„Það er ekkert eðlilegt við að kennarar í dag séu öryrkjar út af ofbeldi nemenda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2022 11:53 Soffía hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum með hegðunarvanda en meðfram meistaranámi sínu vann hún í Brúarskóla sem er skóli fyrir börn sem glíma við alvarlegan hegðunar-og tilfinningavanda. Líkamlegt ofbeldi grunnskólabarna færist í aukana og verður sífellt grófara. Þetta er þróun sem skólastjórnendur í Reykjavík hafa numið í sínum störfum. Þeir segja algeran skort á stuðningi og miðstýrðum verkferlum. Kennari segir samfélagið verða að vakna til meðvitundar um alvarleika málsins; það sé ekki eðlilegt að missa kennara í örorku vegna ofbeldis nemenda. Soffía Ámundadóttir, hefur nú birt eigindlega rannsókn sem hún gerði í meistaranámi sínu í Stjórnun menntastofnana sem fjallar um ofbeldi sem börn í grunnskólum Reykjavíkur beita. Í ritgerðinni kannar hún reynslu stjórnenda en rauði þráðurinn í svörum þeirra er að málaflokkurinn sé hálfgerðum ólestri. „Viðmælendur mínir skynja aukningu á ofbeldi. Ofbeldið er grófara og afleiðingar eru ekki nógu markvissar og alvarlegri birtingamyndir eru að koma fram núna í skólastarfinu. Allir voru sammála um að það væri mikil áskorun fyrir skólasamfélagið að takast á við þessi mál. Þetta væru mál sem væru erfið og viðkvæm sem tækju oft verulega mikið á. Verulegur skortur sé á fræðslu og ofbeldisforvörnum. „Það voru allir sammála um að það vantaði miðstýrða verkferla. Skortur er á skráningum, það þarf að virkja viðbragðsáætlun. Viðbragðsteymi er ekki til staðar og vinnuaðstæður ekki góðar. Það er ekki gert neitt áhættumat út frá nemendahópum og skólum þannig að það er í rauninni víða pottur brotinn. Starfsfólk upplifir mjög mikið óöryggi og finnst það vonlítið í krefjandi aðstæðum og þau skortir allan faglegan stuðning. Úrræðin sem í boði eru vinna ekki nógu mikið saman og biðlistarnir eru langir og það eru mjög mörg mál sem stranda á biðlistum.“ Til samanburðar sé skyndihjálp kennd annað hvert ár í öllum skólum landsins. „Sem betur fer gerast slysin ekki oft en ofbeldi getur skólinn verið að takast á við á hverjum degi en við tökum enga fræðslu um það,“ útskýrir Soffía. Kennarar og skólastjórnendur myndu upplifa mun meira öryggi og sjálfstraust í sínum störfum ef kerfislægir verkferlar væru aðgengilegir. Skólar þurfi þá að mæta þörfum nemenda með hegðunarvanda mun betur. „Mínir viðmælendur töluðu um að það þyrfti að grípa mun fyrr inn í og að vera með snemmtæka íhlutun. Það þyrfti jafnvel að skoða áfallasögu hjá nemendum; af hverju er þetta að gerast?“ Soffía kveðst vera hugsi yfir þróuninni. „Við þurfum, bara sem samfélag, að setjast niður og taka umræðuna um hvernig menningu við viljum hafa í okkar skólum. Viljum við hafa ofbeldismenningu? Skólastjórnendur sögðust finna fyrir slíkri neikvæðri menningu. Við þurfum að vinna meira með aga. Við þurfum að setja okkur skýrari ramma í þessum málum af því að ofbeldi er að færast neðar. Leikskólakennarar og leikskólastjórar tala um að þeir séu farnir að skynja ofbeldi hjá elstu hópunum.“ Nú verði að huga að öryggistilfinningu kennara og grípa til aðgerða til að vernda stéttina. „Það er ekkert eðlilegt að kennarar í dag séu orðnir öryrkjar út af ofbeldi nemenda og það hrynja inn dæmin. Ég veit um mörg dæmi um kennara sem eru óstarfhæfir í dag út af ofbeldi nemenda.“ Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. 3. mars 2022 14:51 „Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40 Tölum um ofbeldi í skólastarfi Formaður Félags grunnskólakennara ritar í gær grein þar sem hvatt er til þess að hið flókna og viðkvæma mál, ofbeldi í skólastarfi, sé uppi á borðum. Hún bendir á að staða kennara sem verða fyrir ofbeldi sé mjög flókin og geti leitt til þess að viðkomandi hrökklist úr starfi. 7. maí 2021 13:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Soffía Ámundadóttir, hefur nú birt eigindlega rannsókn sem hún gerði í meistaranámi sínu í Stjórnun menntastofnana sem fjallar um ofbeldi sem börn í grunnskólum Reykjavíkur beita. Í ritgerðinni kannar hún reynslu stjórnenda en rauði þráðurinn í svörum þeirra er að málaflokkurinn sé hálfgerðum ólestri. „Viðmælendur mínir skynja aukningu á ofbeldi. Ofbeldið er grófara og afleiðingar eru ekki nógu markvissar og alvarlegri birtingamyndir eru að koma fram núna í skólastarfinu. Allir voru sammála um að það væri mikil áskorun fyrir skólasamfélagið að takast á við þessi mál. Þetta væru mál sem væru erfið og viðkvæm sem tækju oft verulega mikið á. Verulegur skortur sé á fræðslu og ofbeldisforvörnum. „Það voru allir sammála um að það vantaði miðstýrða verkferla. Skortur er á skráningum, það þarf að virkja viðbragðsáætlun. Viðbragðsteymi er ekki til staðar og vinnuaðstæður ekki góðar. Það er ekki gert neitt áhættumat út frá nemendahópum og skólum þannig að það er í rauninni víða pottur brotinn. Starfsfólk upplifir mjög mikið óöryggi og finnst það vonlítið í krefjandi aðstæðum og þau skortir allan faglegan stuðning. Úrræðin sem í boði eru vinna ekki nógu mikið saman og biðlistarnir eru langir og það eru mjög mörg mál sem stranda á biðlistum.“ Til samanburðar sé skyndihjálp kennd annað hvert ár í öllum skólum landsins. „Sem betur fer gerast slysin ekki oft en ofbeldi getur skólinn verið að takast á við á hverjum degi en við tökum enga fræðslu um það,“ útskýrir Soffía. Kennarar og skólastjórnendur myndu upplifa mun meira öryggi og sjálfstraust í sínum störfum ef kerfislægir verkferlar væru aðgengilegir. Skólar þurfi þá að mæta þörfum nemenda með hegðunarvanda mun betur. „Mínir viðmælendur töluðu um að það þyrfti að grípa mun fyrr inn í og að vera með snemmtæka íhlutun. Það þyrfti jafnvel að skoða áfallasögu hjá nemendum; af hverju er þetta að gerast?“ Soffía kveðst vera hugsi yfir þróuninni. „Við þurfum, bara sem samfélag, að setjast niður og taka umræðuna um hvernig menningu við viljum hafa í okkar skólum. Viljum við hafa ofbeldismenningu? Skólastjórnendur sögðust finna fyrir slíkri neikvæðri menningu. Við þurfum að vinna meira með aga. Við þurfum að setja okkur skýrari ramma í þessum málum af því að ofbeldi er að færast neðar. Leikskólakennarar og leikskólastjórar tala um að þeir séu farnir að skynja ofbeldi hjá elstu hópunum.“ Nú verði að huga að öryggistilfinningu kennara og grípa til aðgerða til að vernda stéttina. „Það er ekkert eðlilegt að kennarar í dag séu orðnir öryrkjar út af ofbeldi nemenda og það hrynja inn dæmin. Ég veit um mörg dæmi um kennara sem eru óstarfhæfir í dag út af ofbeldi nemenda.“
Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. 3. mars 2022 14:51 „Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40 Tölum um ofbeldi í skólastarfi Formaður Félags grunnskólakennara ritar í gær grein þar sem hvatt er til þess að hið flókna og viðkvæma mál, ofbeldi í skólastarfi, sé uppi á borðum. Hún bendir á að staða kennara sem verða fyrir ofbeldi sé mjög flókin og geti leitt til þess að viðkomandi hrökklist úr starfi. 7. maí 2021 13:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn. 3. mars 2022 14:51
„Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40
Tölum um ofbeldi í skólastarfi Formaður Félags grunnskólakennara ritar í gær grein þar sem hvatt er til þess að hið flókna og viðkvæma mál, ofbeldi í skólastarfi, sé uppi á borðum. Hún bendir á að staða kennara sem verða fyrir ofbeldi sé mjög flókin og geti leitt til þess að viðkomandi hrökklist úr starfi. 7. maí 2021 13:00