Um helgina birti Kanye West færslu á Instagram þar sem hann sagði annan rappara, P. Diddy, vera stjórnað af gyðingum. Honum var hent út af Instagram fyrir færsluna. Þá birti hann færslu á Twitter þar sem hann sagði Mark Zuckerberg sjálfan bera ábyrgð á banninu en Instagram er í eigu Meta, fyrirtækis Zuckerberg.
Look at this Mark
— ye (@kanyewest) October 8, 2022
How you gone kick me off instagram
You used to be my nigga pic.twitter.com/YQzjw01jur
Í gærmorgun birti hann síðan aðra færslu á Twitter þar sem hann gaf í skyn að hann ætlaði ráðast á gyðinga. Í sömu færslu sagði hann fólk ekki geta kallað sig gyðingahatara því hann sé svartur og svart fólk séu í raun og veru gyðingar.
Eftir að hafa birt færsluna var aðgangur hans bannaður en nú hefur verið opnað aftur fyrir hann. Færslunni hefur þó verið eytt.

Kanye hafði mikið notast við Instagram síðustu mánuði og hafði í rauninni ekki birt færslu á Twitter í tæp tvö ár þar til í gær. Elon Musk, auðkýfingurinn sem stefnir á að kaupa Twitter, bauð hann velkominn aftur á Twitter áður en Kanye var hent út.
Welcome back to Twitter, my friend!
— Elon Musk (@elonmusk) October 8, 2022