Senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2022 07:54 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Getty/Katkova Rússar hyggjast senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni í dag. Brúin varð fyrir kraftmikilli sprengingu í gærmorgun og hluti hennar féll í sundið. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann viðmeginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. Úkraínumenn hafa fagnað sprengingunni og í gærmorgun mátti heyra íbúa Kænugarðs hrópa húrra fyrir skemmdarverkunum sem voru unnin á brúnni. Úkraínskir embættismenn hafa ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni en hafa ekki lýst því yfir opinberlega. Rússar hafa þá ekki sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð. Varaforsætisráðherra Rússlands Marat Khusnullin sagði í gærkvöldi að kafarar muni hefja störf núna í morgunsárið til að kanna hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á burðarstólpum brúarinnar. Þá verður ástand hennar auk þess rannsakað ofansjávar og á verkið að klárast í dag. Listamenn í Kænugarði voru ekki lengi að taka sig til og gera þessa tillögu að frímerki, með mynd af Kerch brúnni að springa.Getty/Ed Ram Að sögn Khusnullin eru mánaðareldsneytisbirgðir á Krímskaga og tveggja vikna matarbirgðir. Þá hefur varnarmálaráðherra Rússlands lýst því yfir að hægt sé að koma birgðum til hersveitanna í suðurhluta Rússlands land- og sjóleiðina. Rússland hernam Krímskaga árið 2014 en brúin, sem tengir Krímskaga við Rússland, var tekin í notkun árið 2018. Allt bendir til að bifreið, sem var að fara yfir brúna, hafi sprungið og hafi verið svo nálægt lestarvögnum, sem innihéldu eldsneyti, að eldur hafi borist í þá og eldsneytið orðið til stærri sprenginga og meiri skemmda. Rússar lýstu því yfir í gær að þrír hafi fallið í sprengingunni. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær aukið eftirlit og vernd fyrir brúna og þá innviði sem tryggja flutning rafmagns og gas til rímskagans. Þá fyrirskipaði hann að sprengingin yrði rannsökuð. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54 Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Úkraínumenn hafa fagnað sprengingunni og í gærmorgun mátti heyra íbúa Kænugarðs hrópa húrra fyrir skemmdarverkunum sem voru unnin á brúnni. Úkraínskir embættismenn hafa ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni en hafa ekki lýst því yfir opinberlega. Rússar hafa þá ekki sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð. Varaforsætisráðherra Rússlands Marat Khusnullin sagði í gærkvöldi að kafarar muni hefja störf núna í morgunsárið til að kanna hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á burðarstólpum brúarinnar. Þá verður ástand hennar auk þess rannsakað ofansjávar og á verkið að klárast í dag. Listamenn í Kænugarði voru ekki lengi að taka sig til og gera þessa tillögu að frímerki, með mynd af Kerch brúnni að springa.Getty/Ed Ram Að sögn Khusnullin eru mánaðareldsneytisbirgðir á Krímskaga og tveggja vikna matarbirgðir. Þá hefur varnarmálaráðherra Rússlands lýst því yfir að hægt sé að koma birgðum til hersveitanna í suðurhluta Rússlands land- og sjóleiðina. Rússland hernam Krímskaga árið 2014 en brúin, sem tengir Krímskaga við Rússland, var tekin í notkun árið 2018. Allt bendir til að bifreið, sem var að fara yfir brúna, hafi sprungið og hafi verið svo nálægt lestarvögnum, sem innihéldu eldsneyti, að eldur hafi borist í þá og eldsneytið orðið til stærri sprenginga og meiri skemmda. Rússar lýstu því yfir í gær að þrír hafi fallið í sprengingunni. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær aukið eftirlit og vernd fyrir brúna og þá innviði sem tryggja flutning rafmagns og gas til rímskagans. Þá fyrirskipaði hann að sprengingin yrði rannsökuð.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54 Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22
Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54
Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31