Framlengingin: Blikar eiga að stefna á topp fjóra og Njarðvík olli mestum vonbrigðum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2022 07:00 Strákarnir í Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér hvort partýið í Kópavogi væri komið til að vera. Vísir/Stöð 2 Sport Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta var til umfjöllunnar í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi og hinn vinsæli liður „Framlengingin“ var að sjálfsögðu á sinum stað. Eins og alltaf fóru Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og sérfræðingar í setti um víðan völl. Með Kjartani voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var partýið í Kópavogi. Breiðablik hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem liðið meðal annars vann Icelandic Glacial mótið sem haldið er í Þorlákshöfn og gerði sér svo lítið fyrir og vann Þórsara í Þorlákshöfn í fyrstu umferð deildarinnar. Kjartan Atli vildi einfaledlega fá að vita hversu langt liðið gæti náð á tímabilinu. „Ég held að Blikarnig eigi bara að stefna á topp fjóra og fá heimaleikjarétt,“ svaraði Matthías. „Ég sé ekkert annað lið, fyrir utan Keflavík og Tindastól, sem eru að gera einhverskonar atlögu að þessu fyrsta eða öðru sæti. Þannig að það er eina liðið sem ég sé nákvæmlega núna sem er að fara að „challenge-a“ þá.“ Kjartan tók þetta skrefi lengra, og þó að hann hafi kannski ekki spáð Blikum titlinum, þá ýjaði hann sannarlega að því að liðið gæti orðið í umræðunni þegar líða fer á tímabilið. Jón Halldór hafði hins vegar engan áhuga á að taka undir þau orð. „Þetta var rosalega flott hjá þeim að vinna Þór í gær,“ sagði Jón og hristi hausinn. „Geggjað og allt það, en ég held að þeir ættu að stefna á það að fara í úrslitakeppnina. Byrjum á því og tölum svo saman eftir það.“ „Akkúrat núna skal ég vera hundrað prósent sammála því að Keflavík og Tindastóll eru framar en Breiðablik. En ef við tökum þetta alla leið þá eru Breiðablik fremstir af því að þeir skoruðu langflestu stigin og körfubolti gengur út á að skora sem flest stig. En Breiðablik er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut. Hættiði þessu rugli,“ sagði Jón og bað strákana vinsamlegast um að fara bara í næsta mál. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Næsta umræðuefni Framlengingarinnar var hvaða lið hafi valdið mestum vonbrigðum í fyrstu umferð deildarinnar. Þar voru strákarnir sammála og voru harðir á því að Njarðvíkingar hafi verið það lið sem olli mestum vonbrigðum, enda þurfti liðið að sætta sig við tap gegn ÍR sem spáð er falli úr deildinni. „Njarðvík. By a f*****g country mile,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þetta er bara stórveldi í íslenskum körfubolta og þeir litu út eins og þeir væru bara að koma í deildina í gær. Ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum.“ Matthías tók í sama streng. „Þarna get ég verið sammála Jonna. Það var ekkert sem ég sá í Njarðvík í gær sem heillaði mig,“ sagði Matthías áður en strákarnir sögðu einfaldlega skilið við umræðuna um Njarðvík og héldu áfram með þáttinn. Strákarnir ræddu einnig um hver væri besta viðbót sumarsins í deildinni, stöðu Jóns Axels hjá Grindavík og mál Pablo Hernandez og þriggja ára reglunnar hjá Þór Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Eins og alltaf fóru Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og sérfræðingar í setti um víðan völl. Með Kjartani voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var partýið í Kópavogi. Breiðablik hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem liðið meðal annars vann Icelandic Glacial mótið sem haldið er í Þorlákshöfn og gerði sér svo lítið fyrir og vann Þórsara í Þorlákshöfn í fyrstu umferð deildarinnar. Kjartan Atli vildi einfaledlega fá að vita hversu langt liðið gæti náð á tímabilinu. „Ég held að Blikarnig eigi bara að stefna á topp fjóra og fá heimaleikjarétt,“ svaraði Matthías. „Ég sé ekkert annað lið, fyrir utan Keflavík og Tindastól, sem eru að gera einhverskonar atlögu að þessu fyrsta eða öðru sæti. Þannig að það er eina liðið sem ég sé nákvæmlega núna sem er að fara að „challenge-a“ þá.“ Kjartan tók þetta skrefi lengra, og þó að hann hafi kannski ekki spáð Blikum titlinum, þá ýjaði hann sannarlega að því að liðið gæti orðið í umræðunni þegar líða fer á tímabilið. Jón Halldór hafði hins vegar engan áhuga á að taka undir þau orð. „Þetta var rosalega flott hjá þeim að vinna Þór í gær,“ sagði Jón og hristi hausinn. „Geggjað og allt það, en ég held að þeir ættu að stefna á það að fara í úrslitakeppnina. Byrjum á því og tölum svo saman eftir það.“ „Akkúrat núna skal ég vera hundrað prósent sammála því að Keflavík og Tindastóll eru framar en Breiðablik. En ef við tökum þetta alla leið þá eru Breiðablik fremstir af því að þeir skoruðu langflestu stigin og körfubolti gengur út á að skora sem flest stig. En Breiðablik er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut. Hættiði þessu rugli,“ sagði Jón og bað strákana vinsamlegast um að fara bara í næsta mál. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Næsta umræðuefni Framlengingarinnar var hvaða lið hafi valdið mestum vonbrigðum í fyrstu umferð deildarinnar. Þar voru strákarnir sammála og voru harðir á því að Njarðvíkingar hafi verið það lið sem olli mestum vonbrigðum, enda þurfti liðið að sætta sig við tap gegn ÍR sem spáð er falli úr deildinni. „Njarðvík. By a f*****g country mile,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þetta er bara stórveldi í íslenskum körfubolta og þeir litu út eins og þeir væru bara að koma í deildina í gær. Ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum.“ Matthías tók í sama streng. „Þarna get ég verið sammála Jonna. Það var ekkert sem ég sá í Njarðvík í gær sem heillaði mig,“ sagði Matthías áður en strákarnir sögðu einfaldlega skilið við umræðuna um Njarðvík og héldu áfram með þáttinn. Strákarnir ræddu einnig um hver væri besta viðbót sumarsins í deildinni, stöðu Jóns Axels hjá Grindavík og mál Pablo Hernandez og þriggja ára reglunnar hjá Þór Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira