„Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi“ Sverrir Mar Smárason skrifar 8. október 2022 16:38 Viktor Jónsson var ekki svona svekktur í dag, hann var bara mjög glaður. Vísir/Diego Skagamenn unnu mikilvægan 3-2 sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akranesi í dag. Viktor Jónsson, framherji ÍA, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Þetta var kærkominn sigur, mjög kærkominn. Við þurfum bara að halda áfram ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum búnir að vera svolítið sjálfum okkur verstir í sambandi við þessi mörk sem við erum búnir að vera að fá á okkur og það sama má segja með mörkin í dag. Við komum inn í hálfleikinn ekki sáttir við að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur og Jón Þór heldur betur ekki sáttur. Hann tók þrumuræðu, það má segja það, og menn urðu litlir í sér, skömmuðust sín og mættu til baka í seinni hálfleik, tóku þetta og kláruðu þetta,“ sagði Viktor. Viktor var frá vegna meiðsla alveg fram í lok september og hefur nú byrjað báða leiki ÍA í úrslitakeppninni. Hann segir gott að vera kominn til baka, að hann vonist til þess að geta lagt eitthvað að mörkum og hrósar svo Eyþóri Wöhler sem gerði tvö mörk í dag fyrir ÍA. „Bara geggjað. Þetta leit ekki vel út framan af sumri. Það var svosem aldrei komist að því nákvæmlega hvað var að og maður tók bara hvern dag fyrir sig og vonaði það besta. Svo small þetta allt saman fyrir nokkrum vikum saman og ég kem bara inn í liðið. Það gengur vel og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa fyrir liðið. Eyþór er búinn að vera geggjaður í allt sumar, er frábær leikmaður og er búinn að sanna sig í efstu deild núna. Ég vona að honum haldi áfram að ganga vel,“ sagði Viktor. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í fyrra með því að vinna síðustu þrjá leikina. Viktor segir engin spurning að það sé hægt aftur, ÍA ætli ekki að falla og að liðið vilji samfélagið með sér í baráttuna. „Við höfum gert þetta áður og höfum fengið að smakka á því hvernig það er að bjarga sér svona eins og við gerðum í fyrra. Við viljum klárlega gera það aftur. Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi. Við erum ekki að fara að falla, það hefur aldrei komið inn í hausinn á okkur og við viljum bara klára þetta almennilega,“ sagði Viktor að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
„Þetta var kærkominn sigur, mjög kærkominn. Við þurfum bara að halda áfram ef við ætlum að eiga einhvern möguleika á því að halda okkur uppi. Við erum búnir að vera svolítið sjálfum okkur verstir í sambandi við þessi mörk sem við erum búnir að vera að fá á okkur og það sama má segja með mörkin í dag. Við komum inn í hálfleikinn ekki sáttir við að hafa fengið þessi tvö mörk á okkur og Jón Þór heldur betur ekki sáttur. Hann tók þrumuræðu, það má segja það, og menn urðu litlir í sér, skömmuðust sín og mættu til baka í seinni hálfleik, tóku þetta og kláruðu þetta,“ sagði Viktor. Viktor var frá vegna meiðsla alveg fram í lok september og hefur nú byrjað báða leiki ÍA í úrslitakeppninni. Hann segir gott að vera kominn til baka, að hann vonist til þess að geta lagt eitthvað að mörkum og hrósar svo Eyþóri Wöhler sem gerði tvö mörk í dag fyrir ÍA. „Bara geggjað. Þetta leit ekki vel út framan af sumri. Það var svosem aldrei komist að því nákvæmlega hvað var að og maður tók bara hvern dag fyrir sig og vonaði það besta. Svo small þetta allt saman fyrir nokkrum vikum saman og ég kem bara inn í liðið. Það gengur vel og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa fyrir liðið. Eyþór er búinn að vera geggjaður í allt sumar, er frábær leikmaður og er búinn að sanna sig í efstu deild núna. Ég vona að honum haldi áfram að ganga vel,“ sagði Viktor. ÍA bjargaði sér á ótrúlegan hátt frá falli í fyrra með því að vinna síðustu þrjá leikina. Viktor segir engin spurning að það sé hægt aftur, ÍA ætli ekki að falla og að liðið vilji samfélagið með sér í baráttuna. „Við höfum gert þetta áður og höfum fengið að smakka á því hvernig það er að bjarga sér svona eins og við gerðum í fyrra. Við viljum klárlega gera það aftur. Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi. Við erum ekki að fara að falla, það hefur aldrei komið inn í hausinn á okkur og við viljum bara klára þetta almennilega,“ sagði Viktor að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Leik lokið: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 8. október 2022 16:00