Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 11:21 Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Vísir Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt í máli Palestínumannsins Suleiman Al Masri, sem er einn þeirra tvö hundruð flóttamanna sem stjórnvöld ætluðu að senda úr landi í vor. Suleiman stefndi íslenska ríkinu fyrir að ætla að vísa sér úr landi, en ríkið hélt því fram að Suleiman væri ábyrgur fyrir miklum töfum á meðferð máls hans. Helgi Þorsteinsson, lögmaður Suleimans, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir þann fjölmenna hóp sem senda átti úr landi á sama tíma og Suleiman. Þetta þýði að allir tvö hundruð hælisleitendurnir í hópnum gætu átt rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. „Dómur þessi er fordæmisgefandi fyrir þann fjölmenna hóp hælisleitenda sem ílengdist hér á landi vegna faraldurs kórónuveiru þar sem aðstæður eru sambærilegar frá máli til máls og verklag stjórnvalda í grunninn það sama. Að fengnum dómnum er ljóst að stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að bregðast við og koma í veg fyrir mestu fjöldabrottvísanir Íslandssögunnar,“ segir Helgi. Fram kemur í dómnum, sem var kveðinn upp af héraðsdómi í gær, að dómurinn telji ekki réttmætt af ríkinu að leggja til grundvallar ákvörðun sinni um að vísa honum úr landi að hann væri ábyrgur fyrir töfum sem leiddi til að ekki varð af flutningi hans innan tólf mánaða frestsins svokallaða. Suleiman sótti um alþjóðlega vernd hér á landi 24. október 2020 en hann hafði þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. 19. janúar 2021 ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn Suleimans ekki til efnismeðferðar og vísa honum úr landi. Byggði það að miklu leyti á því að Suleiman hefði þegar fengið vernd í Grikklandi. Suleiman skaut ákvörðuninni til kærunefndar útlendingamála í febrúar sama ár en nefndin staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Suleiman var svo boðaður í viðtal hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra í apríl 2021, sem hann mætti ekki í, en stuttu síðar var honum tjáð símleiðis að hann þyrfti að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 vegna yfirstandandi heimsfaraldurs. Það væri skilyrði fyrir því að hægt væri að senda hann til Grikklands. Hafi ekki skilið lykilskjal Suleiman segist hafa, með almennum hætti, sagt fulltrúum ríkislögreglustjóra að hann vildi ekki fara aftur til Grikklands. Fulltrúarnir hafi í kjölfarið fyllt skjal, sem ríkið byggði mál sitt á, út með þeim hætti að Suleiman sýndi ekki samstarfsvilja og hygðist ekki mæta til sýnatöku. Þá hafi Suleiman ekki vitað hvar sýnatökustaðurinn væri og ekki hafi verið útskýrt fyrir honum að stjórnvöld gætu litið svo á að hann hefði vísvitandi tafið mál sitt með því að mæta ekki í sýnatökuna. Haft er eftir Suleiman í dómnum að honum hafi þótt lögreglan draga úr mikilvægi áðurnefnds skjals og tjáð honum að um formsatriði væri að ræða. Þá hafi honum ekki verið gefið svigrúm til að bera skjalið undir túlk eða lögmann en skjalið hafi í megindráttum verið á íslensku. Hann hafi því neitað að skrifa undir það. Hann hafi auk þess ekki fengið tækifæri til að kynna sér efni skjalsins, ekki einu sinni með því að þýða það í Google translate. 24. október 2021 hafi Suleiman óskað eftir því að mál hans yrði tekið upp að nýju hjá kærunefnd útlendingamála. Nefndin hafi hafnað beiðni hans aftur, þrátt fyrir að tólf mánuðir væru liðnir frá því að hann sótti fyrst um vernd, og byggði það á því að hann hefði neitað að fara í sýnatöku og þannig sjálfur ábyrgur fyrir frestun á málsmeðferðinni. Héraðsdómur féllst ekki á þessi rök yfirvalda og segir í niðurstöðu hans að af þessari ástæðu verði fallist á að úrskurður kærunefndar frá 18. nóvember 2021, þar sem efnismeðferð var hafnað, verði ógiltur. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. 21. júní 2022 11:05 Gagnrýna að settur forstjóri Útlendingastofnunar sé nú formaður eftirlitsnefndar Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis. 6. september 2021 12:32 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt í máli Palestínumannsins Suleiman Al Masri, sem er einn þeirra tvö hundruð flóttamanna sem stjórnvöld ætluðu að senda úr landi í vor. Suleiman stefndi íslenska ríkinu fyrir að ætla að vísa sér úr landi, en ríkið hélt því fram að Suleiman væri ábyrgur fyrir miklum töfum á meðferð máls hans. Helgi Þorsteinsson, lögmaður Suleimans, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn sé fordæmisgefandi fyrir þann fjölmenna hóp sem senda átti úr landi á sama tíma og Suleiman. Þetta þýði að allir tvö hundruð hælisleitendurnir í hópnum gætu átt rétt á efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. „Dómur þessi er fordæmisgefandi fyrir þann fjölmenna hóp hælisleitenda sem ílengdist hér á landi vegna faraldurs kórónuveiru þar sem aðstæður eru sambærilegar frá máli til máls og verklag stjórnvalda í grunninn það sama. Að fengnum dómnum er ljóst að stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að bregðast við og koma í veg fyrir mestu fjöldabrottvísanir Íslandssögunnar,“ segir Helgi. Fram kemur í dómnum, sem var kveðinn upp af héraðsdómi í gær, að dómurinn telji ekki réttmætt af ríkinu að leggja til grundvallar ákvörðun sinni um að vísa honum úr landi að hann væri ábyrgur fyrir töfum sem leiddi til að ekki varð af flutningi hans innan tólf mánaða frestsins svokallaða. Suleiman sótti um alþjóðlega vernd hér á landi 24. október 2020 en hann hafði þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. 19. janúar 2021 ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn Suleimans ekki til efnismeðferðar og vísa honum úr landi. Byggði það að miklu leyti á því að Suleiman hefði þegar fengið vernd í Grikklandi. Suleiman skaut ákvörðuninni til kærunefndar útlendingamála í febrúar sama ár en nefndin staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Suleiman var svo boðaður í viðtal hjá stoðdeild ríkislögreglustjóra í apríl 2021, sem hann mætti ekki í, en stuttu síðar var honum tjáð símleiðis að hann þyrfti að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 vegna yfirstandandi heimsfaraldurs. Það væri skilyrði fyrir því að hægt væri að senda hann til Grikklands. Hafi ekki skilið lykilskjal Suleiman segist hafa, með almennum hætti, sagt fulltrúum ríkislögreglustjóra að hann vildi ekki fara aftur til Grikklands. Fulltrúarnir hafi í kjölfarið fyllt skjal, sem ríkið byggði mál sitt á, út með þeim hætti að Suleiman sýndi ekki samstarfsvilja og hygðist ekki mæta til sýnatöku. Þá hafi Suleiman ekki vitað hvar sýnatökustaðurinn væri og ekki hafi verið útskýrt fyrir honum að stjórnvöld gætu litið svo á að hann hefði vísvitandi tafið mál sitt með því að mæta ekki í sýnatökuna. Haft er eftir Suleiman í dómnum að honum hafi þótt lögreglan draga úr mikilvægi áðurnefnds skjals og tjáð honum að um formsatriði væri að ræða. Þá hafi honum ekki verið gefið svigrúm til að bera skjalið undir túlk eða lögmann en skjalið hafi í megindráttum verið á íslensku. Hann hafi því neitað að skrifa undir það. Hann hafi auk þess ekki fengið tækifæri til að kynna sér efni skjalsins, ekki einu sinni með því að þýða það í Google translate. 24. október 2021 hafi Suleiman óskað eftir því að mál hans yrði tekið upp að nýju hjá kærunefnd útlendingamála. Nefndin hafi hafnað beiðni hans aftur, þrátt fyrir að tólf mánuðir væru liðnir frá því að hann sótti fyrst um vernd, og byggði það á því að hann hefði neitað að fara í sýnatöku og þannig sjálfur ábyrgur fyrir frestun á málsmeðferðinni. Héraðsdómur féllst ekki á þessi rök yfirvalda og segir í niðurstöðu hans að af þessari ástæðu verði fallist á að úrskurður kærunefndar frá 18. nóvember 2021, þar sem efnismeðferð var hafnað, verði ógiltur.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Dómsmál Tengdar fréttir Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. 21. júní 2022 11:05 Gagnrýna að settur forstjóri Útlendingastofnunar sé nú formaður eftirlitsnefndar Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis. 6. september 2021 12:32 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. 21. júní 2022 11:05
Gagnrýna að settur forstjóri Útlendingastofnunar sé nú formaður eftirlitsnefndar Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis. 6. september 2021 12:32
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“