Á þriðja tug hafa farist vegna fellibyljar í Mið-Ameríku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 07:49 Fellibylurinn olli gríðarlegum skemmdum víða í Mið-Ameríku. AP Photo/Inti Ocon Minnst 28 hafa látist í gríðarlegum rigningum í Mið-Ameríku undanfarna daga. Fellibylurinn Júlía sem gekk yfir svæðið hefur misst kraft sinn en enn rignir mikið í bæði Gvatemala og El Salvador. Náttúruhamfarastofnun Gvatemala tilkynnti í gær að fimm hefðu látist eftir að aurskriða féll á íbúðarhús í Alta Verapaz héraðinu. Íbúar hússins grófust undir aurnum og létust samstundis. Í héraðinu Huehuetenango nærri landamærunum að Mexíkó létust níu, þar á meðal hemaður þegar hann var við björgunarstörf. Yfirvöld í El Salvador segja þá að fimm hermenn hafi fallist eftir að veggur í húsi, sem þeir sóttu skjól í, hrundi í bænum Comasagua. Tveir til viðbótar létust í bænum Guatajiagua í austurhluta El Salvador eftir að veggur á heimili þeirra féll saman vegna rigninganna. Þá lést annar eftir að vatnsflóð sópaði honum með sér og annar þegar tré féll á hann. Ár hafa flætt yfir bakka sína vegna rigninganna en yfirvöld í El Salvador lýstu yfir neyðarástandi vegna veðursins og opnuðu áttatíu fjöldahjálparstöðvar vegna þess. Veðurofsinn hefur ekki haldið sig við Gvatamala og El Salvador en kona á þrítugsaldri lést í Hondúras lést þegar vatnsflaumur sópaði henni með sér og þrjú til viðbótar létust þegar bátur þeirra sökk. Maður í Níkaragva lést þá þegar tré féll á hann. Júlía kom á land á austurströnd Níkaragva snemma á sunnudag og var þá flokkuð sem fellibylur. Vindhviður náðu mest 40 m/s í Níkaragva. Júlía missti nokkuð styrk sinn á leið yfir landið og var flokkuð sem hitabeltisstormur þegar hún náði yfir landamærin síðdegis á sunnudag. Á mánudag var vindur dottinn niður í 15-20 m/s en það voru aðallega gríðarlegar rigningar sem sköpuðu neyðarástand í Mið-Ameríku. Þeim hafa fylgt bæði flóð og aurskriður í gær og í morgun en spár segja að allt að 40 sentímetrar af regni hafi fallið. Á annan tug þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á svæðinu og leita skjóls í fjöldahjálparstöðvum vegna veðursins. El Salvador Níkaragva Hondúras Gvatemala Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira
Náttúruhamfarastofnun Gvatemala tilkynnti í gær að fimm hefðu látist eftir að aurskriða féll á íbúðarhús í Alta Verapaz héraðinu. Íbúar hússins grófust undir aurnum og létust samstundis. Í héraðinu Huehuetenango nærri landamærunum að Mexíkó létust níu, þar á meðal hemaður þegar hann var við björgunarstörf. Yfirvöld í El Salvador segja þá að fimm hermenn hafi fallist eftir að veggur í húsi, sem þeir sóttu skjól í, hrundi í bænum Comasagua. Tveir til viðbótar létust í bænum Guatajiagua í austurhluta El Salvador eftir að veggur á heimili þeirra féll saman vegna rigninganna. Þá lést annar eftir að vatnsflóð sópaði honum með sér og annar þegar tré féll á hann. Ár hafa flætt yfir bakka sína vegna rigninganna en yfirvöld í El Salvador lýstu yfir neyðarástandi vegna veðursins og opnuðu áttatíu fjöldahjálparstöðvar vegna þess. Veðurofsinn hefur ekki haldið sig við Gvatamala og El Salvador en kona á þrítugsaldri lést í Hondúras lést þegar vatnsflaumur sópaði henni með sér og þrjú til viðbótar létust þegar bátur þeirra sökk. Maður í Níkaragva lést þá þegar tré féll á hann. Júlía kom á land á austurströnd Níkaragva snemma á sunnudag og var þá flokkuð sem fellibylur. Vindhviður náðu mest 40 m/s í Níkaragva. Júlía missti nokkuð styrk sinn á leið yfir landið og var flokkuð sem hitabeltisstormur þegar hún náði yfir landamærin síðdegis á sunnudag. Á mánudag var vindur dottinn niður í 15-20 m/s en það voru aðallega gríðarlegar rigningar sem sköpuðu neyðarástand í Mið-Ameríku. Þeim hafa fylgt bæði flóð og aurskriður í gær og í morgun en spár segja að allt að 40 sentímetrar af regni hafi fallið. Á annan tug þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín á svæðinu og leita skjóls í fjöldahjálparstöðvum vegna veðursins.
El Salvador Níkaragva Hondúras Gvatemala Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira