Spá því að verðbólga haldi áfram að minnka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 11:25 Verðbólga mun halda áfram að minnka það sem eftir er árs ef spár bankanna ganga eftir. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09 prósent frá ágúst fram í september, sem hagfræðideild Landsbankans segir minni lækkun milli mánaða en hún átti von á. Þett akemur fram í nýrri hagsjá deildarinnar. Deildin hafði spáð 0,14 prósenta vísitöluhækkun en segir að þrátt fyrir örlítinn mun hafi mælingin verið í takt við væntingar. Þrátt fyrir það hafi ýmislegt komið á óvart í septembermælingunni. „Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við áttum von á, matarkarfan hækkaði minna og reiknuð húsaleiga var nokkuð óbreytt, en við áttum von á lækkun milli mánaða,“ segir í hagsjánni. Flugfargjöld, matarkarfan og eldsneytið stærstu liðirnir Nú spáir deildin því að vísitalan hækki um 0,3 prósent milli mánaða í október. Gangi það eftir lækkar verðbólgan um 0,3 prósentustig eða úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Verður verðbólgan þá orðin 0,9 prósentustigum lægri en þegar hún mældist hæst í þessum verðbólgukúf í júlí, eða 9,9 prósent. Spádeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir 0,2 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í október. Gangi spáin eftir muni verðbólgan hjaðna í 8,9 prósent frá septembermánuði. „Spá okkar gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda hækki um 4,3% milli mánaða og að áhrif þess verði 0,07% til hækkunar, matarkarfan hækki um 0,4%, sem mun hafa 0,06% áhrif til hækkunar og dæluverð á eldsneyti hækki um 1,3% sem hefur 0,05% áhrif.“ Þessir þrír liðir skýri 60 prósent af hækkun vísitölunnar milli mánaða. Lítið sé um að undirliðir lækki að þessu sinni, einungis póstur og sími sem hagfræðideildin spáir að lækki milli mánaða en áhrif þess á vísitöluna í heild sinni séu óveruleg. Fasteignamarkaðurinn að róast Gríðarlegar hækkanir á húsnæðisverði hafa drifið verðbólguna áfram að undanförnu og skýrði húsaleiga um 40 prósent af ársverðbólgunni í september, eða 3,8 prósentustig af 9,3 prósenta verðbólgu. Nú séu hins vegar mjög skýr merki um að markaðurinn sé að róast. „Nýjasta mæling Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýndi lækkun milli mánaða og í mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út um miðjan september kom fram að hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði hefði lækkað, íbúðum í sölu fjölgað og kaupsamningum fækkað. Allt bendir þetta til þess að markaðurinn sé að róast,“ segir í hagsjánni. Dýrara að ferðast Þá er orðið bæði dýrara að keyra, fljúga og taka strætó en ferðir og flutningar nema um 15 prósent af vísitölu neysluverðs. Alls er gert ráð fyrir að þessi liður hækki um 0,9 prósent milli mánaða og að áhrifin á vísitölu neysluverðs verði 0,14 prósent til hækkunar. Gert er ráð fyrir að flugfargjöld til útlnda hækki um 4,3 prósent milli mánaða. Gangi það eftir verður tæplega 20 prósent dýrara að fljúga til útlanda en í október 2019 en frá því í júní hafa flugfargjöld verð á bilinu 15 og 30 prósent dýrari en í sama mánuði 2019. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hafi þá hækkað um 4,3 prósent í Bandaríkjadölum milli mánaða en þar sem dalurinn hafi styrkts nemi hækkunin um 8,5 prósent í krónum talið. Verðkannanir bendi til að bensín hafi hækkað um 1,5 prósent milli mánaða en díselolía hafi staðið í stað. Alls muni eldsneyti hækka um 1,3 prósent milli mánaða. Gangi það eftir mun árshækkun dælueldsneytið mælast 26 prósent. Þá hækkaði gjaldskrá Strætó um 12,5 prósent 1. október síðastliðinn. Strætisvagnar eru 0,07% af vísitölu neysluverðs og eru áhrif hækkunar á vísitöluna því um 0,01 prósentustig. Matarkarfan hækkar Matarkarfan hækkaði mun minna milli mánaða í september en von var á. Verðlagsnefnd búvara hækkaði lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða hækkaði milli ágúst- og septembermælingar vísitölu neysluverðs. „Áhrifin voru svipuð og við áttum von á. Það sem kom samt á óvart var að heildaráhrif hinna liðanna í matarkörfunni voru engin og mjólk og mjólkurafurðir skýrðu því alla hækkunina á matarkörfunni milli mánaða í september. Við eigum von á að matarkarfan hækki um 0,4% milli mánaða núna í október. Gangi það eftir verður matarkarfan um 8,4% dýrari en í október 2021.“ Spá 0,6 prósentustiga verðbólgulækkun fyrir árslok Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan muni minnka niður í 8,4 prósent í árslok. Spá deildarinnar um 9,0 prósenta verðbólgu í október er 0,1 prósentustigi hærri en síðasta birta spá deildarinnar fyrir október. Hún segir muninn skýrast á því að samkvæmt verðmælingu deildarinnar hafi verð á bensíni hækkað en ráð var gert fyrir óverulegri breytingu milli mánaða. Krónan sé auk þess örlítið veikari en þá. Deildin gerir ráð fyrir óverulegri breytingu á spánni fyrir aðra undirliði. Skoðun hennar á framvindu næstu mánuði sé einnig óbreytt. Von sé á hægfara hjöðnun verðbólgu út árið og muni ársverðbólgan líklega lækka nokkuð í janúar á næsta ári vegna grunnáhrifa. Hagfræðideild Íslandsbanka gerir ráð fyrir enn meiri minnkun, að verðbólga verði að jafnaði 8,1 prósent fyrir árslok. Þá muni hún mælast 7,6 prósent í janúar á næsta ári. Verðlag Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum Ölgerðarinnar Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag. 12. október 2022 10:47 AGS: Verðbólga á heimsvísu nálgast hæsta gildi Verðbólga á heimsvísu mun ná hámarki síðar á þessu ári í 8,8 prósentum og síðan lækka til baka á næsta ári og mælast þá að meðaltali um 6,5 prósent. Verðlagshækkanir verða hins vegar þrálátari og langdregnari en áður var talið. 11. október 2022 14:01 „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09 prósent frá ágúst fram í september, sem hagfræðideild Landsbankans segir minni lækkun milli mánaða en hún átti von á. Þett akemur fram í nýrri hagsjá deildarinnar. Deildin hafði spáð 0,14 prósenta vísitöluhækkun en segir að þrátt fyrir örlítinn mun hafi mælingin verið í takt við væntingar. Þrátt fyrir það hafi ýmislegt komið á óvart í septembermælingunni. „Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við áttum von á, matarkarfan hækkaði minna og reiknuð húsaleiga var nokkuð óbreytt, en við áttum von á lækkun milli mánaða,“ segir í hagsjánni. Flugfargjöld, matarkarfan og eldsneytið stærstu liðirnir Nú spáir deildin því að vísitalan hækki um 0,3 prósent milli mánaða í október. Gangi það eftir lækkar verðbólgan um 0,3 prósentustig eða úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Verður verðbólgan þá orðin 0,9 prósentustigum lægri en þegar hún mældist hæst í þessum verðbólgukúf í júlí, eða 9,9 prósent. Spádeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir 0,2 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í október. Gangi spáin eftir muni verðbólgan hjaðna í 8,9 prósent frá septembermánuði. „Spá okkar gerir ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda hækki um 4,3% milli mánaða og að áhrif þess verði 0,07% til hækkunar, matarkarfan hækki um 0,4%, sem mun hafa 0,06% áhrif til hækkunar og dæluverð á eldsneyti hækki um 1,3% sem hefur 0,05% áhrif.“ Þessir þrír liðir skýri 60 prósent af hækkun vísitölunnar milli mánaða. Lítið sé um að undirliðir lækki að þessu sinni, einungis póstur og sími sem hagfræðideildin spáir að lækki milli mánaða en áhrif þess á vísitöluna í heild sinni séu óveruleg. Fasteignamarkaðurinn að róast Gríðarlegar hækkanir á húsnæðisverði hafa drifið verðbólguna áfram að undanförnu og skýrði húsaleiga um 40 prósent af ársverðbólgunni í september, eða 3,8 prósentustig af 9,3 prósenta verðbólgu. Nú séu hins vegar mjög skýr merki um að markaðurinn sé að róast. „Nýjasta mæling Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýndi lækkun milli mánaða og í mánaðarskýrslu stofnunarinnar sem kom út um miðjan september kom fram að hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði hefði lækkað, íbúðum í sölu fjölgað og kaupsamningum fækkað. Allt bendir þetta til þess að markaðurinn sé að róast,“ segir í hagsjánni. Dýrara að ferðast Þá er orðið bæði dýrara að keyra, fljúga og taka strætó en ferðir og flutningar nema um 15 prósent af vísitölu neysluverðs. Alls er gert ráð fyrir að þessi liður hækki um 0,9 prósent milli mánaða og að áhrifin á vísitölu neysluverðs verði 0,14 prósent til hækkunar. Gert er ráð fyrir að flugfargjöld til útlnda hækki um 4,3 prósent milli mánaða. Gangi það eftir verður tæplega 20 prósent dýrara að fljúga til útlanda en í október 2019 en frá því í júní hafa flugfargjöld verð á bilinu 15 og 30 prósent dýrari en í sama mánuði 2019. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hafi þá hækkað um 4,3 prósent í Bandaríkjadölum milli mánaða en þar sem dalurinn hafi styrkts nemi hækkunin um 8,5 prósent í krónum talið. Verðkannanir bendi til að bensín hafi hækkað um 1,5 prósent milli mánaða en díselolía hafi staðið í stað. Alls muni eldsneyti hækka um 1,3 prósent milli mánaða. Gangi það eftir mun árshækkun dælueldsneytið mælast 26 prósent. Þá hækkaði gjaldskrá Strætó um 12,5 prósent 1. október síðastliðinn. Strætisvagnar eru 0,07% af vísitölu neysluverðs og eru áhrif hækkunar á vísitöluna því um 0,01 prósentustig. Matarkarfan hækkar Matarkarfan hækkaði mun minna milli mánaða í september en von var á. Verðlagsnefnd búvara hækkaði lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða hækkaði milli ágúst- og septembermælingar vísitölu neysluverðs. „Áhrifin voru svipuð og við áttum von á. Það sem kom samt á óvart var að heildaráhrif hinna liðanna í matarkörfunni voru engin og mjólk og mjólkurafurðir skýrðu því alla hækkunina á matarkörfunni milli mánaða í september. Við eigum von á að matarkarfan hækki um 0,4% milli mánaða núna í október. Gangi það eftir verður matarkarfan um 8,4% dýrari en í október 2021.“ Spá 0,6 prósentustiga verðbólgulækkun fyrir árslok Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan muni minnka niður í 8,4 prósent í árslok. Spá deildarinnar um 9,0 prósenta verðbólgu í október er 0,1 prósentustigi hærri en síðasta birta spá deildarinnar fyrir október. Hún segir muninn skýrast á því að samkvæmt verðmælingu deildarinnar hafi verð á bensíni hækkað en ráð var gert fyrir óverulegri breytingu milli mánaða. Krónan sé auk þess örlítið veikari en þá. Deildin gerir ráð fyrir óverulegri breytingu á spánni fyrir aðra undirliði. Skoðun hennar á framvindu næstu mánuði sé einnig óbreytt. Von sé á hægfara hjöðnun verðbólgu út árið og muni ársverðbólgan líklega lækka nokkuð í janúar á næsta ári vegna grunnáhrifa. Hagfræðideild Íslandsbanka gerir ráð fyrir enn meiri minnkun, að verðbólga verði að jafnaði 8,1 prósent fyrir árslok. Þá muni hún mælast 7,6 prósent í janúar á næsta ári.
Verðlag Efnahagsmál Íslenskir bankar Landsbankinn Íslandsbanki Tengdar fréttir Fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum Ölgerðarinnar Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag. 12. október 2022 10:47 AGS: Verðbólga á heimsvísu nálgast hæsta gildi Verðbólga á heimsvísu mun ná hámarki síðar á þessu ári í 8,8 prósentum og síðan lækka til baka á næsta ári og mælast þá að meðaltali um 6,5 prósent. Verðlagshækkanir verða hins vegar þrálátari og langdregnari en áður var talið. 11. október 2022 14:01 „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Fordæmalausar verðhækkanir frá birgjum Ölgerðarinnar Ölgerðinni berast tilkynningar um verðhækkanir frá erlendum birgjum „í gríð og erg“. Þær eru „fordæmalausar og hlaupa stundum á tugum prósenta.“ Þetta sagði forstjóri fyrirtækisins á uppgjörsfundi eftir lokun markaða í gær þegar afkoman á fyrri helmingi ársins var kynnt og nefndi að verðhækkanirnar myndu leiða út í verðlag. 12. október 2022 10:47
AGS: Verðbólga á heimsvísu nálgast hæsta gildi Verðbólga á heimsvísu mun ná hámarki síðar á þessu ári í 8,8 prósentum og síðan lækka til baka á næsta ári og mælast þá að meðaltali um 6,5 prósent. Verðlagshækkanir verða hins vegar þrálátari og langdregnari en áður var talið. 11. október 2022 14:01
„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00