Ekki brotleg vegna orðalags um „skæruliðadeildina“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2022 23:24 Fréttastofa RÚV og fréttamaður RÚV eru ekki talin hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Siðanefnd Blaðamannafélag Íslands hefur úrskurðað að Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður RÚV, og fréttastofa RÚV, hafi ekki brotið gegn siðareglum félagsins vegna orðalags um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja í frétt á vef RÚV. Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem vísað er í kæru Örnu McClure, lögmanns Samherja. Kæran var sett fram vegna fréttar sem Brynjólfur er skrifaður fyrir og birtist á vef RÚV þann 9. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“ Fréttin fjallaði um úrskurð Landsréttar um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væru ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páli Steingrímssyni, skipstjóra. Taldi brotið gegn þriðju grein siðareglna BÍ Kvartað var sérstaklega yfir einni málsgrein umræddrar fréttar þar sem minnst var á hina svokölluðu „skæruliðadeild“ sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og að hún hafi samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu. Að mati Örnu fól umrætt orðalag það í sér að hún, sem nafngreind var í umfjöllun um hina svokölluðu „skæruliðadeild“, hafi viðhaft samræmda atlögu að fréttamönnum. Að mati hennar ætti sú fyrirætlan sér hvorki stoð í gögnum málsins né raunveruleikanum. Þá hafi við vinnslu fréttarinnar ekki verið leitað sjónarmiða hennar auk þess sem að fréttamaður hafi ekki haft öll gögn málsins undir höndum. Taldi Arna að þetta væri brot á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar meðal annars um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er. Þá hafi kröfu hennar um leiðréttingu veri hafnað. Engin ástæða til að leita viðbragða hennar Í svari RÚV við kæru Örnu kom fram að mál Samherja hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, ummæli um svonefnda „skæruliðadeild“ hafi ítrekað verið notað í fjölmiðlaumfjöllun og ætti sér stoð í gögnum. Þá hafi ekki verið ástæða til að leita viðbragða Örnu vegna fréttarinnar. Í niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins segir að umrædd frétt fjalli um niðurstöðu Landsréttar, forsaga málsins sé stuttlega rakin með „vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu“. Þá styðji framkomin gögn að mati nefndarinnar þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd sé í kærunni. Að auki hafi ekkert kallað á að leitað væri til Örnu vegna fréttarinnar. Voru því Brynjólfur Þór og fréttastofa RÚV ekki talin brotleg gagnvart siðareglum BÍ í máli þessu. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Blaðamannafélagsins þar sem vísað er í kæru Örnu McClure, lögmanns Samherja. Kæran var sett fram vegna fréttar sem Brynjólfur er skrifaður fyrir og birtist á vef RÚV þann 9. maí síðastliðinn undir fyrirsögninni „Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn“ Fréttin fjallaði um úrskurð Landsréttar um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væru ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páli Steingrímssyni, skipstjóra. Taldi brotið gegn þriðju grein siðareglna BÍ Kvartað var sérstaklega yfir einni málsgrein umræddrar fréttar þar sem minnst var á hina svokölluðu „skæruliðadeild“ sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og að hún hafi samræmt atlögu að fréttamönnum sem fjölluðu um málefni Samherja í Namibíu. Að mati Örnu fól umrætt orðalag það í sér að hún, sem nafngreind var í umfjöllun um hina svokölluðu „skæruliðadeild“, hafi viðhaft samræmda atlögu að fréttamönnum. Að mati hennar ætti sú fyrirætlan sér hvorki stoð í gögnum málsins né raunveruleikanum. Þá hafi við vinnslu fréttarinnar ekki verið leitað sjónarmiða hennar auk þess sem að fréttamaður hafi ekki haft öll gögn málsins undir höndum. Taldi Arna að þetta væri brot á þriðju grein siðareglna Blaðamannafélagsins sem fjallar meðal annars um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu sem kostur er. Þá hafi kröfu hennar um leiðréttingu veri hafnað. Engin ástæða til að leita viðbragða hennar Í svari RÚV við kæru Örnu kom fram að mál Samherja hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi, ummæli um svonefnda „skæruliðadeild“ hafi ítrekað verið notað í fjölmiðlaumfjöllun og ætti sér stoð í gögnum. Þá hafi ekki verið ástæða til að leita viðbragða Örnu vegna fréttarinnar. Í niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins segir að umrædd frétt fjalli um niðurstöðu Landsréttar, forsaga málsins sé stuttlega rakin með „vísan í orðalag sem margoft hefur verið notað í opinberri umræðu“. Þá styðji framkomin gögn að mati nefndarinnar þann gildisdóm sem fram kemur í þeirri setningu sem nefnd sé í kærunni. Að auki hafi ekkert kallað á að leitað væri til Örnu vegna fréttarinnar. Voru því Brynjólfur Þór og fréttastofa RÚV ekki talin brotleg gagnvart siðareglum BÍ í máli þessu.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira