Fótbolti

Harry Kane staðráðinn í að brjóta reglu FIFA á HM í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane með fyrirliðabandið umdeilda í leik með enska landsliðinu.
Harry Kane með fyrirliðabandið umdeilda í leik með enska landsliðinu. Getty/Nick Potts

Harry Kane ætlar ekki að láta reglur Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig á HM í Katar í næsta mánuði.

Fyrirliði enska landsliðið mun nefnilega mæta til leiks með regnbogafyrirliðabandið sem kallast „OneLove“.

FIFA hefur bannað slíkt fyrirliðaband en Kane ætlar að brjóta þær reglur þótt að það kosti knattspyrnusambandið sektir.

Enska knattspyrnusambandið styður hann í þessu og tilkynnti að Kane munu bera þetta umdeilda fyrirliðaband.

FIFA hefur ekki gefið út hver sektin er að bera slíkt fyrirliðaband.

Enska sambandið segir að með þessu sé enska landsliðið að styðja við baráttuna fyrir jafnrétti, gegn mismunun og fyrir réttindum fólks í LGBTQ+ samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×