Lokasóknin: Reiður ungur maður og hlaupari sem var skotinn fyrir mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2022 13:31 Brian Robinson Jr. snéri aftur um helgina rúmum mánuði eftir að hafa verið skotinn tvisvar í fótinn. AP/Alex Brandon Tveir hlauparar vöktu mikla athygli hjá sérfræðingunum í Lokasókninni eftir leikina í fimmtu viku NFL-deildarinnar og annar þeirra á tilkall til þess að eiga sögu ársins. Lokasóknin fer að venju á þriðjudögum yfir hverja umferð í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þeir klikkuðu sjálfsögðu ekki á því í gær. „Þetta er eitt fallegasta hlaup sem ég hef séð lengi,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar og sýndi hlaup nýliðans Dameon Pierce í leik með Houston Texans á móti Jacksonville Jaguars. „Sjáið hvað hann er reiður,“ sagði Andri um Pierce og líkti honum við Marshawn Lynch. „Það eru þrír gæjar í andlitinu á honum og þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Þetta er svo mikið Beast Mode hlaup hjá gæjanum. Það er eins og hann sé að fá útrás fyrir alla sína reiði og pirring,“ sagði Andri. Klippa: Lokasóknin: Reiður ungur strákur í Houston og endurkoma manns sem var skotinn fyrir rúmum mánuði „Þetta er rosalegt angry run,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Lokasóknin fjallaði ekki bara um þennan reiða ungan mann heldur einnig um mögulega endurkomu ársins og sögu ársins. „Svo var þetta frábær helgi fyrir Brian Robinson sem var skotinn viku áður en tímabilið hófst,“ sagði Andri og sýndi þegar Robinson var kynntur til leiks undir tónum 50 Cent sem var þar að syngja um skotárás sem rapparinn varð fyrir. „Breiðholtið er núna að öskra af gleði. Þetta er geggjað. 50 Cent söng þetta eftir að hann var skotinn og um sína skotárás. Brian Robinson var skotinn tvisvar sinnum í fótinn þegar var verið að ræna bílnum hans,“ sagði Maggi Peran. „Kúlurnar fóru í gegn og það eru sex vikur frá því að hann var næstum því dáinn þar til að hann spilar sinn fyrsta leik,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá Lokasóknina taka fyrir þessa tvo öflugu hlaupara hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Lokasóknin fer að venju á þriðjudögum yfir hverja umferð í NFL-deildinni á Stöð 2 Sport 2 og þeir klikkuðu sjálfsögðu ekki á því í gær. „Þetta er eitt fallegasta hlaup sem ég hef séð lengi,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar og sýndi hlaup nýliðans Dameon Pierce í leik með Houston Texans á móti Jacksonville Jaguars. „Sjáið hvað hann er reiður,“ sagði Andri um Pierce og líkti honum við Marshawn Lynch. „Það eru þrír gæjar í andlitinu á honum og þeir eiga ekki möguleika,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Þetta er svo mikið Beast Mode hlaup hjá gæjanum. Það er eins og hann sé að fá útrás fyrir alla sína reiði og pirring,“ sagði Andri. Klippa: Lokasóknin: Reiður ungur strákur í Houston og endurkoma manns sem var skotinn fyrir rúmum mánuði „Þetta er rosalegt angry run,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Lokasóknin fjallaði ekki bara um þennan reiða ungan mann heldur einnig um mögulega endurkomu ársins og sögu ársins. „Svo var þetta frábær helgi fyrir Brian Robinson sem var skotinn viku áður en tímabilið hófst,“ sagði Andri og sýndi þegar Robinson var kynntur til leiks undir tónum 50 Cent sem var þar að syngja um skotárás sem rapparinn varð fyrir. „Breiðholtið er núna að öskra af gleði. Þetta er geggjað. 50 Cent söng þetta eftir að hann var skotinn og um sína skotárás. Brian Robinson var skotinn tvisvar sinnum í fótinn þegar var verið að ræna bílnum hans,“ sagði Maggi Peran. „Kúlurnar fóru í gegn og það eru sex vikur frá því að hann var næstum því dáinn þar til að hann spilar sinn fyrsta leik,“ sagði Henry Birgir. Það má sjá Lokasóknina taka fyrir þessa tvo öflugu hlaupara hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira