Innlent

Bein út­sending: „Þegar for­eldri fær krabba­mein – hvaða á­hrif hefur það á börnin?“

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 11:30 og stendur til klukkan 13, en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi.
Fundurinn hefst klukkan 11:30 og stendur til klukkan 13, en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi.

Það getur tekið á að þurfa að segja barninu sínu frá því að foreldri hafi greinst með krabbamein. Það skiptir hins vegar máli fyrir barnið að veikindum sé ekki haldið leyndum fyrir því og að það fái upplýsingar sem hæfa aldri og þroska.

Krabbameinsfélagið stendur í tilefni af Bleiku slaufunni fyrir hádegisfundi þar sem fjallað verður um málefnið og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi að neðan. Fundurinn hefst klukkan 11:30 og stendur til klukkan 13.

Í Bleiku slaufunni í ár segir Ásdís Ingólfsdóttir sína sögu og kemur meðal annars inn á hvaða áhrif veikindi hennar höfðu á börnin.

Dagskrá

  • Fagleg sýn: Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur og Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu fjalla um upplifun og líðan barna þegar foreldri greinist með krabbamein, hvernig hægt er að styðja við börnin og fjölskyldur þeirra og þá þjónustu sem Krabbameinsfélagið veitir.
  • Frásagnir þeirra sem reynt hafa: Ásdís Ingólfsdóttir, kennari og rithöfundur og börn hennar þau Laufey Haraldsdóttir og Steindór Haraldsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×