Innlent

Dró sér rúmar þrjár milljónir sem gjaldkeri húsfélags

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Gjaldkeri húsfélags hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa dregið sér samtals 3.308.425 krónur í eigu húfélagsins. Gerði hún það með því að millifæra fé af bankareikningi félagsins inn á sína persónulegu bankareikninga í 165 færslum.

Færslurnar voru gerðar á sjö ára tímabili, frá maí 2012 og fram til maí 2019. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að ákærða hafi játað brot sín en hún byggði á því að hún hafi átt rétt til 15 þúsund króna mánaðarlegra greiðslna vegna starfa síns í þágu félagsins. 

Fram kemur að hún hafi greott 1.351.158 krónur til baka. Horft var til þess við ákvörðun refsingar ásamt því að litið var til játningar.

Var hún því dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×