Lögregla á Norðurlandi eystra greinir frá þessu í færslu á Facebook þar sem segir ennfremur að rannsókn á málinu gangi vel.
Upphaflega voru þrír einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að karlmaður var stunginn til bana í Ólafsfirði á mánudaginn í síðustu viku, tvær konur og einn karlmaður.
Konurnar tvær voru á fimmtudag og föstudag leystar úr haldi lögreglu en maðurinn varð áfram í gæsluvarðhaldi. Nú hefur gæsluvarðhaldið yfir honum verið framlengt.
Rannsókn lögreglu á málinu miðar vel. Lögregla segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar að svo stöddu.