Flóttamenn frá Kherson komnir til Rússlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 06:56 Úkraínskir hermenn skoða rússneskar skotgrafir í Kherson. AP Photo/Leo Correa Flóttamenn frá Kherson héraðinu í suðurhluta Úkraínu eru farnir að koma til Rússlands eftir að leppstjórn Rússa í héraðinu hvatti íbúa til að flýja öryggis síns vegna. Sérfræðingar segja þetta benda til þess að heljartak Rússa á héraðinu sé farið að linast. „Við höfum hvatt alla íbúa Kherson héraðsins, ef þeir vilja, til að vernda sjálfa sig frá afleiðingum loftárása og fara til annarra héraða,“ sagði Cladimir Saldo, leiðtogi leppstjórnar Rússlands í Kherson í myndbandsávarpi í gær. Hann hvatti fjölskyldur með börn sérstaklega til að fara. Hann sagði tilboðið um vernd í Rússlandi standa íbúum vestur af Dnipro ánni sérstaklega til boða. Það ætti einnig við íbúa höfuðborgar héraðsins, sem er eina borgin sem Rússar hafa náð á sitt vald í heilu lagi síðan þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar. Gert var ráð fyrir að fyrstu íbúar Kherson færu að koma til Rostov héraðsins í Rússlandi í morgunsárið samkvæmt frétt TASS, eins ríkismiðils Rússlands. Kherson er eitt fjögurra héraða í Úkraínu sem Rússar hafa að hluta til á sínu valdi og halda fram að hafa innlimað á undanförnum vikum. Kherson er þá líklega mikilvægasta héraðið hvað varðar staðsetningu. Kherson er eina héraðið sem liggur að Krímskaga, sem Rússland innlimaði árið 2014, og stendur við ósar Dnipro, árinnar sem skiptir Úkraínu í tvennt. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða. 13. október 2022 10:05 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Bosnía fær stöðu umsóknarríkis hjá ESB Bosnía hefur fengið formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Þetta staðfestir Oliver Varhelyi, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB í dag. 12. október 2022 13:19 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
„Við höfum hvatt alla íbúa Kherson héraðsins, ef þeir vilja, til að vernda sjálfa sig frá afleiðingum loftárása og fara til annarra héraða,“ sagði Cladimir Saldo, leiðtogi leppstjórnar Rússlands í Kherson í myndbandsávarpi í gær. Hann hvatti fjölskyldur með börn sérstaklega til að fara. Hann sagði tilboðið um vernd í Rússlandi standa íbúum vestur af Dnipro ánni sérstaklega til boða. Það ætti einnig við íbúa höfuðborgar héraðsins, sem er eina borgin sem Rússar hafa náð á sitt vald í heilu lagi síðan þeir réðust inn í Úkraínu í febrúar. Gert var ráð fyrir að fyrstu íbúar Kherson færu að koma til Rostov héraðsins í Rússlandi í morgunsárið samkvæmt frétt TASS, eins ríkismiðils Rússlands. Kherson er eitt fjögurra héraða í Úkraínu sem Rússar hafa að hluta til á sínu valdi og halda fram að hafa innlimað á undanförnum vikum. Kherson er þá líklega mikilvægasta héraðið hvað varðar staðsetningu. Kherson er eina héraðið sem liggur að Krímskaga, sem Rússland innlimaði árið 2014, og stendur við ósar Dnipro, árinnar sem skiptir Úkraínu í tvennt.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða. 13. október 2022 10:05 Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30 Bosnía fær stöðu umsóknarríkis hjá ESB Bosnía hefur fengið formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Þetta staðfestir Oliver Varhelyi, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB í dag. 12. október 2022 13:19 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða. 13. október 2022 10:05
Úkraína fær háþróuð loftvarnarkerfi frá bandamönnum Bandamenn Úkraínu í NATO munu senda úkraínska hernum aukinn og háþróaðan herbúnað til að efla loftvarnarbúnað hersins. Ástæðan er aukning í eldflaugaárásum Rússa á skotmörk ú Úkraínu. 12. október 2022 23:30
Bosnía fær stöðu umsóknarríkis hjá ESB Bosnía hefur fengið formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Þetta staðfestir Oliver Varhelyi, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB í dag. 12. október 2022 13:19