Innlent

Eldsvoði við Grandagarð í nótt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá eldsvoðanum í nótt.
Frá eldsvoðanum í nótt. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Eldur kviknaði í bakhúsi við Grandagarð í nótt. Mikill eldur og reykur var á svæðinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ná tökum á honum.

Slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldur færi í nærliggjandi byggingar en bakhúsið sjálft er ónýtt eftir brunann. Slökkviliðsmenn voru í tvo tíma að störfum. Fjórir dælubílar og átján menn tóku þátt í verkefninu.

Í gær kom upp eldur í íbúð við Lómasali í Kópavogi þar sem hafði kviknað í dóti sem lagt var á eldavél. Töluvert tjón varð af eldi, sóti og reyk.

Síðastliðinn sólarhring hafa sjúkrabílar á höfuðborgarsvæðinu farið í 120 sjúkraflutningaverkefni, þar af 38 í forgangi. Dælubílar fóru í alls þrjú verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×