Telja sig geta varist flugskeytum frá nágrönnum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 08:40 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ræðir við fréttamenn i Seúl. Hann segir þjóð sinni að hafa ekki of miklar áhyggjur af kjarnorkubrölti Norður-Kóreu jafnvel þó að ógnin sé alvarleg. AP/Ahn Jung-hwan Suðurkóreski herinn fullyrðir að hann sé fær um að koma auga á og stöðva flugskeyti sem Norðurkóreumenn hafa gert tilraunir með upp á síðkastið. Alvarleg hætta stafi engu að síður af kjarnorkubrölti nágrannanna í norðri. Stjórnvöld í Pjongjang sögðu frá því í gær að tilgangur ítrekaðra flugskeytatilrauna þeirra upp á síðkastið hafi verið að líkja eftir kjarnorkuárásum á skotmörk í Suður-Kóreu. Tilraunirnar hafi verið stjórnvöldum í Washington og Seúl viðvörun vegna heræfinga þeirra. Moon Hong Sik, talsmaður suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins, segir kjarnorkuhótanir norðanmanna afar alvarlegar. Eldflaugavarnarkerfi Suður-Kóreu ráði þó við að finna og stöðva þau eldflaugakerfi sem Norðurkóreumenn segjast hafa notað í tilraunum undanfarinna vikna, að því er AP-fréttastofan segir frá. Sumir sérfræðingar vara þó við því að ný hljóðfrá stýriflaug Norðurkóreumanna kunni að geta brotist í gegnum varnir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Ef Norðurkóreumenn skytu nokkrum flugskeytum frá nokkrum stöðum í einu kynni það að reynast bandalagsríkjunum erfitt að ná þeim öllum. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, vill styrkja varnir landsins. Rætt hefur verið um koma upp njósnagervihnöttum, eftirlitsdrónum og fleiri njósnatækjum til að fylgjast betur með nágrannaríkinu í norðri. „Norður-Kórea hefur stöðugt unnið að þróun kjarnavopnagetu sinnar og ógnar nú ekki aðeins Suður-Kóreu heldur öllum heiminum en ég held að Norður-Kórea græði ekkert á kjarnorkusprengjum,“ sagði forsetinn. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang sögðu frá því í gær að tilgangur ítrekaðra flugskeytatilrauna þeirra upp á síðkastið hafi verið að líkja eftir kjarnorkuárásum á skotmörk í Suður-Kóreu. Tilraunirnar hafi verið stjórnvöldum í Washington og Seúl viðvörun vegna heræfinga þeirra. Moon Hong Sik, talsmaður suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins, segir kjarnorkuhótanir norðanmanna afar alvarlegar. Eldflaugavarnarkerfi Suður-Kóreu ráði þó við að finna og stöðva þau eldflaugakerfi sem Norðurkóreumenn segjast hafa notað í tilraunum undanfarinna vikna, að því er AP-fréttastofan segir frá. Sumir sérfræðingar vara þó við því að ný hljóðfrá stýriflaug Norðurkóreumanna kunni að geta brotist í gegnum varnir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Ef Norðurkóreumenn skytu nokkrum flugskeytum frá nokkrum stöðum í einu kynni það að reynast bandalagsríkjunum erfitt að ná þeim öllum. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, vill styrkja varnir landsins. Rætt hefur verið um koma upp njósnagervihnöttum, eftirlitsdrónum og fleiri njósnatækjum til að fylgjast betur með nágrannaríkinu í norðri. „Norður-Kórea hefur stöðugt unnið að þróun kjarnavopnagetu sinnar og ógnar nú ekki aðeins Suður-Kóreu heldur öllum heiminum en ég held að Norður-Kórea græði ekkert á kjarnorkusprengjum,“ sagði forsetinn.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35