Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Snorri Másson skrifar 13. október 2022 10:30 Í Vídalínskirkju hafa verið gerðar breytingar á námsefni í fermingarfræðslu, þar sem tíunda boðorðið hefur verið fellt út. Kirkjuklukkur/Guðmundur Karl Einarsson Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á. Svona hafa boðorðin tíu hljóðað hingað til, en þau eru nú í augum fermingarbarna í Garðasókn orðin níu, eins og sjá má á bæklingi úr fermingarfræðslunni. Þar hefur tíunda boðorðið verið fellt úr. Enn hlynnt góðum hjónaböndum Matthildur Bjarnadóttir prestur í Vídalínskirkju í Garðasókn segir tímana breytta en segir þetta aðallega gert til að draga úr utanbókarlærdómnum fyrir börnin. „Þau eru náttúrulega tíu, það er alveg rétt. Þau eru ekki níu. En þessi síðustu tvö fjalla svolítið um sama hlutinn. Þau fjalla um öfund og ágirnd. Að vera ekki stöðugt að skoða líf, eignir og afrek annarra, öfundast og fyllast gremju yfir því að eiga ekki eitthvað sem aðrir eiga,“ segir Matthildur. Það sem þið hafið inni er „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ Og takið út: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.“ Matthildur Bjarnadóttir prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „Já, nákvæmlega. Þarna birtist tíminn þar sem þessi boðorð voru skrifuð. Þetta var jafnvel á tímum fjölkvænis og þrælahalds, þannig að boðorðin spretta upp úr ólíkri menningu. En grundvallaratriðið er það sama,“ segir Matthildur. Það ber þá ekki að líta svo á að með úrfellingu þessa boðorðs að það sé verið að gefa það frjálst að það megi girnast konu náunga þíns? „Nei, við mælum sterklega gegn því,“ segir Matthildur í léttum dúr. „Við erum voða hlynnt góðum hjónaböndum í öllum sínum fjölbreytileika.“ Matthildur ítrekar að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta. Að því sé sleppt þýðir þó ekki að umræðan um góð kristin gildi sé eitthvað minni. „En við gefum engan afslátt af góðu siðferði. Það er gott að taka það fram. Það er ekki pælingin með breytingunni,“ segir Matthildur. Stórt að fermingarbörnin megi nú girnast konu og þræl náungans Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur vakti athygli á breytingunum á Twitter: „Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans.“ Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans pic.twitter.com/8nDvpBjd5Z— Halldór Armand (@HalldorArmand) October 13, 2022 Þjóðkirkjan Trúmál Garðabær Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á. Svona hafa boðorðin tíu hljóðað hingað til, en þau eru nú í augum fermingarbarna í Garðasókn orðin níu, eins og sjá má á bæklingi úr fermingarfræðslunni. Þar hefur tíunda boðorðið verið fellt úr. Enn hlynnt góðum hjónaböndum Matthildur Bjarnadóttir prestur í Vídalínskirkju í Garðasókn segir tímana breytta en segir þetta aðallega gert til að draga úr utanbókarlærdómnum fyrir börnin. „Þau eru náttúrulega tíu, það er alveg rétt. Þau eru ekki níu. En þessi síðustu tvö fjalla svolítið um sama hlutinn. Þau fjalla um öfund og ágirnd. Að vera ekki stöðugt að skoða líf, eignir og afrek annarra, öfundast og fyllast gremju yfir því að eiga ekki eitthvað sem aðrir eiga,“ segir Matthildur. Það sem þið hafið inni er „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ Og takið út: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.“ Matthildur Bjarnadóttir prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „Já, nákvæmlega. Þarna birtist tíminn þar sem þessi boðorð voru skrifuð. Þetta var jafnvel á tímum fjölkvænis og þrælahalds, þannig að boðorðin spretta upp úr ólíkri menningu. En grundvallaratriðið er það sama,“ segir Matthildur. Það ber þá ekki að líta svo á að með úrfellingu þessa boðorðs að það sé verið að gefa það frjálst að það megi girnast konu náunga þíns? „Nei, við mælum sterklega gegn því,“ segir Matthildur í léttum dúr. „Við erum voða hlynnt góðum hjónaböndum í öllum sínum fjölbreytileika.“ Matthildur ítrekar að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta. Að því sé sleppt þýðir þó ekki að umræðan um góð kristin gildi sé eitthvað minni. „En við gefum engan afslátt af góðu siðferði. Það er gott að taka það fram. Það er ekki pælingin með breytingunni,“ segir Matthildur. Stórt að fermingarbörnin megi nú girnast konu og þræl náungans Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur vakti athygli á breytingunum á Twitter: „Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans.“ Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans pic.twitter.com/8nDvpBjd5Z— Halldór Armand (@HalldorArmand) October 13, 2022
Þjóðkirkjan Trúmál Garðabær Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira