Hróp og köll gerð að forstjórum Air France og Airbus vegna flugslyssins mannskæða fyrir þrettán árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2022 22:23 Anne Rigail, forstjóri Air France og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, eins og teiknari sá þau fyrir sér í dómsal. AP Aðstandendur þeirra sem létust þegar Airbus-þota franska flugfélagsins Air France hrapaði í Atlantshaf árið 2009 gerðu hróp og köll að forstjórum flugvélaframleiðandans og flugfélagsins þegar dómsmál vegna flugslysins hófst í Frakklandi í dag. Flugvél Air France var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi þann 1. júní 2009. Flugvélin hrapaði hins vegar í Atlantshafi í óveðri. 228 fórust, þar af einn Íslendingur. Mikil leit var gerð að svörtu kössum flugvélarinnar, sem fundust. Hljóðupptökur þar vörpuðu ljósi á að flugmenn vélarinnar virðast ekki hafa brugðist við viðvörunum um ofris. Þá er einnig talið að ís hafi myndast á hraðaskynjurum flugvélarinnar sem truflað hafi mælingar sem bárust flugmönnum og flugkerfi vélarinnar. Gögn úr svarta kassanum gefa til kynna að flugvélin hafi fallið úr 11,500 metra hæð á fjórum mínútum og 24 sekúndum. Viðvörun um ofris hljóðaði einnig 75 sinnum í flugstjórnarklefanum. „Franskt réttlæti, þrettán árum of seint “stendur á þessu skilti sem einn af aðstandendum farþega Air Frances sem lést í slysinu, hélt á í dag.AP Photo/Michel Euler Aðstandendur farþeganna sem létust höfðuðu mál gegn Airbus og Air France, en fulltrúar þeirra neituðu sök við réttarhöldin í dag. Airbus telur að mistök flugmanna hafi verið orsök flugslyssins. Air France bendir hins vegar á Airbus og hönnun viðvörunakerfa sem hafi verið ruglandi fyrir flugmennina. Dómari í málinu hóf réttarhöldin á því að lesa upp nöfn þeirra 228 sem fórust í slysinu. Þegar Anne Rigail, forstjóri Air France, og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, hófu mál sitt við réttarhöldin voru hróp og köll gerð að þeim. „Skammist ykkar“ og „Of lítið of seint,“ var kallað að þeim. Réttarhöldin munu standa yfir næstu níu vikurnar. Frakkland Brasilía Fréttir af flugi Airbus Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Flugvél Air France var á leið frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar í Frakklandi þann 1. júní 2009. Flugvélin hrapaði hins vegar í Atlantshafi í óveðri. 228 fórust, þar af einn Íslendingur. Mikil leit var gerð að svörtu kössum flugvélarinnar, sem fundust. Hljóðupptökur þar vörpuðu ljósi á að flugmenn vélarinnar virðast ekki hafa brugðist við viðvörunum um ofris. Þá er einnig talið að ís hafi myndast á hraðaskynjurum flugvélarinnar sem truflað hafi mælingar sem bárust flugmönnum og flugkerfi vélarinnar. Gögn úr svarta kassanum gefa til kynna að flugvélin hafi fallið úr 11,500 metra hæð á fjórum mínútum og 24 sekúndum. Viðvörun um ofris hljóðaði einnig 75 sinnum í flugstjórnarklefanum. „Franskt réttlæti, þrettán árum of seint “stendur á þessu skilti sem einn af aðstandendum farþega Air Frances sem lést í slysinu, hélt á í dag.AP Photo/Michel Euler Aðstandendur farþeganna sem létust höfðuðu mál gegn Airbus og Air France, en fulltrúar þeirra neituðu sök við réttarhöldin í dag. Airbus telur að mistök flugmanna hafi verið orsök flugslyssins. Air France bendir hins vegar á Airbus og hönnun viðvörunakerfa sem hafi verið ruglandi fyrir flugmennina. Dómari í málinu hóf réttarhöldin á því að lesa upp nöfn þeirra 228 sem fórust í slysinu. Þegar Anne Rigail, forstjóri Air France, og Guillaume Faury, forstjóri Airbus, hófu mál sitt við réttarhöldin voru hróp og köll gerð að þeim. „Skammist ykkar“ og „Of lítið of seint,“ var kallað að þeim. Réttarhöldin munu standa yfir næstu níu vikurnar.
Frakkland Brasilía Fréttir af flugi Airbus Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila