Flissaði í fyrstu áður en hún áttaði sig á alvarleika málsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2022 16:58 Sólveig Anna Jónsdóttir er meðal frambjóðanda til formanns Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa tekið því alvarlega til að byrja með þegar henni voru sýnd samskipti manna á samskiptaforriti sem hótuðu að drepa hana „einn daginn“. „Mér var auðvitað brugðið,“ segir Sólveig Anna í stund milli stríða á þingi ASÍ sem hófst í dag. Á vefsíðunni Samstöðunni í dag var sagt frá því að Sólveig hefði verið boðuð í skýrslutöku. Þar hefðu henni verið sýnd skilaboð þar sem hún hefði verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Karlmennirnir tveir, sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og sæta gæsluvarðhaldi til föstudags, hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“ „Fyrstu viðbrögð voru kannski á þann veg að gera lítið úr þessu. Auðvitað er hræðilegt að ungir menn fari einhvern veginn á þennan stað í lífi sínu. Ég upplifði það, einhverja svona vorkunn með þeim. Það var kannski ekki fyrr en ég kom heim til mínum kvöldið, var að segja fjölskyldu minni frá þessu, að við fórum úr því að vera að flissa að þessu yfir í að viðurkenna alvarleika málsins sem er sannarlega til skila,“ segir Sólveig Anna. Fleiri nöfn voru nefnd í samskiptum mannanna. Má þar nefna þingmann Pírata Björn Leví Gunnarsson og fyrrverandi þingmenn flokksins, Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson. Einnig Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg.“ Sólveig Anna segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir í kjölfar þessa. „En staðreyndin er sú að ég og fjölskylda mín höfum í vetur passað betur upp á heimilið og okkur sjálf. Það kom fram í vetur ofbeldis- og eignaspjallahótun gagnvart heimili okkar. Við tókum upp þann háttinn að gæta þess ávallt að húsið sé læst. Við erum þar áfram en höfum að öðru leyti ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir.“ Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
„Mér var auðvitað brugðið,“ segir Sólveig Anna í stund milli stríða á þingi ASÍ sem hófst í dag. Á vefsíðunni Samstöðunni í dag var sagt frá því að Sólveig hefði verið boðuð í skýrslutöku. Þar hefðu henni verið sýnd skilaboð þar sem hún hefði verið kölluð „kommalufsan“ sem vildi gera byltingu. Karlmennirnir tveir, sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka og sæta gæsluvarðhaldi til föstudags, hafi svo strengt þess heita að drepa hana „einn daginn“ „Fyrstu viðbrögð voru kannski á þann veg að gera lítið úr þessu. Auðvitað er hræðilegt að ungir menn fari einhvern veginn á þennan stað í lífi sínu. Ég upplifði það, einhverja svona vorkunn með þeim. Það var kannski ekki fyrr en ég kom heim til mínum kvöldið, var að segja fjölskyldu minni frá þessu, að við fórum úr því að vera að flissa að þessu yfir í að viðurkenna alvarleika málsins sem er sannarlega til skila,“ segir Sólveig Anna. Fleiri nöfn voru nefnd í samskiptum mannanna. Má þar nefna þingmann Pírata Björn Leví Gunnarsson og fyrrverandi þingmenn flokksins, Smára McCarthy og Helga Hrafn Gunnarsson. Einnig Gunnar Smára Egilsson formann Sósíalistaflokksins. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg.“ Sólveig Anna segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir í kjölfar þessa. „En staðreyndin er sú að ég og fjölskylda mín höfum í vetur passað betur upp á heimilið og okkur sjálf. Það kom fram í vetur ofbeldis- og eignaspjallahótun gagnvart heimili okkar. Við tókum upp þann háttinn að gæta þess ávallt að húsið sé læst. Við erum þar áfram en höfum að öðru leyti ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir.“
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34