Innlent

Sprengi­sandur: Deilur innan ASÍ, orku­málin og flótta­fólk

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forsetaembættis hjá ASÍ. 

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar ætlar að fara yfir orkumálin og svara þeirri spurningu hvort raunverulega þurfi að tvöfalda orkuöflun á Íslandi til að standa að markmiði landsins í orkuskiptum. 

Þá verða innflytjendamálin rædd og munu Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skiptast á skoðunum. 

Í lok þáttar mætir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður á Stundinni til að ræða plast og afdrif þess í íslensku úvinnslukerfi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×