Fáir sækja um auglýstar stöður á meðan verkefnin hrúgast upp Snorri Másson skrifar 14. október 2022 17:09 Efla verkfræðistofa er ein stærsta verkfræðistofa landsins með um 50 ára sögu. Efla Aldrei hefur verið jafnerfitt að ráða fólk til starfa og nú að sögn talsmanna í atvinnulífi. Stjórnarformaður hjá verkfræðistofu segir verkefnin hlaðast upp án þess að starfsfólk sé fyrir hendi til að vinna þau. Atvinnuleysi nemur 2,8 prósentum og er orðið á við það sem var árið 2018. Það er vinnuaflsskortur á Íslandi. Það eru aðeins um 5.400 atvinnulausir, sem eru um 2,8% af vinnumarkaði. Til samanburðar nam atvinnuleysi um 12 prósentum í mars á þessu ári. Reynir Sævarsson, byggingaverkfræðingur og stjórnarformaður EFLU.Aðsend mynd Stjórnendur eru víða í standandi vandræðum með að finna starfsfólk. Meira en helmingur fyrirtækja glímir beinlínis við skort á starfsfólki. Verkfræðistofan EFLA er eitt þeirra; Reynir Sævarsson, stjórnarformaður stofunnar, segir að það gangi illa að fá fólk til starfa og að fáar umsóknir berist í kjölfar auglýsinga. „Við heyrum það frá kollegum okkar að það er sama ástand hjá öðrum verkfræðistofum og meira að segja ef við berum bækur okkar saman við kollega okkar á Norðurlöndum, þá er þetta alveg það sama. Það er mikill skortur á fólki,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Það eru uppsöfnuð verkefni eftir heimsfaraldur, mikið að gera í orkuskiptum og það bara bætist og bætist á. Reynir segist heyra það á mannauðsfólki í verkfræðigeiranum að víða séu komin upp vandamál tengd álagi. „Það er bara svolítið eins og maður getur ímyndað að þetta hafi verið á spítölunum hérna þegar mest gekk á. Við eigum að reyna að sinna öllum okkar viðskiptavinum og reyna að standa við tímasetningar sem við höfum lofað fyrir löngu, þannig að það er mjög mikið álag í mörgum deildum margra fyrirtækjanna. Og fólk er bara orðið mjög þreytt,“ segir Reynir. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem fyrirséð er að bætist við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund koma að utan. Flest verður þetta verkafólk en líka sérfræðingar. Ríkisstjórnin kynnti nýverið sérstakar aðgerðir til að auðvelda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga. Umhverfið til þess arna hefur verið sagt of þungt í vöfum en nú á það að batna. Þó er það svo að þegar er töluvert gert af því að ráða erlenda sérfræðinga að sögn Reynis. „Við erum farin að merkja það og höfum verið að ráða inn fólk sem ekki talar íslensku. Það er fljótt að hafa áhrif þegar einn í teyminu skilur ekki málið færist samtalið allt yfir á ensku. Við merkjum alveg töluverðar breytingar á stuttum tíma hvað það varðar,“ segir Reynir. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33 Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Það er vinnuaflsskortur á Íslandi. Það eru aðeins um 5.400 atvinnulausir, sem eru um 2,8% af vinnumarkaði. Til samanburðar nam atvinnuleysi um 12 prósentum í mars á þessu ári. Reynir Sævarsson, byggingaverkfræðingur og stjórnarformaður EFLU.Aðsend mynd Stjórnendur eru víða í standandi vandræðum með að finna starfsfólk. Meira en helmingur fyrirtækja glímir beinlínis við skort á starfsfólki. Verkfræðistofan EFLA er eitt þeirra; Reynir Sævarsson, stjórnarformaður stofunnar, segir að það gangi illa að fá fólk til starfa og að fáar umsóknir berist í kjölfar auglýsinga. „Við heyrum það frá kollegum okkar að það er sama ástand hjá öðrum verkfræðistofum og meira að segja ef við berum bækur okkar saman við kollega okkar á Norðurlöndum, þá er þetta alveg það sama. Það er mikill skortur á fólki,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu. Það eru uppsöfnuð verkefni eftir heimsfaraldur, mikið að gera í orkuskiptum og það bara bætist og bætist á. Reynir segist heyra það á mannauðsfólki í verkfræðigeiranum að víða séu komin upp vandamál tengd álagi. „Það er bara svolítið eins og maður getur ímyndað að þetta hafi verið á spítölunum hérna þegar mest gekk á. Við eigum að reyna að sinna öllum okkar viðskiptavinum og reyna að standa við tímasetningar sem við höfum lofað fyrir löngu, þannig að það er mjög mikið álag í mörgum deildum margra fyrirtækjanna. Og fólk er bara orðið mjög þreytt,“ segir Reynir. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem fyrirséð er að bætist við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund koma að utan. Flest verður þetta verkafólk en líka sérfræðingar. Ríkisstjórnin kynnti nýverið sérstakar aðgerðir til að auðvelda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga. Umhverfið til þess arna hefur verið sagt of þungt í vöfum en nú á það að batna. Þó er það svo að þegar er töluvert gert af því að ráða erlenda sérfræðinga að sögn Reynis. „Við erum farin að merkja það og höfum verið að ráða inn fólk sem ekki talar íslensku. Það er fljótt að hafa áhrif þegar einn í teyminu skilur ekki málið færist samtalið allt yfir á ensku. Við merkjum alveg töluverðar breytingar á stuttum tíma hvað það varðar,“ segir Reynir.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33 Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Spáir 2-3 prósenta atvinnuleysi á næsta ári Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun segir útlit fyrir að atvinnuleysi hér á landi muni nema um 2-3 prósentum á næsta ári að meðaltali. Atvinnuleysi í septembermánuði nam 2,8 prósentum og hafði minnkað úr 3,1 prósenti í ágúst. 13. október 2022 06:33
Aðflutt starfsfólk nauðsynlegt til að mæta aukinni eftirspurn Skráð atvinnuleysi á Íslandi heldur áfram að lækka og stendur nú í 3,1 prósenti miðað við 3,2 prósent í síðasta mánuði. Á sama tíma telur rúmlega helmingur fyrirtækja á Íslandi að skortur sé á starfsfólki. Frá 2007 hafa aldrei fleiri fyrirtæki talið vanta starfsfólk. 20. september 2022 11:56
Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30