé einhver matur sem hann þoli ekki. Þar stendur ekki á svörum. „Eini maturinn sem ég man eftir að hafi gert það að verkum að hálsinn sagði restinni af líkama mínum að fara til fjandans fékk ég á fiskveiðibát á Íslandi. Þar fékk ég kæsta skötu sem er gerjuð skata. Ég held að þau hafi áður migið á hana en grafi hana núna til að ná fram ammoníakinu.“ Hrifnari af íslenska þorskinum Kokkurinn tekur fram að skatan hafi litið út fyrir að vera fullkomlega elduð og að eldri kynslóðin á Íslandi telji kæsta skötu vera hið mesta lostæti. „En ég reyndi að kyngja henni og hálsinn á mér slöngvaði fisknum beinustu leið út úr munninum á mér. Líkami minn eða maginn tilkynnti: „Nei, þú færð ekki að koma hér inn fyrir.““ Blumenthal mærði íslenskan þorsk í auglýsingu fyrir bresku verslunarkeðjuna Waitrose árið 2011. Þar er hvergi minnst á skötuna góðu sem hefur ekki komist á lista yfir helstu útflutningsvörur Íslands.
Matur Bretland Íslandsvinir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira