Fundurinn hjá SAF og álagið Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 10. október 2022 11:00 Fyrir stuttu síðan var haldinn Ferðaþjónustudagurinn hjá SAF. Ég skráði mig á fundinn smá forvitin um hvað færi fram á slíkum fundi. Þegar ég mætti á staðinn og leit í kringum mig þá þekkti ég auðvitað engan, en ok þetta var bara smá spennandi. Maður leyfir sér ekki oft að setja sig í skrítnar aðstæður og labba langt í burtu frá undarlegri ástríðu fyrir excel. En það verður að viðurkennast að ég sé ekki sérstaklega eftir að hafa staðið upp frá skrifborðinu. Þessi fundur var frekar eftirminnilegur. Hann vakti hjá mér spurningar hvað er í vændum fyrir ferðaþjónustuna og hvort að vænta megi stefnubreytandi viðhorfa ríkisstjórnarinnar til ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld eru meðvituð um þá erfiðleika sem hafa hrjáð ferðaþjónustuna undanfarin ár. Hafa verður hér í huga að veitingabransinn telst vera atvinnugrein innan ferðaþjónustunnar. Á fundinum hjá SAF kom fram að Seðlabankastjóri sér núverandi stöðu ferðaþjónustunnar eins og stöðu sjávarútvegsins eftir hrun þorskstofnsins undir lok 10 áratugarins. Þau ár voru erfið fyrir sjávarútveginn en Seðlabankastjóri nefndi að þau ár hafi verið tilefni til hagræðingar og gríðarlegar sóknar í verðmætasköpun innan greinarinnar. Það voru ákveðin ónot sem komu upp í magann hjá mér þegar þessi orð voru yrt. Ég er búin að reyna melta orðin og skilja þau síðan þá. Hvaða hagræðingu eru menn að reyna að ná fram og hverju verður fórnað til að ná fram aukinni verðmætasköpun? Ég held það verður að líta til gjörða ríkisstjórnarinnar til að reyna að skilja þessi orð. Þau ætla sér að hækka áfengisgjald og bensíngjald á komandi mánuðum. Það veldur mér áhyggjum að þegar ferðaþjónustan er enn að jafna sig eftir erfið ár, þá skuli stjórnvöld taka þá ákvörðun að hækka álagningu sem hefur þó nokkur áhrif á ferðaþjónustuna. Hækkað áfengisgjald er eftir að hækka verðlagningu á veitingastöðum sem margir hverjir lifa á velvild ferðamanna. Hækkun á bensíngjaldi mun einnig koma til með hækka ferðakostnað hjá ferðamönnum sem vilja njóta upplifunar í gegnum ferðaþjónustuaðila og þeirra sem ætla sér í vegferð í kringum landið. Gæti þessi ákvörðun um hækkun skatta haft áhrif á ferðamennsku til annarra landshluta en Reykjavíkur? Seðlabankastjóri kom inn á þetta á fundinum. Hann nefndi það sérstaklega að ferðamaðurinn versli í búðum, versli áfengi og kaupi bensín. Og hann nefndi að með notkun á neyslusköttum þá er íslenska skattkerfið að einhverju leiti miðað að ferðamönnum. Það er svo mikil snilld fyrir hagkerfið að geta notið góðs af komu ferðamanna. Í venjulegu árferði þá er það góð hugsun í hagfræði að hafa háa neysluskatta á ferðamenn, en lágan inngönguskatt. Það er nefnilega ekki vænlegt að hafa inngönguskatta inn í landið ef við viljum laða ferðamenn að til Íslands. Ferðamaðurinn sem situr við tölvu sína og er að meta kostnaðinn sem fylgir ferð til Íslands, má ekki sjá að það kosti mun meiri pening að fara til Íslands heldur en til Noregs. Og kostnaðurinn sem ferðamaðurinn skoðar helst er flug og hótel. Við þurfum því að vera hyggjusöm og halda skattlagningu á flug og hótel í lágmarki. Þegar ferðamaðurinn er svo mættur til Íslands þá eru aðstæður aðrar. Þá má finna leiðir til að skattleggja ferðamanninn eins mikið og mögulegt er, innan eðlilegra viðmarka því neysluskattur mun að öllu jöfnu líka bitna á íslenskum almenning. Vandinn við þessa hugmyndafræði er sá að Ísland er nú þegar eitt dýrasta land í heimi þegar kemur að neyslukostnaði. Verðum við ekki að spyrja hver séu þolmörk ferðamanna við hækkun neyslukostnaðar? Fáum við kannski að uppgötva það á næstu mánuðum? Hafa menn í huga að heimurinn er breyttur með tilkomu tiktok, instagram og youtube? Á vefnum má finna fjöldan allan af myndböndum sem fjalla um mismun á verðlagningu neyslukostnaðar á milli landa. Heimurinn er ekki lengur eins óupplýstur og hann var og kannski er þessi ágæta hagfræðikenning barns síns tíma. Í hugleiðingum um hækkun neysluskatta á ferðamenn, er þá verið að huga að því staða ferðaþjónustunnar er viðkvæm, bæði vegna skuldahala fyrri ára og þeirrar óvissu sem er til staðar vegna heimsmála? Og við sem sitjum og metum rekstrarhæfi fyrirtækja í ferðaþjónustunni hljótum að spurja okkur að þessu. Má ferðaþjónustan búast við enn frekari hækkun neysluskatta sem miðaðir eru að ferðaþjónustunni? Jæja hvert eru þessar hugleiðingar mínar eiginlega komnar. Jú miðað við allt sem komið er og núverandi stefnu ríkisstjórnarinnar í skattlagningu, hvernig búast menn við því að ná fyrrnefndri hagræðingu innan stéttarinnar? Ég er að velta því fyrir mér hvort að hæstvirti fjármálaráðherra Bjarni Ben hafi svarað því fyrir okkur á fundinum hjá SAF. Þess vel mælti maður sagði nefnilegu þessu fleygu orð: Það er ekki hægstætt fyrir vinnumódelið hvernig íslenski vinnumarkaðurinn hefur túlkað réttindi og skyldur á vinnumarkaði á dálítið gamla mátann og við þurfum að uppfæra vinnumódelið til samræmis við hvernig hagkerfið er að breytast, hvaða þarfir atvinnulífið hefur. Og Bjarni Ben fékk eftir þessi orð dúndrandi lófaklapp en ég sat bara í mínu sæti í einhverri súrrealískri upplifun. Í stað Bjarna Ben þá sá ég standa upp á sviði Mr Burns úr Simpsons, nuddandi á sér lófunum, glottandi og fara með þessi orð, „sjáðu Smithers, þau elska mig. Ég segi þeim að launakostnaður verði að lækka svo ég geti hækkað skatta og þau klappa.“ Ég veit ekki alveg hvar siðferðiskenndin liggur í þessu öllu saman, en mér finnst hún smá skekkt. En ástæðan fyrir lófaklappinu er augljós. Launakostnaður er alltof hár í ferðaþjónustunni. Það er bara ekki hægt að neita því ef menn hafa skoðað tölurnar. Og ástæðan fyrir því að kostnaðurinn er of hár liggur í 33% álagi á taxta á kvöldin og í 45% álagi um helgar, sem er akkúrat á þeim tímum þar sem ferðaþjónustan heldur uppi meginþorra af sínum störfum. Við eigum það til að bera okkur saman við hin Norðurlöndin þegar við erum að skoða aðstæður hér á landi og það verður að segjast að sá samanburður er frekar sláandi. Álagstaxtar á Íslandi eru ekki bara mikið hærri en á hinum Norðurlöndunum. Þeir ná líka yfir fleiri klukkustundir á sólarhring. Sjá má samanburð á álagi hjá veitingahúsum, í töflum hér að neðan. Athuga ég set þetta fram með þeim fyrirvara að kjarasamningar geta verið smá flóknir á Norðurlöndunum, það er ekki alltaf auðvelt að sjá hvaða kjarasamningar gilda fyrir viðkomandi starfsgrein og google translate er ekki alltaf besti vinur minn. Mér þótti þó sérstaklega fyndið og skemmtilegt að þýða úr finnsku. En við þurfum ekki endilega að vera bera okkur saman við hin Norðurlöndin. Ísland er eitt dýrasta land í heimi og launin þurfa að vera há ef við eigum að geta lifað af. Hér þykir mér mikilvægt að skoða hvernig launadreifingin er á Íslandi? Einstaklingur í dagvinnu á lágmarkslaunum er að fá 113 þús kr lægri heildarlaun en starfsmaður á láglaunataxta sem er að vinna samtals 172 tíma, í jafnri dreifingu á dagvinnu-, kvöld- og helgartaxta. Verið er að miða við meðaltalshlutfall sem nær yfir eitt ár, yfir launakostnað hjá veitingastað sem er opinn um dag, kvöld og helgar. Já og þetta er rauntölur með orlofi. Mismunurinn á launum verður hærri ef starfsmaður veitingastaðar vinnur bara um kvöld og helgar. Mörgum finnst það allt í lagi að kvöld og helgar taxtar skulu vera greiddir út á mun hærri álagi en dagvinnutaxti. Og alltaf koma upp rökin að fyrirtæki eigi að borga fyrir það með dýru verði þegar fjölskyldufólk er dregið frá börnum sínum um kvöld og helgar. En er fólk að horfa á það að sumir sækjast í það að vinna um kvöld og helgar, ekki bara út af laununum, heldur út af því að þau geta það, eru að vinna með skóla, eða eru kannski bara B-manneskjur sem geta ekki vaknað fyrir hádegi. Þegar umræðan kom upp í sumar um breytingar á álagstöxtum þá varð sumum smá heitt í hamsi. Það tók smá á mig að sjá þessa heift yfir breytingum sem ég held að séu tímabærar í nútímasamfélagi. Tími unninn er tími unninn hvort sem hann er unninn að degi til eða á kveldi. Í sumum tilfellum þá held ég líka að umræðan hafi verið byggð á misskilningi. Álagstímum ferðaþjónustufyrirtækja var m.a. líkt við vaktakerfi stofnanna í opinberri þjónustu. Það að bera álagið hjá ferðaþjónustufyrirtækjum saman við skringilegt vaktakerfi inn á spítölum, finnst mér þó vera eins og að bera saman epli og appelsínur. Vaktakerfi á spítölum þvingar fólk til að vera að vinna á tímum sem það vill kannski ekki vera að vinna á, en í ferðaþjónustunni þá er ekki vandamál að finna fólk sem vill vinna á álagstímum. Og þar sem um er að ræða fyrirtæki í einkaeigu, ef það skyldu koma upp vandamál við mönnun þá gerist það sjálfkrafa að mönnum er boðið hærri laun til að standa vaktirnar. Það er eitthvað sem kæmi alls ekki til máls innan stofnanna í opinberri þjónustu. Fyrir mína parta þá truflar það mína réttlætiskennd að ungt fólk á lágmarkslaunum geti fengið 113 þús. kr hærri laun en einstæð móðir á lágmarkslaunum. Móðir sem neyðist til að vinna í dagvinnu þar sem engir leikskólar eru að störfum um kvöld og helgar. En kannski ættum við að horfa á þetta öðruvísi. Kannski við ættum að setja fram kröfu um að leikskólar séu opnir líka um kvöld og helgar svo að móðirin geti fengið að njóta þess að vera með börnum sínum á daginn og fengið leikskólastarfsmönnum það hlutverk að sinna börnunum á kvöldin þegar þau eru pirruð og þreytt. Væri það ekki líka fín lausn? Í einu er ég sammála Bjarna Ben. Mér finnst uppsetning kjarasamninga byggja of mikið á áratugagömlum viðhorfum og þeir hafa ekki þróast í takt við breytingar innan samfélagsins. Og ég er á þeirri skoðun að þeir séu ekki alltaf að vernda þá sem þeir ættu að vera vernda. Í fullri hreinskilni þá finnst mér misdreifing í launakostnaði vera of stór fórnarkostnaður við að eiga börn. Nú myndu kannski einhverjir benda á að með hækkun dagvinnutaxta yfir línuna en lækkun álagstaxta þá væru ferðaþjónustufyrirtæki að koma ansi vel út úr kjaraviðræðum. En er það ekki allt í lagi? Þau koma alltaf til með að bera uppi vísitöluhækkanir eins og önnur fyrirtæki, en er ekki óþarfi að láta þau bera mun meiri ábyrgð á vísitöluhækkunum en önnur fyrirtæki? Kannski er best að setja þetta í einfalt dæmi. Ef hundrað krónu laun í dagvinnu eru hækkuð í 110 kr þá eru laun í 33% álagi hækkuð um 13,3 kr og í 45% álagi um 14,5 kr. Það verður að viðurkennast að það er visst óréttlæti í gangi gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjum, þegar kemur að uppsetningu kjarasamninga. Ferðaþjónustan er búin að bera uppi háan launakostnað í mjög langan tíma. Kannski er kominn tími til þess menn opni augun fyrir því að ferðaþjónustan er ekki sú grein sem er að draga inn stóru hagnaðartölurnar. Þetta eru ekki fyrirtækin sem eru að greiða út stóru arðgreiðslurnar. Ferðaþjónustan er að berjast í bökkum og er að reyna að halda haus. Það yrði mjög fallegt ef verkalýðsforystan gæti tekið tillit til þess í komandi kjaraviðræðum og leiðrétt í leiðinni ójafnrétti í launadreifingu sem er til staðar í þjóðfélaginu. Njótið dagsins elsku lesendur og megið þið njóta augnabliksins sem og fallegs friðar í sálinni. Takk fyrir mig. Hér að neðan má finna fyrri greinar mínar, þar sem koma fram vangaveltur um viðfangsefni komandi kjarasamningsviðræða. Ó Ragnar, ó beibí, ó beibí Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Vekjum risann, tökum upp spjótin Hjartabankinn - banki allra launþega Leigusali í kröppum dansi við músina Elísabet, vínið og veikindin Höfundur greinar er aðalbókari, launafulltrúi og launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu síðan var haldinn Ferðaþjónustudagurinn hjá SAF. Ég skráði mig á fundinn smá forvitin um hvað færi fram á slíkum fundi. Þegar ég mætti á staðinn og leit í kringum mig þá þekkti ég auðvitað engan, en ok þetta var bara smá spennandi. Maður leyfir sér ekki oft að setja sig í skrítnar aðstæður og labba langt í burtu frá undarlegri ástríðu fyrir excel. En það verður að viðurkennast að ég sé ekki sérstaklega eftir að hafa staðið upp frá skrifborðinu. Þessi fundur var frekar eftirminnilegur. Hann vakti hjá mér spurningar hvað er í vændum fyrir ferðaþjónustuna og hvort að vænta megi stefnubreytandi viðhorfa ríkisstjórnarinnar til ferðaþjónustunnar. Stjórnvöld eru meðvituð um þá erfiðleika sem hafa hrjáð ferðaþjónustuna undanfarin ár. Hafa verður hér í huga að veitingabransinn telst vera atvinnugrein innan ferðaþjónustunnar. Á fundinum hjá SAF kom fram að Seðlabankastjóri sér núverandi stöðu ferðaþjónustunnar eins og stöðu sjávarútvegsins eftir hrun þorskstofnsins undir lok 10 áratugarins. Þau ár voru erfið fyrir sjávarútveginn en Seðlabankastjóri nefndi að þau ár hafi verið tilefni til hagræðingar og gríðarlegar sóknar í verðmætasköpun innan greinarinnar. Það voru ákveðin ónot sem komu upp í magann hjá mér þegar þessi orð voru yrt. Ég er búin að reyna melta orðin og skilja þau síðan þá. Hvaða hagræðingu eru menn að reyna að ná fram og hverju verður fórnað til að ná fram aukinni verðmætasköpun? Ég held það verður að líta til gjörða ríkisstjórnarinnar til að reyna að skilja þessi orð. Þau ætla sér að hækka áfengisgjald og bensíngjald á komandi mánuðum. Það veldur mér áhyggjum að þegar ferðaþjónustan er enn að jafna sig eftir erfið ár, þá skuli stjórnvöld taka þá ákvörðun að hækka álagningu sem hefur þó nokkur áhrif á ferðaþjónustuna. Hækkað áfengisgjald er eftir að hækka verðlagningu á veitingastöðum sem margir hverjir lifa á velvild ferðamanna. Hækkun á bensíngjaldi mun einnig koma til með hækka ferðakostnað hjá ferðamönnum sem vilja njóta upplifunar í gegnum ferðaþjónustuaðila og þeirra sem ætla sér í vegferð í kringum landið. Gæti þessi ákvörðun um hækkun skatta haft áhrif á ferðamennsku til annarra landshluta en Reykjavíkur? Seðlabankastjóri kom inn á þetta á fundinum. Hann nefndi það sérstaklega að ferðamaðurinn versli í búðum, versli áfengi og kaupi bensín. Og hann nefndi að með notkun á neyslusköttum þá er íslenska skattkerfið að einhverju leiti miðað að ferðamönnum. Það er svo mikil snilld fyrir hagkerfið að geta notið góðs af komu ferðamanna. Í venjulegu árferði þá er það góð hugsun í hagfræði að hafa háa neysluskatta á ferðamenn, en lágan inngönguskatt. Það er nefnilega ekki vænlegt að hafa inngönguskatta inn í landið ef við viljum laða ferðamenn að til Íslands. Ferðamaðurinn sem situr við tölvu sína og er að meta kostnaðinn sem fylgir ferð til Íslands, má ekki sjá að það kosti mun meiri pening að fara til Íslands heldur en til Noregs. Og kostnaðurinn sem ferðamaðurinn skoðar helst er flug og hótel. Við þurfum því að vera hyggjusöm og halda skattlagningu á flug og hótel í lágmarki. Þegar ferðamaðurinn er svo mættur til Íslands þá eru aðstæður aðrar. Þá má finna leiðir til að skattleggja ferðamanninn eins mikið og mögulegt er, innan eðlilegra viðmarka því neysluskattur mun að öllu jöfnu líka bitna á íslenskum almenning. Vandinn við þessa hugmyndafræði er sá að Ísland er nú þegar eitt dýrasta land í heimi þegar kemur að neyslukostnaði. Verðum við ekki að spyrja hver séu þolmörk ferðamanna við hækkun neyslukostnaðar? Fáum við kannski að uppgötva það á næstu mánuðum? Hafa menn í huga að heimurinn er breyttur með tilkomu tiktok, instagram og youtube? Á vefnum má finna fjöldan allan af myndböndum sem fjalla um mismun á verðlagningu neyslukostnaðar á milli landa. Heimurinn er ekki lengur eins óupplýstur og hann var og kannski er þessi ágæta hagfræðikenning barns síns tíma. Í hugleiðingum um hækkun neysluskatta á ferðamenn, er þá verið að huga að því staða ferðaþjónustunnar er viðkvæm, bæði vegna skuldahala fyrri ára og þeirrar óvissu sem er til staðar vegna heimsmála? Og við sem sitjum og metum rekstrarhæfi fyrirtækja í ferðaþjónustunni hljótum að spurja okkur að þessu. Má ferðaþjónustan búast við enn frekari hækkun neysluskatta sem miðaðir eru að ferðaþjónustunni? Jæja hvert eru þessar hugleiðingar mínar eiginlega komnar. Jú miðað við allt sem komið er og núverandi stefnu ríkisstjórnarinnar í skattlagningu, hvernig búast menn við því að ná fyrrnefndri hagræðingu innan stéttarinnar? Ég er að velta því fyrir mér hvort að hæstvirti fjármálaráðherra Bjarni Ben hafi svarað því fyrir okkur á fundinum hjá SAF. Þess vel mælti maður sagði nefnilegu þessu fleygu orð: Það er ekki hægstætt fyrir vinnumódelið hvernig íslenski vinnumarkaðurinn hefur túlkað réttindi og skyldur á vinnumarkaði á dálítið gamla mátann og við þurfum að uppfæra vinnumódelið til samræmis við hvernig hagkerfið er að breytast, hvaða þarfir atvinnulífið hefur. Og Bjarni Ben fékk eftir þessi orð dúndrandi lófaklapp en ég sat bara í mínu sæti í einhverri súrrealískri upplifun. Í stað Bjarna Ben þá sá ég standa upp á sviði Mr Burns úr Simpsons, nuddandi á sér lófunum, glottandi og fara með þessi orð, „sjáðu Smithers, þau elska mig. Ég segi þeim að launakostnaður verði að lækka svo ég geti hækkað skatta og þau klappa.“ Ég veit ekki alveg hvar siðferðiskenndin liggur í þessu öllu saman, en mér finnst hún smá skekkt. En ástæðan fyrir lófaklappinu er augljós. Launakostnaður er alltof hár í ferðaþjónustunni. Það er bara ekki hægt að neita því ef menn hafa skoðað tölurnar. Og ástæðan fyrir því að kostnaðurinn er of hár liggur í 33% álagi á taxta á kvöldin og í 45% álagi um helgar, sem er akkúrat á þeim tímum þar sem ferðaþjónustan heldur uppi meginþorra af sínum störfum. Við eigum það til að bera okkur saman við hin Norðurlöndin þegar við erum að skoða aðstæður hér á landi og það verður að segjast að sá samanburður er frekar sláandi. Álagstaxtar á Íslandi eru ekki bara mikið hærri en á hinum Norðurlöndunum. Þeir ná líka yfir fleiri klukkustundir á sólarhring. Sjá má samanburð á álagi hjá veitingahúsum, í töflum hér að neðan. Athuga ég set þetta fram með þeim fyrirvara að kjarasamningar geta verið smá flóknir á Norðurlöndunum, það er ekki alltaf auðvelt að sjá hvaða kjarasamningar gilda fyrir viðkomandi starfsgrein og google translate er ekki alltaf besti vinur minn. Mér þótti þó sérstaklega fyndið og skemmtilegt að þýða úr finnsku. En við þurfum ekki endilega að vera bera okkur saman við hin Norðurlöndin. Ísland er eitt dýrasta land í heimi og launin þurfa að vera há ef við eigum að geta lifað af. Hér þykir mér mikilvægt að skoða hvernig launadreifingin er á Íslandi? Einstaklingur í dagvinnu á lágmarkslaunum er að fá 113 þús kr lægri heildarlaun en starfsmaður á láglaunataxta sem er að vinna samtals 172 tíma, í jafnri dreifingu á dagvinnu-, kvöld- og helgartaxta. Verið er að miða við meðaltalshlutfall sem nær yfir eitt ár, yfir launakostnað hjá veitingastað sem er opinn um dag, kvöld og helgar. Já og þetta er rauntölur með orlofi. Mismunurinn á launum verður hærri ef starfsmaður veitingastaðar vinnur bara um kvöld og helgar. Mörgum finnst það allt í lagi að kvöld og helgar taxtar skulu vera greiddir út á mun hærri álagi en dagvinnutaxti. Og alltaf koma upp rökin að fyrirtæki eigi að borga fyrir það með dýru verði þegar fjölskyldufólk er dregið frá börnum sínum um kvöld og helgar. En er fólk að horfa á það að sumir sækjast í það að vinna um kvöld og helgar, ekki bara út af laununum, heldur út af því að þau geta það, eru að vinna með skóla, eða eru kannski bara B-manneskjur sem geta ekki vaknað fyrir hádegi. Þegar umræðan kom upp í sumar um breytingar á álagstöxtum þá varð sumum smá heitt í hamsi. Það tók smá á mig að sjá þessa heift yfir breytingum sem ég held að séu tímabærar í nútímasamfélagi. Tími unninn er tími unninn hvort sem hann er unninn að degi til eða á kveldi. Í sumum tilfellum þá held ég líka að umræðan hafi verið byggð á misskilningi. Álagstímum ferðaþjónustufyrirtækja var m.a. líkt við vaktakerfi stofnanna í opinberri þjónustu. Það að bera álagið hjá ferðaþjónustufyrirtækjum saman við skringilegt vaktakerfi inn á spítölum, finnst mér þó vera eins og að bera saman epli og appelsínur. Vaktakerfi á spítölum þvingar fólk til að vera að vinna á tímum sem það vill kannski ekki vera að vinna á, en í ferðaþjónustunni þá er ekki vandamál að finna fólk sem vill vinna á álagstímum. Og þar sem um er að ræða fyrirtæki í einkaeigu, ef það skyldu koma upp vandamál við mönnun þá gerist það sjálfkrafa að mönnum er boðið hærri laun til að standa vaktirnar. Það er eitthvað sem kæmi alls ekki til máls innan stofnanna í opinberri þjónustu. Fyrir mína parta þá truflar það mína réttlætiskennd að ungt fólk á lágmarkslaunum geti fengið 113 þús. kr hærri laun en einstæð móðir á lágmarkslaunum. Móðir sem neyðist til að vinna í dagvinnu þar sem engir leikskólar eru að störfum um kvöld og helgar. En kannski ættum við að horfa á þetta öðruvísi. Kannski við ættum að setja fram kröfu um að leikskólar séu opnir líka um kvöld og helgar svo að móðirin geti fengið að njóta þess að vera með börnum sínum á daginn og fengið leikskólastarfsmönnum það hlutverk að sinna börnunum á kvöldin þegar þau eru pirruð og þreytt. Væri það ekki líka fín lausn? Í einu er ég sammála Bjarna Ben. Mér finnst uppsetning kjarasamninga byggja of mikið á áratugagömlum viðhorfum og þeir hafa ekki þróast í takt við breytingar innan samfélagsins. Og ég er á þeirri skoðun að þeir séu ekki alltaf að vernda þá sem þeir ættu að vera vernda. Í fullri hreinskilni þá finnst mér misdreifing í launakostnaði vera of stór fórnarkostnaður við að eiga börn. Nú myndu kannski einhverjir benda á að með hækkun dagvinnutaxta yfir línuna en lækkun álagstaxta þá væru ferðaþjónustufyrirtæki að koma ansi vel út úr kjaraviðræðum. En er það ekki allt í lagi? Þau koma alltaf til með að bera uppi vísitöluhækkanir eins og önnur fyrirtæki, en er ekki óþarfi að láta þau bera mun meiri ábyrgð á vísitöluhækkunum en önnur fyrirtæki? Kannski er best að setja þetta í einfalt dæmi. Ef hundrað krónu laun í dagvinnu eru hækkuð í 110 kr þá eru laun í 33% álagi hækkuð um 13,3 kr og í 45% álagi um 14,5 kr. Það verður að viðurkennast að það er visst óréttlæti í gangi gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjum, þegar kemur að uppsetningu kjarasamninga. Ferðaþjónustan er búin að bera uppi háan launakostnað í mjög langan tíma. Kannski er kominn tími til þess menn opni augun fyrir því að ferðaþjónustan er ekki sú grein sem er að draga inn stóru hagnaðartölurnar. Þetta eru ekki fyrirtækin sem eru að greiða út stóru arðgreiðslurnar. Ferðaþjónustan er að berjast í bökkum og er að reyna að halda haus. Það yrði mjög fallegt ef verkalýðsforystan gæti tekið tillit til þess í komandi kjaraviðræðum og leiðrétt í leiðinni ójafnrétti í launadreifingu sem er til staðar í þjóðfélaginu. Njótið dagsins elsku lesendur og megið þið njóta augnabliksins sem og fallegs friðar í sálinni. Takk fyrir mig. Hér að neðan má finna fyrri greinar mínar, þar sem koma fram vangaveltur um viðfangsefni komandi kjarasamningsviðræða. Ó Ragnar, ó beibí, ó beibí Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Vekjum risann, tökum upp spjótin Hjartabankinn - banki allra launþega Leigusali í kröppum dansi við músina Elísabet, vínið og veikindin Höfundur greinar er aðalbókari, launafulltrúi og launþegi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun