Lokasóknin: Reiður ungur maður og hlaupari sem var skotinn fyrir mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 13:31 Brian Robinson Jr. snéri aftur um helgina rúmum mánuði eftir að hafa verið skotinn tvisvar í fótinn. AP/Alex Brandon Tveir hlauparar vöktu mikla athygli hjá sérfræðingunum í Lokasókninni eftir leikina í fimmtu viku NFL-deildarinnar og annar þeirra á tilkall til þess að eiga sögu ársins. Lokasóknin fer að venju á þriðjudögum yfir hverja umferð í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þeir klikkuðu sjálfsögðu ekki á því í gær. „Þetta er eitt fallegasta hlaup sem ég hef séð lengi,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar og sýndi hlaup nýliðans Dameon Pierce í leik með Houston Texans á móti Jacksonville Jaguars. „Sjáið hvað hann er reiður,“ sagði Andri um Pierce og líkti honum við Marshawn Lynch. „Það eru þrír gæjar í andlitinu á honum og þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Þetta er svo mikið Beast Mode hlaup hjá gæjanum. Það er eins og hann sé að fá útrás fyrir alla sína reiði og pirring,“ sagði Andri. Klippa: Lokasóknin: Reiður ungur strákur í Houston og endurkoma manns sem var skotinn fyrir rúmum mánuði „Þetta er rosalegt angry run,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Lokasóknin fjallaði ekki bara um þennan reiða ungan mann heldur einnig um mögulega endurkomu ársins og sögu ársins. „Svo var þetta frábær helgi fyrir Brian Robinson sem var skotinn viku áður en tímabilið hófst,“ sagði Andri og sýndi þegar Robinson var kynntur til leiks undir tónum 50 Cent sem var þar að syngja um skotárás sem rapparinn varð fyrir. „Breiðholtið er núna að öskra af gleði. Þetta er geggjað. 50 Cent söng þetta eftir að hann var skotinn og um sína skotárás. Brian Robinson var skotinn tvisvar sinnum í fótinn þegar var verið að ræna bílnum hans,“ sagði Maggi Peran. „Kúlurnar fóru í gegn og það eru sex vikur frá því að hann var næstum því dáinn þar til að hann spilar sinn fyrsta leik,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá Lokasóknina taka fyrir þessa tvo öflugu hlaupara hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Sjá meira
Lokasóknin fer að venju á þriðjudögum yfir hverja umferð í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þeir klikkuðu sjálfsögðu ekki á því í gær. „Þetta er eitt fallegasta hlaup sem ég hef séð lengi,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar og sýndi hlaup nýliðans Dameon Pierce í leik með Houston Texans á móti Jacksonville Jaguars. „Sjáið hvað hann er reiður,“ sagði Andri um Pierce og líkti honum við Marshawn Lynch. „Það eru þrír gæjar í andlitinu á honum og þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Þetta er svo mikið Beast Mode hlaup hjá gæjanum. Það er eins og hann sé að fá útrás fyrir alla sína reiði og pirring,“ sagði Andri. Klippa: Lokasóknin: Reiður ungur strákur í Houston og endurkoma manns sem var skotinn fyrir rúmum mánuði „Þetta er rosalegt angry run,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Lokasóknin fjallaði ekki bara um þennan reiða ungan mann heldur einnig um mögulega endurkomu ársins og sögu ársins. „Svo var þetta frábær helgi fyrir Brian Robinson sem var skotinn viku áður en tímabilið hófst,“ sagði Andri og sýndi þegar Robinson var kynntur til leiks undir tónum 50 Cent sem var þar að syngja um skotárás sem rapparinn varð fyrir. „Breiðholtið er núna að öskra af gleði. Þetta er geggjað. 50 Cent söng þetta eftir að hann var skotinn og um sína skotárás. Brian Robinson var skotinn tvisvar sinnum í fótinn þegar var verið að ræna bílnum hans,“ sagði Maggi Peran. „Kúlurnar fóru í gegn og það eru sex vikur frá því að hann var næstum því dáinn þar til að hann spilar sinn fyrsta leik,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá Lokasóknina taka fyrir þessa tvo öflugu hlaupara hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti