Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Snorri Másson skrifar 13. október 2022 10:30 Í Vídalínskirkju hafa verið gerðar breytingar á námsefni í fermingarfræðslu, þar sem tíunda boðorðið hefur verið fellt út. Kirkjuklukkur/Guðmundur Karl Einarsson Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á. Svona hafa boðorðin tíu hljóðað hingað til, en þau eru nú í augum fermingarbarna í Garðasókn orðin níu, eins og sjá má á bæklingi úr fermingarfræðslunni. Þar hefur tíunda boðorðið verið fellt úr. Enn hlynnt góðum hjónaböndum Matthildur Bjarnadóttir prestur í Vídalínskirkju í Garðasókn segir tímana breytta en segir þetta aðallega gert til að draga úr utanbókarlærdómnum fyrir börnin. „Þau eru náttúrulega tíu, það er alveg rétt. Þau eru ekki níu. En þessi síðustu tvö fjalla svolítið um sama hlutinn. Þau fjalla um öfund og ágirnd. Að vera ekki stöðugt að skoða líf, eignir og afrek annarra, öfundast og fyllast gremju yfir því að eiga ekki eitthvað sem aðrir eiga,“ segir Matthildur. Það sem þið hafið inni er „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ Og takið út: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.“ Matthildur Bjarnadóttir prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „Já, nákvæmlega. Þarna birtist tíminn þar sem þessi boðorð voru skrifuð. Þetta var jafnvel á tímum fjölkvænis og þrælahalds, þannig að boðorðin spretta upp úr ólíkri menningu. En grundvallaratriðið er það sama,“ segir Matthildur. Það ber þá ekki að líta svo á að með úrfellingu þessa boðorðs að það sé verið að gefa það frjálst að það megi girnast konu náunga þíns? „Nei, við mælum sterklega gegn því,“ segir Matthildur í léttum dúr. „Við erum voða hlynnt góðum hjónaböndum í öllum sínum fjölbreytileika.“ Matthildur ítrekar að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta. Að því sé sleppt þýðir þó ekki að umræðan um góð kristin gildi sé eitthvað minni. „En við gefum engan afslátt af góðu siðferði. Það er gott að taka það fram. Það er ekki pælingin með breytingunni,“ segir Matthildur. Stórt að fermingarbörnin megi nú girnast konu og þræl náungans Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur vakti athygli á breytingunum á Twitter: „Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans.“ Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans pic.twitter.com/8nDvpBjd5Z— Halldór Armand (@HalldorArmand) October 13, 2022 Þjóðkirkjan Trúmál Garðabær Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á. Svona hafa boðorðin tíu hljóðað hingað til, en þau eru nú í augum fermingarbarna í Garðasókn orðin níu, eins og sjá má á bæklingi úr fermingarfræðslunni. Þar hefur tíunda boðorðið verið fellt úr. Enn hlynnt góðum hjónaböndum Matthildur Bjarnadóttir prestur í Vídalínskirkju í Garðasókn segir tímana breytta en segir þetta aðallega gert til að draga úr utanbókarlærdómnum fyrir börnin. „Þau eru náttúrulega tíu, það er alveg rétt. Þau eru ekki níu. En þessi síðustu tvö fjalla svolítið um sama hlutinn. Þau fjalla um öfund og ágirnd. Að vera ekki stöðugt að skoða líf, eignir og afrek annarra, öfundast og fyllast gremju yfir því að eiga ekki eitthvað sem aðrir eiga,“ segir Matthildur. Það sem þið hafið inni er „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ Og takið út: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.“ Matthildur Bjarnadóttir prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „Já, nákvæmlega. Þarna birtist tíminn þar sem þessi boðorð voru skrifuð. Þetta var jafnvel á tímum fjölkvænis og þrælahalds, þannig að boðorðin spretta upp úr ólíkri menningu. En grundvallaratriðið er það sama,“ segir Matthildur. Það ber þá ekki að líta svo á að með úrfellingu þessa boðorðs að það sé verið að gefa það frjálst að það megi girnast konu náunga þíns? „Nei, við mælum sterklega gegn því,“ segir Matthildur í léttum dúr. „Við erum voða hlynnt góðum hjónaböndum í öllum sínum fjölbreytileika.“ Matthildur ítrekar að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta. Að því sé sleppt þýðir þó ekki að umræðan um góð kristin gildi sé eitthvað minni. „En við gefum engan afslátt af góðu siðferði. Það er gott að taka það fram. Það er ekki pælingin með breytingunni,“ segir Matthildur. Stórt að fermingarbörnin megi nú girnast konu og þræl náungans Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur vakti athygli á breytingunum á Twitter: „Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans.“ Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans pic.twitter.com/8nDvpBjd5Z— Halldór Armand (@HalldorArmand) October 13, 2022
Þjóðkirkjan Trúmál Garðabær Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira