Innviðaráðherra tefur uppbyggingu stúdentagarða Rebekka Karlsdóttir skrifar 13. október 2022 18:00 Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II. FS áætlar að byggja þarna fjölskylduíbúðir og mun fjölgun slíkra íbúða verða til þess að auka húsnæðisöryggi foreldra í námi og barna þeirra. Þetta er ekki lítill hópur sem um ræðir, en samkvæmt Eurostudent VI á um þriðjungur íslenskra stúdenta eitt barn eða fleiri og er það tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Í ágúst voru um 600 stúdentar á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Skerjafjörðurinn er einstaklega mikilvæg staðsetning fyrir stúdenta í grennd við háskólann. FS hefur unnið að því að stytta biðlista með stöðugri uppbyggingu síðustu ár en nú er staðan hins vegar sú að ef uppbygging í Skerjafirði tefst lengur eða fer ekki af stað mun FS ekki geta byrjað á nýju verkefni fyrr en árið 2025, þar sem FS hefur næst vilyrði fyrir lóðum árin 2025 og 2026. Þetta er sérkennileg staða, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu 10 árum vegna fordæmalausrar húsnæðiskrísu, á sama tíma og innviðaráðherra setur uppbyggingu nýrrar byggðar fyrir á þriðja þúsund manns á ís með því að skipa áðurnefndan hóp sérfræðinga. Þessi hópur var skipaður þrátt fyrir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var af óháðum sérfræðingum frá Evrópu, væri sú að ekki væri ástæða til þess að hindra uppbyggingu í Skerjafirði með tilliti til flugöryggis. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að flugöryggi sé ekki ógnað með nýrri byggð og aðeins við afar sérstakar og sjaldgæfar aðstæður gæti byggðin haft áhrif á flug. Í skýrslunni eru lagðar til mótvægisaðgerðir við þessar afar sjaldgæfu aðstæður en ekki að uppbyggingu sé frestað. Allar tafir á uppbyggingu í Skerjafirði hafa mikil áhrif á stúdenta, en í niðurstöðum könnunar Eurostudent VII kemur fram að 43% stúdenta á Íslandi búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað og ríma þessar tölur við skýrslu Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er þegar meira en 40% af ráðstöfunartekjum fara í að borga leigu og er þetta hlutfall meðal stúdenta tæplega fjórfalt hærra en almennt á Íslandi. Það eru grundvallarréttindi fólks að eiga þak yfir höfuðið og aðgengi að stúdentagörðum er stór þáttur í að tryggja jafnt og hindranalaust aðgengi að menntun. Það skýtur skökku við að horfa á ráðherra boða stórsókn í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og hann tefur umfangsmikla uppbyggingu fyrir hópa í sárri neyð eftir húsnæði, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Á bakvið nöfnin á biðlistum eru manneskjur, stúdentar og börnin þeirra, sem þurfa þak yfir höfuðið. Innviðaráðherra skuldar þeim svör. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Byggðamál Reykjavík Háskólar Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Þann 1. október síðastliðinn átti starfshópur sem innviðaráðherra skipaði til að fjalla sérstaklega um nýja byggð í Skerjafirði, að skila niðurstöðum sínum, en þær niðurstöður hafa ekki enn litið dagsins ljós. Á þessu svæði hefur Félagsstofnun stúdenta (FS) á áætlun að byggja allt að 107 íbúðir í Skerjafirði I, auk þess sem að skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um úthlutun lóða í Skerjafirði II. FS áætlar að byggja þarna fjölskylduíbúðir og mun fjölgun slíkra íbúða verða til þess að auka húsnæðisöryggi foreldra í námi og barna þeirra. Þetta er ekki lítill hópur sem um ræðir, en samkvæmt Eurostudent VI á um þriðjungur íslenskra stúdenta eitt barn eða fleiri og er það tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Í ágúst voru um 600 stúdentar á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta. Skerjafjörðurinn er einstaklega mikilvæg staðsetning fyrir stúdenta í grennd við háskólann. FS hefur unnið að því að stytta biðlista með stöðugri uppbyggingu síðustu ár en nú er staðan hins vegar sú að ef uppbygging í Skerjafirði tefst lengur eða fer ekki af stað mun FS ekki geta byrjað á nýju verkefni fyrr en árið 2025, þar sem FS hefur næst vilyrði fyrir lóðum árin 2025 og 2026. Þetta er sérkennileg staða, í ljósi þess að stjórnvöld hafa gefið út að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu 10 árum vegna fordæmalausrar húsnæðiskrísu, á sama tíma og innviðaráðherra setur uppbyggingu nýrrar byggðar fyrir á þriðja þúsund manns á ís með því að skipa áðurnefndan hóp sérfræðinga. Þessi hópur var skipaður þrátt fyrir að niðurstaða skýrslu, sem unnin var af óháðum sérfræðingum frá Evrópu, væri sú að ekki væri ástæða til þess að hindra uppbyggingu í Skerjafirði með tilliti til flugöryggis. Þau gögn sem liggja fyrir benda til þess að flugöryggi sé ekki ógnað með nýrri byggð og aðeins við afar sérstakar og sjaldgæfar aðstæður gæti byggðin haft áhrif á flug. Í skýrslunni eru lagðar til mótvægisaðgerðir við þessar afar sjaldgæfu aðstæður en ekki að uppbyggingu sé frestað. Allar tafir á uppbyggingu í Skerjafirði hafa mikil áhrif á stúdenta, en í niðurstöðum könnunar Eurostudent VII kemur fram að 43% stúdenta á Íslandi búi við íþyngjandi húsnæðiskostnað og ríma þessar tölur við skýrslu Stúdentaráðs um stúdenta á húsnæðismarkaði. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður er þegar meira en 40% af ráðstöfunartekjum fara í að borga leigu og er þetta hlutfall meðal stúdenta tæplega fjórfalt hærra en almennt á Íslandi. Það eru grundvallarréttindi fólks að eiga þak yfir höfuðið og aðgengi að stúdentagörðum er stór þáttur í að tryggja jafnt og hindranalaust aðgengi að menntun. Það skýtur skökku við að horfa á ráðherra boða stórsókn í uppbyggingu húsnæðis á sama tíma og hann tefur umfangsmikla uppbyggingu fyrir hópa í sárri neyð eftir húsnæði, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Á bakvið nöfnin á biðlistum eru manneskjur, stúdentar og börnin þeirra, sem þurfa þak yfir höfuðið. Innviðaráðherra skuldar þeim svör. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun