Áhugi heimamanna við frostmark en McDonalds borgarar glöddu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2022 15:00 Hamborgara frá McDonald's? Já takk! Vísir/Vilhelm „Borgarar fyrir alla,“ kallaði Ingimar Elí Hlynsson, fararstjóri Icelandair, þegar hann steig út úr leigubíl á torgi nokkru í Pacos de Ferreira með poka fullan af ostborgurum frá McDonald's. Kærkomið fyrir svanga stuðningsmenn í bæ sem virðist ekki hafa átt von á einum né neinum í tengslum við stórleik í fótbolta. Að neðan má myndband frá því þegar hamborgararnir glöddu og samanburð við þann sem var framreiddur á veitingastað þar sem stuðningsmennirnir safnast saman. Óhætt er að segja að takturinn í portúgalska bænum beri ekki með sér að fram undan sé stærsti leikur í sögu íslenskrar og portúgalskrar kvennaknattspyrnu. Flugvél Icelandair með 160 stuðningsmenn lenti á flugvellinum í Porto um klukkan 11 að íslenskum tíma. Hópurinn, með Guðna Th. Jóhannesson forseta í broddi fylkingar, steig um borð í þrjár rútur og ekið sem leið lá tæpan hálftíma í bæinn Pacos de Ferreira. Þar spilar samnefnt knattspyrnulið heimaleiki sína á leikvangi sem tekur um níu þúsund manns í sæti. Langstærstur hluti stuðningsmanna fór með rútunni, eitthvað sem einhverjir fóru að sjá eftir þegar rútan lagði fyrir utan leikvanginn og fimm klukkustundir í leik. Það er nefnilega lítið að frétta í Pacos de Ferreira. Ljósmyndari Morgunblaðsins reyndi að leita uppi starfsmann á leikvanginum en án árangurs. Fararstjórar Icelandair, með portúgölsku liðsinns, beindi hópnum í áttina að torgi nokkru þar sem er að finna veitingastað. Þar virtist enginn eiga von á fjölmenni. Hópurinn splundraðist fljótlega enda kom á daginn að ekki voru til næg hamborgarabrauð fyrir stóra pöntun. Þá voru bjórglös líka af skornum skammti. Staðnum til hróss var starfsmaður sendur út í búð eftir fleiri hamborgarabrauðum. Hér ætla stuðningsmenn að safnst saman og tralla svo saman á leikinn sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.Vísir/Vilhelm Hvað með McDonald's? Heiðarleg spurning sem margir veltu fyrir sér. Einhver sá að hamborgarakeðjan væri með útibú í aðeins fimm mínútna fjarlægð. Í ljós kom að um var að ræða akstursfjarlæðg, hinum megin við hraðbraut. Guðni forseti er ekki þekktur fyrir neitt annað en nægjusemi og tyllti sér á fyrrnefndum veitingastað. Um þrjátíu til fjörutíu stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama. Hamborgararnir sem bárust eftir langa bið þóttu hins vegar ekki sérstaklega lystugir. Því var mikið fagnað þegar fararstjóri Icelandair mætti færandi hendi með fjölda hamborgara ofan í þá svöngustu. Allt sem þú þarft að vita um leik kvöldsins má finna í upphitunargrein Sindra Sverrissonar hér að neðan. Til að draga saman þá virðist áhugi Portúgala á leiknum í kvöld við frostmark. Um þrjú þúsund áhorfendur verða líklega í stúkunni í kvöld en leikvangurinn tekur þrisvar sinnum þann fjölda. Á æfingu íslenska liðsins í gær mætti enginn fjölmiðlamaður frá Portúgal. Í bænum eru engin merki, fyrir utan 160 Íslendinga, að landsleikur sé handan við hornið. Stærsti leikur í sögu íslensks og portúgalsks kvennafótbolta. Að lokum má nefna að grasið á leikvanginum virkaði ekki upp á marga fiska á æfingu íslenska liðsins í gær. Sem gæti ótrúlegt en satt hentað Íslendingum frekar en léttleikandi heimamönnum. Metnaðurinn hjá forsvarsmönnum portúgalsksrar knattspyrnu virðist ekki mikill, að búa ekki betur um kvennalandslið sitt. Þá lenti íslenski hópurinn í vandræðum í morgun með að flytja töskur og búnað íslenska liðsins á leikvanginn. Eitthvað sem þekkist ekki þegar stórleikir í fótbolta eru annars vegar og skrifast á portúgalska sambandið. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Portúgal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01 Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
Að neðan má myndband frá því þegar hamborgararnir glöddu og samanburð við þann sem var framreiddur á veitingastað þar sem stuðningsmennirnir safnast saman. Óhætt er að segja að takturinn í portúgalska bænum beri ekki með sér að fram undan sé stærsti leikur í sögu íslenskrar og portúgalskrar kvennaknattspyrnu. Flugvél Icelandair með 160 stuðningsmenn lenti á flugvellinum í Porto um klukkan 11 að íslenskum tíma. Hópurinn, með Guðna Th. Jóhannesson forseta í broddi fylkingar, steig um borð í þrjár rútur og ekið sem leið lá tæpan hálftíma í bæinn Pacos de Ferreira. Þar spilar samnefnt knattspyrnulið heimaleiki sína á leikvangi sem tekur um níu þúsund manns í sæti. Langstærstur hluti stuðningsmanna fór með rútunni, eitthvað sem einhverjir fóru að sjá eftir þegar rútan lagði fyrir utan leikvanginn og fimm klukkustundir í leik. Það er nefnilega lítið að frétta í Pacos de Ferreira. Ljósmyndari Morgunblaðsins reyndi að leita uppi starfsmann á leikvanginum en án árangurs. Fararstjórar Icelandair, með portúgölsku liðsinns, beindi hópnum í áttina að torgi nokkru þar sem er að finna veitingastað. Þar virtist enginn eiga von á fjölmenni. Hópurinn splundraðist fljótlega enda kom á daginn að ekki voru til næg hamborgarabrauð fyrir stóra pöntun. Þá voru bjórglös líka af skornum skammti. Staðnum til hróss var starfsmaður sendur út í búð eftir fleiri hamborgarabrauðum. Hér ætla stuðningsmenn að safnst saman og tralla svo saman á leikinn sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.Vísir/Vilhelm Hvað með McDonald's? Heiðarleg spurning sem margir veltu fyrir sér. Einhver sá að hamborgarakeðjan væri með útibú í aðeins fimm mínútna fjarlægð. Í ljós kom að um var að ræða akstursfjarlæðg, hinum megin við hraðbraut. Guðni forseti er ekki þekktur fyrir neitt annað en nægjusemi og tyllti sér á fyrrnefndum veitingastað. Um þrjátíu til fjörutíu stuðningsmenn gerðu slíkt hið sama. Hamborgararnir sem bárust eftir langa bið þóttu hins vegar ekki sérstaklega lystugir. Því var mikið fagnað þegar fararstjóri Icelandair mætti færandi hendi með fjölda hamborgara ofan í þá svöngustu. Allt sem þú þarft að vita um leik kvöldsins má finna í upphitunargrein Sindra Sverrissonar hér að neðan. Til að draga saman þá virðist áhugi Portúgala á leiknum í kvöld við frostmark. Um þrjú þúsund áhorfendur verða líklega í stúkunni í kvöld en leikvangurinn tekur þrisvar sinnum þann fjölda. Á æfingu íslenska liðsins í gær mætti enginn fjölmiðlamaður frá Portúgal. Í bænum eru engin merki, fyrir utan 160 Íslendinga, að landsleikur sé handan við hornið. Stærsti leikur í sögu íslensks og portúgalsks kvennafótbolta. Að lokum má nefna að grasið á leikvanginum virkaði ekki upp á marga fiska á æfingu íslenska liðsins í gær. Sem gæti ótrúlegt en satt hentað Íslendingum frekar en léttleikandi heimamönnum. Metnaðurinn hjá forsvarsmönnum portúgalsksrar knattspyrnu virðist ekki mikill, að búa ekki betur um kvennalandslið sitt. Þá lenti íslenski hópurinn í vandræðum í morgun með að flytja töskur og búnað íslenska liðsins á leikvanginn. Eitthvað sem þekkist ekki þegar stórleikir í fótbolta eru annars vegar og skrifast á portúgalska sambandið.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Portúgal Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01 Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Sjá meira
Draumur Íslands gæti oltið á VAR í kvöld: „Gerir leikinn sanngjarnari“ Það hefur aðeins færst í aukana að notast sé við myndbandsdómara, VAR, í fótbolta kvenna líkt og hjá körlum. Draumur íslenska landsliðsins um að tryggja sér HM-farseðil í kvöld gæti til að mynda ráðist á VAR-ákvörðun. 11. október 2022 11:01
Skyndiákvörðun sex meyja af Skaganum Þrjár framtíðar landsliðskonur af Skaganum voru heldur betur spenntar fyrir ferðalaginu til Portúgal þegar blaðamaður hitti á þær í flugstöðinni í morgun. Þær segja ekki spurning að stelpurnar okkar vinni sigur ytra í dag og tryggi sér farseðilinn á HM í fyrsta skipti. 11. október 2022 06:42