Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. október 2022 21:22 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Getty/Katkova Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu og hefur verið kölluð táknmynd hernáms Rússa á Krímsskaga. Myndbönd af brúnni í ljósum logum fylltu samfélagsmiðla í morgun en sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. ⚡️Eyewitnesses post photos, video of the fiercely burning Kerch bridge.The Kerch bridge from Russia to Crimea has been hit by a massive explosion on the span that carries railway traffic early on Oct. 8. pic.twitter.com/5wvIjBZmZZ— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 8, 2022 Eins og fyrr segir hafa Úkraínumenn ekki formlega lýst yfir ábyrgð. Stjórnvöld þar í landi hafa hins ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni og birti háttsettur embættismaður í Úkraínu mynd af brúnni með skilaboðunum „til hamingju með afmælið.“ Vladímir Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur í gær og eru skilaboðin talin beinast að honum. Mikhail Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, sendi svipuð skilaboð og það gerði formaður þingflokks Úkraínuforseta einnig. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Pútín hafði sérstakt dálæti á brúnni og stjórnvöld í Rússlandi hafa áður sagt brúnna „ódauðlega.“ Eyðileggingin er því sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin hefur þar að auki verið mikilvæg í hernaði og þá sérstaklega í flutningi hergagna og birgða til suðurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi vinna að rannsókn, samkvæmt Guardian, en þrír eru sagðir hafa látist í sprenginunni. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Brúin tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu og hefur verið kölluð táknmynd hernáms Rússa á Krímsskaga. Myndbönd af brúnni í ljósum logum fylltu samfélagsmiðla í morgun en sprengingin heyrðist í margra kílómetra fjarlægð. ⚡️Eyewitnesses post photos, video of the fiercely burning Kerch bridge.The Kerch bridge from Russia to Crimea has been hit by a massive explosion on the span that carries railway traffic early on Oct. 8. pic.twitter.com/5wvIjBZmZZ— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 8, 2022 Eins og fyrr segir hafa Úkraínumenn ekki formlega lýst yfir ábyrgð. Stjórnvöld þar í landi hafa hins ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni og birti háttsettur embættismaður í Úkraínu mynd af brúnni með skilaboðunum „til hamingju með afmælið.“ Vladímir Pútín Rússlandsforseti varð sjötugur í gær og eru skilaboðin talin beinast að honum. Mikhail Podolyak, einn æðsti ráðgjafi Úkraínuforseta, sendi svipuð skilaboð og það gerði formaður þingflokks Úkraínuforseta einnig. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Allt sem er ólöglegt þarf að eyðileggja, öllu sem hefur verið stolið verður að skila aftur til Úkraínu, allt sem tilheyrir rússneska hernáminu verður að ýta út,“ skrifaði Podolyak á Twitter í morgun. Pútín hafði sérstakt dálæti á brúnni og stjórnvöld í Rússlandi hafa áður sagt brúnna „ódauðlega.“ Eyðileggingin er því sögð mikið högg fyrir Rússa. Brúin hefur þar að auki verið mikilvæg í hernaði og þá sérstaklega í flutningi hergagna og birgða til suðurhluta Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi vinna að rannsókn, samkvæmt Guardian, en þrír eru sagðir hafa látist í sprenginunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira